Tökum smá skurk í fréttum og slúðri varðandi United.
Í gær staðfesti Arsene Wenger að United væri eitt af þeim liðum sem hefði boðið í Thomas Vermaelen, í gærkvöldi komu svo fregnir af því að Barcelona hefði tryggt sér kaupin á honum vegna þess að Wenger vildi ekki selja til liðs í sömu deild. Gott fyrir Arsenal að Wenger virðist vera búinn að læra sína lexíu. Í dag kom þó staðfesting á því að Arsenal hefði viljað fá leikmann í skiptum frá United fyrir Vermaelen. Engin staðfest nöfn en menn telja að Wenger hafi annaðhvort viljað fá Smalling eða Jones. Auðvitað gat United ekki samþykkt það enda allur tilgangurinn með kaupunum á Vermaelen að auka breiddina í vörn United.
#mufc end interest on Vermaelen. Arsenal wanted swap deal. United didn’t.
— Stuart Mathieson (@StuMathiesonMEN) August 8, 2014
United þarf því að leita annarstaðar ef þeir ætla sér að styrkja vörnina. Hummels?
Vidal-sagan er farin að líkjast Fabregas- og Thiago-sögunum frá því í fyrra óþægilega mikið. Í vikunni bárust fregnir að því frá ítalska blaðinu La Stamp…nei andskotinn ég nenni þessu ekki.
If there’s one thing this transfer window has taught us, it’s the name of every single newspaper in Italy, the Netherlands and Chile. — Nooruddean (@BeardedGenius) August 8, 2014
Que sera, sera. Ef Vidal kemur þá kemur hann. Þetta mál er búið að fara svo fram og til baka í allt sumar að ég nenni varla að pæla í því lengur.
Annað slúður segir að United hafi sigrað Barcelona í keppninni um Cuadrado. Dani Alves er ekki á förum frá félaginu og því hafi félagið ekki efni á því að eltast við Cuadrado. Cuadrado er leikmaður sem myndi smellpassa inn í bæði leikkerfi Louis van Gaal og hann er svo fáranlega fjölhæfur að í samanburði lítur John O’ Shea út eins og Antonio Valencia að reyna að komast framhjá varnarmanni.
Svona leit síðasta tímabil út hjá honum hjá Fiorentina, það skiptir engu máli hvar hann spilar. Hann stendur sig vel. Á þessu tímabili myndi hann smellpassa í hægri kantvarðarstöðuna og þegar Louis van Gaal fer að færa sig yfir í sitt hefðbundna 4-3-3 er hægt að nota Cuadrado báðum megin í kantframherjastöðunum. Fergie, Fergie, sign him up!
Þetta er svona það helsta hvað varðar leikmannafréttir. Það er lítið að frétta af brottförum og þetta fer væntanlega að skýrast fljótlega. Louis van Gaal sagðist ætla að setjast niður með þeim leikmönnum sem hann vildi losna við. Leikmennirnir fengu stutt frí eftir leikinn gegn Liverpool og mæta til æfinga aftur í dag. Þeir sem verða sendir í burtu fá því væntanlega fljótlega kallið inn á skrifstofuna til Louis van Gaal.
United spilar svo sinn síðasta vináttuleik á þriðjudaginn gegn Valencia á Old Trafford.
Í öðrum fréttum er tvennt:
Í fyrsta lagi. U-21 liðið spilaði við Elite Development Squad Manchester City um hinn eftirsótta Manchester Senior Cup í gærkvöldi. Það er skemmst frá því að segja að James Wilson pakkaði saman þessum Elite City mönnum og skoraði öll mörkin í 4-1 sigri United. United lenti 1-0 undir og var í þónokkrum vandræðum mest allan fyrri hálfleik þangað til Wilson ákvað að klára leikinn upp á eigin spýtur. Hann sólaði 3-4 varnarmenn City og jafnaði leikinn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Hann kláraði svo leikinn algjörlega í seinni hálfleik.
Mörkin má skoða hér: 1 – 2 – 3 – 4.
Congratulations to Warren Joyce's Reserves side for retaining the Manchester Senior Cup with a 4-1 win over City. pic.twitter.com/G92KYzhjGm
— Manchester United (@ManUtd) August 7, 2014
James Wilson er fáranlegt efni eins og við sáum í leiknum gegn Hull undir lok síðasta tímabils. Hann er með frekar sæmilega tölfræði:
quite a stat. #EnglandU19 striker James Wilson has 28 goals in his last 31 appearances (at all levels) for #MUFC.
— aidan (@englandyouth) August 7, 2014
Þeir sem fylgjast reglulega með yngri liðum United spara líka ekki stóru orðin þegar kemur að James Wilson:
I have been watching the youth team regularly for 25 years and saw many before that but Ive never seen a talent like this fella
— man united (@manutdreserves) August 7, 2014
Ive been writing about him for over 2 years and stressing how he is the best goalscorer, at his age, Ive seen at United
— man united (@manutdreserves) August 7, 2014
Engin pressa?
Louis van Gaal á svo afmæli í dag, hann er 63 ára í dag og óskar ritstjórn Rauðu djöflanna honum innilega til hamingju með afmælið. Megi þetta aldursár hans vera honum einstaklega gæfuríkt.
Opnum þessa umræðu og veltum fram einni spurningu: Raunhæft séð, hverjar eru væntingarnar fyrir tímabilið?
Orðið er frjálst.