Í gær skrifuðum við pistil um hvað Louis van Gaal þyrfti að safna mörgum stigum umfram gengi David Moyes og liðsins í fyrra. Niðurstaðan var 11-18 stig ef markmiðið er að komast aftur í Meistaradeldina. Til þess að það sé mögulegt þarf að bæta stigasöfnunina gegn hinum stóru liðunum en liðið náði aðeins í 6 stig af 36 mögulegum gegn liðunum sem enduðu fyrir ofan okkur á síðasta leiktímabili. 6 stig! Það er þó ekki síður mikilvægara að taka sex stig í leikjunum tveimur gegn liðum sem félag eins og United á alltaf að vinna. Það mistókst alltof oft í fyrra og við náðum bara í fullt hús stiga gegn 5 liðum. Sunderland var eitt af þeim liðum sem sigraði United á síðasta tímabili og eitt af mikilvægustu verkefnum Louis van Gaal verður að stoppa í þau göt. Við verðum að fá sex stig gegn liðum eins og Sunderland og við getum farið hálfa leið að því marki á sunnudaginn.
Stigapælingar
Nú eru ekki nema rétt tæplega tvær vikur í að félagskiptaglugginn lokar. Woodward og Glazerarnir hafa rétt tæplega tvær vikur til þess að vinna vinnuna sína svo að Louis van Gaal geti unnið vinnuna sína. Hvað er vinnan hans? Að ná titlinum til baka en fyrsta skrefið í átt að því er að koma liðinu í Meistaradeildina á nýjan leik. Það er verkefni tímabilsins.
Hvað þurfa Louis van Gaal og leikmenn liðsins að gera til þess að ná því? Fjórða sætið er lágmark. Það er alveg sama hvað David Moyes reynir að verja sig, hann klikkaði á öllum markmiðum tímabilsins og skilaði í hús lélegustu titilvörn síðustu ára. 7. sæti. 64 stig.
Það var ekki nógu gott, það er ekki nógu gott. Við vitum öll að Louis van Gaal mun bæta þann „árangur“. Spurningin er hinsvegar, hversu mikið mun hann bæta stigasöfnunina og er eitthvað svigrúm til þess?
Byrjum á því að skoða stigafjölda liða í 4. sæti frá því að það sæti fór að gefa keppnisrétt í Meistaradeildinni
Marcos Rojo til Manchester United og Nani til Sporting
Í gær tilkynnti Sporting að argentínski landsliðsmaðurinn Marcos Rojo sé að ganga til liðs við Manchester United. Skömmu seinna barst staðfesting þess efnis frá Manchester United.
Djöfullegt lesefni: 2014:01
Þá er nýtt tímabil hafið og ákvað ritstjórnin að endurvekja „djöflalestursgreinarnar“ eftir fjöldamargar beiðnir frá lesendum síðunnar (Skál til ykkar!). Eins og áður verða þetta vikulegar greinar sem sýna ykkur það helsta sem ritstjórn síðunnar las síðastliðna viku. Nóg um það. Hér kemur lesefni vikunnar:
Manchester United 1:2 Swansea City
Nýtt tímabil, sama ruglið.
Liðið var eins og flestir spáðu, utan að Jesse Lingard fékk sénsinn í staðinn fyrir Reece James. Lingard fór á hægri kantinn og Ashley Young á þann vinstri:
Swansea leit svona út