Munið þið eftir Ander Herrera? Ég var næstum búinn að gleyma honum, enda gerði hann lítið hjá Athletic Bilbao í vetur til að minna á sig. Hann var þó fastamaður í liðinu.. En núna fullyrðir spænska blaðið Marca að hann sé búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við United. Þetta verði tilkynnt opinberlega í dag. United á að hafa greitt upp klásúluna góðu upp á 36m. Upphaflega á þetta sér rætur í frétt Cadena Ser útvarpsstöðvarinnar.
Daily Mirror segir að við séum svo búnir að hækka boðið í Luke Shaw í 34m punda. Shaw er á leiðinni heim frá HM næstu nótt og getur því einbeitt sér að því að ganga frá framtíð sinni. Það gæti því stefnt í viðburðaríka viku, en þegar Edward Woodward er viðloðandi málið er rétt að gera ekki ráð fyrir neinu sem gefnu fyrr en leikmaðurinn er kominn inn á völl í United treyju.