Manchester United hefur staðfest að félagið hefur náð samkomulagi um kaup á Daley Blind með fyrir vara um samkomulag við leikmanninn og læknisskoðun
BREAKING: #mufc has reached agreement with Ajax to sign Daley Blind, subject to a medical and personal terms. pic.twitter.com/2l1l7I2Aow
— Manchester United (@ManUtd) August 30, 2014
De Telegraaf í Hollandi birti frétt nú í morgunsárið um að Ajax og Manchester United hafi náð samkomulagi um kaup á Daley Blind. Kaupverðið sé 18 milljónir evra eða rúmlega 14 milljónir punda og einhverjar milljónir evra í hugsanlega bónusa.
Van Gaal hefur því virkjað varaáætlunina sem orðrómur hefur verið um í allt sumar, Blind hefur undanfarið ár verið besti miðjumaðurinn í Hollandi þó hann sé vinstri bakvörður að upplagi og getur einnig leyst miðvarðarstöðuna. Miðað við meiðslavesen United fyrr og nú má hann búast við að eiga fast sæti í liðinu ef hann sjálfur helst meiðslalaus. Eina spurningin er hvar. Einnig má líta á það sem svo að hann hafi 4 mánuði til að sanna fyrir Van Gaal að hinn síðarnefndi þurfi ekki að renna augum til Kevin Strootman í janúar.
Við sem erum eldri en þrítug þurfum hins vegar fyrst um sinn að kyrja möntruna reglulega:
Daley. Ekki Danny.
Daley. Ekki Danny.
Daley. Ekki Danny.