Smám saman er gamli tíminn að líða undir lok og sá nýi að ganga í garð. Eftir að Rio og Vidic hurfu á brott var Patrice Evra sá eini sem var eftir af gamla varnarmúrnum. Það hefur hinsvegar verið ljóst í nokkurn tíma að Patrice Evra væri á leið frá félaginu. Frúin vildi í burt frá Manchester, Evra sá fram á að vera varaskeifa og langaði að auki að enda ferilinn þar sem hann hófst, á Ítalíu. Við hefðum viljað sjá hann miðla Luke Shaw af reynslu sinni, ekki síst fyrst Rio og Nemanja eru báðir á braut.
https://twitter.com/rioferdy5/status/491235431145828352
Líkt og Nemanja Vidic kom Evra til félagsins í janúar 2006. Gabriel Heinze sem í skamman tíma hafði verið einn uppáhaldsleikmaður stuðningsmanna hafði fallið í ónáð og eitthvað þurfti að gera í vinstri bakvarðarstöðunni. Fyrsti leikur Evra (en þó ekki Vidic eins og missagt var í grein hér á Rauðu djöflunum fyrr í sumar) var gegn Manchester City og tapaðist 1-3. Evra átti slakan leik og þegar Vidic kom í liðið tveim vikum síðan batnaði þetta ekkert og það má alveg vitna aftur í Vidic:
For us, the league was much quicker, the players were much stronger and in the first few weeks I found that really hard. I remember Patrice saying ‘can we succeed here? Maybe it is better for us to go back to the places we were at before. But afterwards, we start training harder and we got used to it.
Það tók þá félagana alveg þetta hálfa tímabil til að ná sér og hefðu líklega fáir búist við sumarið 2006 að við værum að kveðja þá með söknuði 8 árum síðar. Evra átti í mestu vandræðum með að koma Mikaël Silvestre úr liðinu og Gabriel Heinze var líka að berjast um stöðuna. Evra tókst ekki að gera stöðuna sína fyrr en langt var liðið á 2006-7 tímabillið. Heinze játaði sig sigraðan og var seldur til Real Madrid. Næstu ár Evra voru sigurganga. Með Rio og Vidic í miðvarðarstöðunum, Gary Neville hokinn af reynslu hægra megin og Van der Sar í markinu varð United Evrópumeistari og margfaldur deildarmeistari.
Það var því ekki að ósekju að eftir nokkur ár hjá klúbbnum var Evra orðinn af einn af þeim sem nefndir eru fyrstir þegar kemur að því að velja vinstri bakvörð í ‘Besta United-lið allra tíma’. Það verður þó að segjast að það var alltaf að hluta til byggt á því að hann var baneitraður fram á við, en átti það af og til að hverfa þegar kom að varnarvinnunni. Það er ekki hægt að álasa honum það að ráði þegar vörnin var jafn sterk og hún var og Vidic og Ferdinand gátu sópað upp eftir hann ýmist með fullkomnum staðsetningum eða leifturhraða. Síðustu tvö árin hefur þó vörnin elst og þá hafa þessir sóknartilburðir komið oftar niður á liðinu.
Það er þó ekki einn einasta United stuðningsmann að finna sem hefði ekki fremur kosið að hafa Evra eitt tímabil í viðbót, sem aðhald og kennara fyrir Shaw og sem varaskeifu ef unglingurinn tekur of mikinn tíma í að finna sig í vetur. Eitt af því sem gerði Evra að algerri hetju okkar stuðningsmanna er að hann tók félagið í hjarta sitt og varð sannur United maður. Í kveðjugrein um Evra á manutd.com er vitnað í hann frá 2010
I got a load of DVDs. About the Munich disaster and the Busby Babes, about Bobby Charlton, George Best and Denis Law, about [Eric] Cantona. The whole story of the club. You meet these people around the club and I wanted to know who they were, what they had done for the club. Out of respect. Because when you shake the hand of Sir Bobby Charlton you can feel the legend.
All the young players here need to understand the history of the club. After I watched those DVDs I realised I needed to respect the shirt. I needed to respect the story. Every time I play that is in my head: what a privilege it is to play for Manchester United. When you pull on the shirt you are pulling on history, and I say thanks to God that I play for this club.
Barátta Evra fyrir liðið og ástríða hefur margoft sýnt sig á vellinum og það var hann sem gaf okkur bestu 20 sekúndurnar á síðasta tímabili.
En það er hluti af fótboltanum að kveðja leikmenn eins og nýjum er fagnað og Patrice Evra fer með öllum okkar heillaóskum til gömlu frúarinnar í Torino. Kaupverðið er 1,2 milljónir punda og bætast þrjú hundruð þúsund ofan á ef Juve kemst í meistaradeildina næsta ár. Samningur Evra er til tveggja ára og því ekki útséð með að við fáum ekki að klappa fyrir honum í Meistaradeildarleik að ári liðnu.