Það er rétt að minna á stórgóða yfirferð okkar um Louis van Gaal og hverju við megum vænta af honum á næstu tímabilum. Ráðning van Gaal er þó ekki eina stórfrétt dagsins því að Ryan Giggs var að leggja skónna sína á hilluna til þess að verða aðstoðarmaður van Gaal. Við munum gera ferli hans betri skil síðar meir en þangað til er ekki úr vegi að kíkja á hvað tístheimur hefur haft að segja um tíðindi dagsins:
Louis van Gaal er nýr framkvæmdastjóri Manchester United *staðfest*
Louis van Gaal hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Manchester United. Samningur Van Gaal er til þriggja ára. Eftir fund Van Gaal og Ryan Giggs í Hollandi virtist ljóst að Ryan Giggs en ekki Patrick Kluivert yrði aðstoðarmaður Van Gaal og það er nú staðfest.
Þeim til aðstoðar verða Frans Hoek og Marcel Bout. Hoek er markmannsþjálfari Hollendinga nú og hefur áður séð um þjálfun markmanna á borð við Edwin van der Sar og Victor Valdez. Marcel Bout verður aðstoðarþjálfari með áherslu á kortlagningu andstæðinganna og var m.a. með Van Gaal hjá Bayern og hélt þar áfram þó Van Gaal hætti og var fram á síðasta ár.
Um ráðninguna hefur Van Gaal þetta að segja
It was always a wish for me to work in the Premier League. To work as a manager for Manchester United, the biggest club in the world, makes me very proud. I have managed in games at Old Trafford before and know what an incredible arena Old Trafford is and how passionate and knowledgeable the fans are. This club has big ambitions; I too have big ambitions. Together I’m sure we will make history.
Sagt var að Manchester United hefði haft samband tveim vikum áður en Moyes var rekinn en Van Gaal vildi ekki við þá tala fyrr gengið hefði verið frá þeim málum. Fljótlega eftir að Moyes var rekinn komu fyrstu fréttir um að samkomulag hefði náðst og síðustu þjár vikur hafa farið í endalaust slúður. en ekkert hefur verið staðfest fyrr en nú. Getum er leitt að í upphafi hafi United haft samband við aðra, sagt var að Ancelotti hafi verið boðinn samningur, og hugsanlega Guardiola, en fyrst þeir vildu ekki starfið er Van Gaal sá sem stendur uppi með pálmann í höndunum. Eða þannig.
Van Gaal mun taka við Manchester United eftir að Hollendingar falla úr keppni á HM (nú, eða vinna styttuna). Þó er þess vænst að hann sé búinn að fá United innkaupalista til að fara eftir enda hefur leikmannaslúður verið á fullu þessar vikur. Meðal þess sem slúðrað hefur verið er að Van Gaal ku líta helst til Þýskalands með þessi kaup, svo sem þá Kroos og Mats Hummels en fyrst mun United koma með betra boð í Luke Shaw eftir að 27 milljón punda boðinu var hafnað. Nú á að reyna 30 milljónir. Svo hafa hollensk nöfn verið að dúkka upp. Kevin Strootman er meiddur fram á síðsumar eftir frábært tímabil með AS Roma. Strootman fór til Roma fyrir 17m evra eftir að United hafði fylgst með honum í áraraðir. Moyes vildi hann ekki þá en nú er talað um allt að 40m evra boð. Dýr töf það ef af verður. Bruno Martins Indi er 22 ára miðvörður í hollenska landsliðinu og Van Gaal ku vilja hann lílka.
En nóg um það og meira um Van Gaal.
Aloysius Paulus Maria van Gaal er 62 ára Hollendingur. Ferill hans sem leikmaður var ekki merkilegur, lengst var hann hjá Sparta Rotterdam. Eftir að hafa lokið ferlinum hjá AZ Alkmaar gerðist hann aðstoðarstjóri þar og síðar hjá Leo Beenhakker hjá Ajax. Hann tók við framkvæmdastjórastöðunni af Beenhakker árið 1991 og stýrði félaginu gegnum seinni gullaldarár þess. Undir hans stjórn varð Ajax þrisvar meistari, vann UEFA bikarinn, komust í úrslit í Meistaradeildinni árin 1995 og 1996. Fyrra árið vann Ajax Milan í úrslitum 1-0 með marki Patrick Kluivert sem einmitt verður ekki aðstoðarstjóri Van Gaal hjá United þrátt að líkur væru á því í upphafi. Þetta Ajax lið var eitt skemmtilegasta lið tíunda áratugarins og að langmestu leyti byggt á hollenskum leikmönnum, flestum uppöldum. Eftir sigurinn í Meistaradeildinni hirti Ajax síðan bæði Ofurbikar Evrópu og heimsbikar félagsliða. Árið eftir töpuðu þeir svo úrslitaleiknum í vítaspyrnukeppni gegn Juventus.
Eftir þetta sigurtímabil þar sem hann var að láta allar þessar tilvonandi stórstjörnur spila dúndurskemmtilegan fótbolta tók hann við Barcelona árið 1997. Tveir titlar komu í hús en honum fannst erfitt að koma sínu leikskipulagi fram gegn ‘Barcelona stílnum’, samband hans við blaðamenn var stirt og eftir að hafa tapað titlinum til Deportivo vorið 2000 sagði hann upp störfum og tók við hollenska landsliðinu. Meðal þeirra sem stigu sín fyrstu skref í Barcelona liðinu undir stjórn Van Gaal var 18 ára gutti að nafni Xavier Hernandez, betur þekktur einfaldlega sem Xavi.
Ekki gekk þessi stefnubreyting Van Gaal sem skyldi, hollenska landsliðinu mistókst að komast á HM í fyrsta sinn í 16 ár og Van Gaal hætti. Vorið 2002 var uppi orðrómur að hann myndi taka við United þegar Sir Alex hætti þá um vorið eins og áætlað var. Sir Alex hætti auðvitað ekki og af þessu varð ekki. Í stað þess fór Van Gaal aftur til Barcelona haustið 2002. Sú vera var enn endasleppari en sú fyrri. Liðið sýndi afspyrnuslakan árangur og stjórnin gafst upp og rak Van Gaal í janúar 2003 þegar liðið var þrem stigum frá fallsæti. Van Gaal tókst þó að sýna traust sitt á efnilega unga menn. Í þetta sinn hét 18 ára unglingurinn sem Van Gaal gaf tækifærið Andrés Iniesta.
Þá var komið að smá endurnýjun, næsta stopp AZ Alkmaar og fjögur ára vera hans þar endaði á að skila deildartitli þar 2009. Þetta var nóg til að næsta stórlið bankaði uppá, München var næsta stopp. Fyrra ár hans með Bayern var gott, hann notaði unga leikmenn, skilaði meistaratitli og tapaði Meistaradeildarúrslitum fyrir Inter. En næsti vetur gekk ver, og endaði á að honum var sagt upp störfum.
Þá var bara að taka við Hollandi aftur, og í þetta sinn hefur það gengið betur, Holland vann alla leiki utan einn í undankeppni HM og Van Gaal verður með þá á HM í sumar.
Tottenham hefur verið að bera víurnar í Van Gaal í vetur og í þeirra herbúðum finnst mönnum sem Van Gaal hafi aldrei gefið svar af því hann hafi verið að bíða eftir akkúrat þessu: Að Moyes yrði rekinn og Van Gaal fengi tækifærið sem gekk honum úr greipum 2002. Slúðrið segir að auki að Robin van Persie hafi sagt Van Gaal að bíða með að taka við Spurs, það gæti dregið til tíðinda. Van Gaal þykir enda líklegur til að verðlauna Van Persie með fyrirliðabandinu.
Ef horft er á feril Van Gaal standa nokkrir hlutir upp úr. Hann kann að vinna titla, óhræddur við að nota unga leikmenn og hefur haldið tryggð við sitt leikskipulag, sem byggir á sóknarbolta og miklu spili. Allt þetta er eitthvað sem við viljum að stjóri Manchester United hafi. Van Gaal er að auki þekktur fyrir að lenda upp á kant við a.m.k. eina stórstjörnu í hverju liðið (Rivaldo, Luca Toni) og persónlega mætti hann alveg rífast svolítið í Rooney. Enda virðist nú ólíklegt að Rooney verði fyrirliði, enda leggur Van Gaal mikið uppúr því að fyrirliði hafi persónuleika sem honum líkar við. Óhollendingslegri leikmann en Rooney er erfitt að ímynda sér og það er fyrir Hollendingur sem Van Gaal þekkir vel.
Á hinn bóginn er ljóst að ferill hans er fjarri því laus við galla og jafnvel þó hann væri yngri en 62ja ára sæi ég ekki fyrir mér að hann yrði langtímastjóri með haug af titlum. Van Gaal er þekktur fyrir að nýta 4-3-3 með senter og tveim köntum og leggur áherslu á tíuna, annað hvort sem annan senter eða þriðja miðjumann og svo tvo á miðjunni. Mata og Rooney ættu að berjast um tíuna, en eitt er víst: Fyrirliðinn Robin van Persie mun ekki þurfa að kvarta.
Frekari lesningu má að sjálfsögðu finna víða á víðlendum Alnetsins:
Hér er nýleg greining á því hvernig hann gæti látið United spila, FourFourTwo skrifaði um Van Gaal síðasta haust, tók saman feril hans og hvernig hann vill að knattspyrna sé spiluð og síðan er hægt að lesa langt og ansi áhugavert viðtal við hann sjálfan frá AZ árunum þar sem einnig er kafað er í taktík.
Árið 1997 kom út bók þar sem Van Gaal og fleiri þjálfarar frá Ajax fóru yfir þjálfunaraðferðir. Daily Telegraph birtir útdrátt úr bókinni.
Hlustum að lokum á viðtal við Van Gaal frá í vetur þar sem hann fer yfir það hvers vegna hann sé einn af þeim bestu
Það verður sannarlega spennandi að fylgjast með Van Gaal takast á við stjórastöðuna hjá ‘stærsta klúbbi í heimi’ eins og hann kallaði United í síðustu viku. Eitt ætti að vera nokkuð öruggt: United ætti ekki að spila leiðinlega knattspyrnu og við vonum hann hafi jafnmikinn áhuga á ungum leikmönnum og þetta myndskeið bendir til.
Rio og Vidic
Það er ansi margt að gerast á Old Trafford þessa dagana. Á næstu dögum verður nýr stjóri kynntur til leiks og stjórnin virðist vera á fullu í að vinna að leikmannamálum og þjálfaramálum. Samningaviðræður eru í gangi um kaup á Luke Shaw frá Southampton, auk þess sem að svo virðist sem Phil Neville og Chris Woods séu á förum frá félaginu. Einnig eru sögusagnir um að Rene Meulensteen verði í þjálfarateymi Louis van Gaal, það yrði frábær viðbót enda Rene einn af arkítektunum á bakvið spilamennsku United þegar hún var upp á sitt besta frá ca. 2006-2010.
Þetta eru hinsvegar allt sögusagnir og óstaðfest, í bili í það minnsta. Það sem er hinsvegar á kristaltæru er það að Rio Ferdinand og Nemanja Vidic eru á förum frá félaginu. Vidic er á leiðinni til Inter Milan og óvíst er hvort að Rio leggi skóna á hilluna eða hvort hann haldi áfram að spila. Þessir tveir leikmenn hafa verið miklir máttarstólpar í vörn United frá því að þeir gengu til liðs við félagið og m.a. vegna hversu traustir varnarmenn þeir voru gátu leikmenn eins og Ronaldo, Rooney, Tevez, Berbatov, Nani og fleiri leikið lausum hala fram á við. Það er því ekki úr vegi að renna aðeins yfir feril þeirra hjá United.
Rio Ferdinand
Rio Ferdinand braust fram á sjónarsviðið hjá West Ham United, einn af mörgum enskum gæðaleikmönnum sem komið hafa þaðan. Þaðan fór hann til Leeds árið 2000 og var mikilvægur hluti af Leeds-liðinu sem var mjög sterkt á þeim tíma, gerði harða atlögu að enska titlinum og komst m.a. í undanúrslit UEFA-bikarsins og Meistaradeildarinnar tímabilin 1999/2000 og 2000/2001. Það var hinsvegar dýrt spaug fyrir liðið enda er það enn þann dag í dag að greiða reikninginn fyrir þetta tímabil í sögu félagsins. Eftir að liðinu mistókst að komast í Meistaradeildina þurfti að selja leikmenn og Sir Alex Ferguson var ekki lengi að grípa það tækifæri. Eftir HM í S-Kóreu og Japan þar sem Ferdinand hafði verið einn af betri leikmönnum Englands. Manchester United keypti Rio á 30 milljónir punda og varð hann þar með dýrasti leikmaður í sögu United og dýrasti varnarmaður í heiminum.
Ferdinand varð mikilvægur leikmaður fyrir Manchester United en fyrst um sinn átti hann í nokkrum erfiðleikum, hann var mikið meiddur á fyrsta tímabilinu og í upphafi tímabilsins 2002/2003 missti hann af lyfjaprófi og var dæmdur í 8-mánaða bann, þrátt fyrir að hafa boðist til þess að taka lyfjaprófið sama dag og hann átti að fara í það. Nokkuð harður dómur, sérstaklega í ljósi þess að mánuði áður hafði leikmaður Manchester City misst af lyfjaprófi en fengið aðeins 2000 punda sekt fyrir vikið. Knattspyrnusamband Englands hefur þó aldrei verið þekkt fyrir mikið samræmi og hefur líklega ákveðið að gera þyrfti jafn þekktan leikmann og Rio Ferdinand að fordæmi í þessum málum. Þetta gerði það að verkum að Rio missti af öllu leiktímabilinu og sneri ekki aftur á fótboltavöllinn fyrr en ári seinna.
Á þessum tíma var lið Manchester United í töluverðri lægð. Jose Mourinho umturnaði enska boltanum þegar hann tók við Chelsea og framtíðin virtist ekkert sérstaklega björt fyrir Rio og félaga. Roy Keane var til dæmis ekkert sérstaklega hrifinn af Rio Ferdinand. Í frægu viðtali við MUTV árið 2005 hraunaði hann allhressilega yfir nokkra leikmenn United í kjölfar 4-1 taps gegn Middlesboro. Viðtalið var aldrei sýnt en fljótt spurðist út um hverja hann hefði hann hefði verið að tala. Rio Ferdiand fékk víst hörðustu gagnrýnina og á Roy Keane að hafa sagt þetta um hann:
Just because you are paid £120,000-a-week and play well for 20 minutes against Tottenham, you think you are a superstar.
Ansi hörð orð sögð á þeim tímapunkti sem verður ekki lýst á annan hátt en að hafa verið lægsti punktur í sögu stjóratíðar Sir Alex Ferguson. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst segir einhverstaðar og skömmu eftir að Roy Keane hélt til Celtic keypti Sir Alex ákveðin ungan serbneskan miðvörð. Fram að því hafði Rio Ferdinand tæpast haft við hliðin á sér miðvörð í háum gæðaflokki. Mikael Silvestre, Laurent Blanc, Wes Brown og John O’Shea höfðu allir skipt stöðunni með sér en enginn þeirra náði að eigna sér stöðuna við hliðina á Rio á afgerandi hátt. Blanc var of gamall, O’Shea of fjölhæfur, Brown of brothættur og Silvestre ekki nógu góður. Það var ekki fyrr en Nemanja Vidic steig fram á sjónarsviðið að eitt besta miðvarðapar allra tíma varð til.
Nemanja Vidic
Sir Alex kom flestum að óvörum þegar tilkynnt var um kaupin á serbneskum miðverði frá Spartak Moskvu sem enginn hafði heyrt um. Vidic kom til liðsins í janúarglugganum 2006 fyrir 7 milljónir punda og fæstir bjuggust við miklu af honum til þess að byrja með. Hann kom á sama tíma og Patrice Evra til félagsins og fyrsti alvöru leikurinn þeirra var Manchester-slagurinn. Þeir áttu báðir skelfilegan leik og liðið tapaði 4-1. Fátt benti til þess að Nemanja Vidic myndi verða lykilmaður Manchester United um ókomna tíð. Rio sjálfur hafði efasemdir um Vidic í fyrstu eins og hann lét í ljós á Facebook eftir að Vidic var kvaddur:
It took time for us to grow into a dominant force after a start where even I questioned if he was right guy to come in after his first few training sessions!
Bæði Vidic og Patrice Evra hafa sagt hvað fyrstu mánuðirnir hafi verið erfiðir fyrir þá. Vidic sagði þetta í nýlegu viðtali um erfiða byrjun þeirra félaga:
For us, the league was much quicker, the players were much stronger and in the first few weeks I found that really hard. I remember Patrice saying ‘can we succeed here? Maybe it is better for us to go back to the places we were at before. But afterwards, we start training harder and we got used to it.
Fyrsta tímabilið þeirra gekk brösulega saman en sem betur fer hafði Sir Alex trú á Vidic og tímabilið á næsta tímabili spiluðu þeir félagar lykilhlutverk í að endurheimta úrvalsdeildartitilinn eftir þriggja ára fjarveru hans frá heimahögunum. En á næsta tímabili voru Rio Ferdinand og Nemanja Vidic ekki lengi að smella saman. Það hjálpaði auðvitað mikið til að Sir Alex hafði loksins fundið arftaka Peter Schmeichel í markinu eftir mikið rót í þeirri stöðu þar sem Barthez og Howard voru einfaldlega ekki nógu góðir markmenn. Edwin van der Saar kom frá Fulham og Patrice Evra, líkt og Vidic, var búinn að hrista af sér slenið. Þessir fjórir ásamt Gary Neville og Wes Brown í hægri bakverðinum mynduðu afar stöðuga vörn þar sem miðverðirnir Vidic og Rio spiluðu stærsta hlutverkið.
Á tímabilunum 2007 til 2010 fékk liðið á sig minna en 30 mörk í deildinni og tímabilið 2008-2009 fékk liðið ekki á sig mark í 14 leikjum í röð. Á því tímabili þar sem Rio og Vidic voru upp á sitt besta spilaði liðið besta varnarleikinn í deildinni og áttu þeir stóran þátt í velgengni liðsins á þessum tíma. Liðið vann Englandsmeistaratitilinn 2007,2008, 2009 og 2011, Meistaradeildina árið 2008 auk þess sem að komast í úrslit 2009 og 2011. Liðið vann deildarbikarinn 2006, 2009 og 2010 auk þess sem að liðið hampaði Heimsmeistaratitli félagsliða árið 2008. Allt þetta var byggt á öftustu varnarlínunni þar sem þessir félagar réðu ríkjum. Edwin van der Saar hafði þetta um þá félaga og varnarlínuna að segja:
I played with a lot of great defenders in my career, but I would say that the triangle with Rio and Vida was the best I had. I was much older and had the experience. With that, and the abilities of Rio and Nemanja, we were able to anticipate and help each other, and the relationship between the three of us worked very well.
Að mörgu leyti voru Rio og Vidic hið fullkomna miðvarðapar. Þeir bættu hvorn annan fullkomlega upp, Vidic var svokallaður no-nonsense varnarmaður. Gríðarlega öflugur í skallaeinvígum og tæklingum og las leikinn frábærlega, hann sá um skítverkin og bjarganirnar ef eitthvað slapp í gegn. Á móti kom að Rio var afslappaður og rólegur, alltaf á réttum stað til þess að stoppa hlutina ofar á vellinum. Ég efast um að við munum sjá betra miðvarðapar saman hjá Manchester United á nýjan leik. Sir Alex Ferguson sagði þetta um Rio og Vidic eftir tímabili 2007/2008 þar sem liðið vann deildina og Meistaradeildina og fékk aðeins á sig 22 mörk í deildinni:
I’ve always said the foundation for any championship-winning side is the defence. They’ve formed a great understanding. The secret is in their character, determination and attitude.
En því miður líður tíminn áfram og hann er algjörlega miskunarlaus. Eftir því sem þessir félagar urðu eldri misstu þeir eitt af því mikilvægasta sem varnarmaður í ensku úrvalsdeildinni getur haft, hraðann. Vidic varð fyrir slæmum meiðslum og Ferdinand, verandi eldri en Vidic, varð alltaf hægari og hægari.
And deeper and deeper. In fact, this is exactly what Rio Ferdinand has been doing in the past couple of years, and now Vidic has started doing it too. Those two were once the best defensive partnership in Europe – now, they only look comfortable when they can defend in the sanctity of the penalty box.
Þetta sagði Michael Cox um þá félaga árið 2011. Maður sá þá alltaf detta neðar og neðar á völlinn og það dró allt liðið neðar á völlinn. Þessi þróun hefur bara haldið áfram og ef til vill hefðum við átt að vera búin að kveðja þá félaga. Manchester United er miskunarlaus klúbbur þar sem ekkert gildir nema árangur, ef þú ert ekki nógu góður er þér fórnað fyrir næsta leikmann sem er nógu góður.
Núna eru þeir hinsvegar farnir og nú er loksins pláss fyrir Chris Smalling, Jonny Evans og Phil Jones að eigna sér þessar stöður í staðinn fyrir að vera sífellt í skugganum á Rio Ferdinand og Vidic. Þökk sé þeim vita þó þessir ungu arftakar þeirra væntanlega nákvæmlega hvað þarf að gera til þess að ná árangri.
Við sem höldum United tölum í sífellu um liðið sem vann Meistaradeildina árið 2008, hversu frábærlega sóknarsinnað það var, hversu frábæra knattspyrnu það spilaði, hversu góðir Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Carlos Tevéz voru en ekkert af þessu hefði getað gerst nema fyrir þá staðreynd að fyrir liðið spilu bestu miðverðir í heiminum þess tíma. Varnarleikur þeirra gerði þessum leikmönnum kleyft að leika listir sínar fram á við. Fyrir það og allt það sem þeir gerðu fyrir United stöndum við í mikilli þakkarskuld við þá.
Ritstjórn Rauðu djöflanna óskar þeim velgengni hjá nýjum liðum og í hverju sem þeim munu taka sér fyrir hendur. Þeir munu alltaf fá hlýjar viðtökur á Old Trafford.
Uppgjörið – Tímabilið 2013/14
Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir, uppgjör Rauðu Djöflanna fyrir tímabilið 2013/2014.
Hver er ykkar skoðun á frammistöðu United á þessu tímabili?
Tryggvi
Frammistaða félagsins á þessu tímabili var afleit frá A-Ö. Allt frá sumrinu 2013 til vorsins 2014. Það var ljóst að þegar snilli Sir Alex Ferguson nyti ekki lengur við þyrfti að fjárfesta verulega í nýjum leikmönnum. Það gerðist ekkert nema það að Moyes og Woodward keyptu Fellaini á örvæntingarfullan hátt korter fyrir lokun á sjoppunni. Sumrið setti bara tóninn fyrir tímabilið sjálft sem gekk ekki vel, vægast sagt Liðið endar í 7. sæti með lélegustu titilvörn í sögu deildarinnar frá því að Blackburn gerði það sama árið 1996. Það er ekki boðlegt og það er afar fáir sem geta stigið frá þessu tímabili og verið ánægðir með sjálfan sig. Það er ekki bara hægt að enda fingrum á Moyes, leikmennirnir verða að taka sinn skerf af sökinni. Eftir allt saman er þetta sama lið og rúllaði upp deildinni tímabilið áður. Þeir tóku Moyes aldrei í sátt og ef þeir hefðu kannski lagt sig aðeins meira fram um að hjálpa Moyes væri liðið ekki í þessari stöðu. Á móti kemur að kannski var það bara jákvætt. Við erum laus við Moyes, sem var líklega aldrei að fara gera neitt með þetta félag.
Magnús
Nýr stjóri kemur inn og hreinsar út þjálfaraliðið sem var með því besta á Englandi og setur inn sitt lið svo tekur nýr og óreyndur Chief-Executive við af hinum þaulreynda David Gill. Svo eru öll met liðsins í að tapa fyrir hinum og þessum liðum slegin og nálgunin á alltof marga leiki neikvæð og talaði Moyes eins og Manchester United sem underdogs sama hvort sem það var gegn Liverpool eða Newcastle. Svo var átakanlegt að sjá hrun á formi margra leikmanna og þá sérstaklega Rio Ferdinand og Michael Carrick. Tveir leikmenn eru keyptir, Marouane Fellaini og Juan Mata. Fellaini var aldrei að fara að standa undir verðinu sem er hlægilegt miðað við takmarkað getu. Juan Mata er leikmaður sem ég hef verið frekar hrifinn af síðan hann lék með Valencia á Spáni og hann mun verða frábær fyrir okkur þegar við höfum stjóra sem kann að nota hann. Stóri gallinn við tímabilið var að stjórinn og leikmenn voru aldrei á sömu blaðsíðunni og sennilega ekki sama bókasafninu.
Bjössi
Skelfileg frammistaða. Það eru auðvitað margar ástæður fyrir því eins og við erum búnir að vera að velta okkur uppúr í vetur, en nr. 1 er að David Moyes réði ekki við starfið. Aukaástæða var að leikmenn treystu ekki David Moyes og leikskipulagi hans nógu vel til að leggja sig alla fram til að framfylgja því.
Ellioman
Tryggvi eiginlega sagði allt sem segja þarf um þetta tímabil. Alveg skelfilegt frá fyrstu mínútu þó maður hafi verið í afneitun í langan tíma. Veltið þessu fyrir ykkur: Geti þið nefnt 3 leiki á þessu tímabili þar sem ykkur fannst gaman að horfa á liðið spila? Ég get það ekki enda var ekkert sérlega skemmtilegt að sjá um leikskýrslurnar á þessu tímabili eins og sést ef þið rennið yfir þær hérna á blogginu. Ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta annað en að hlutirnir hljóta að fara batna núna. Fyrir áhugasama, þá eru hér vídeó af Gary Neville, Jamie Redknapp, Graeme Souness og Jamie Carragher að ræða um Moyes og tímabilið hjá United (takið eftir löngu pásunni hjá Neville í byrjun).
Sigurjón
Jesús minn, það er varla hægt að koma orðum að því hvað liðið var lélegt í vetur. Frá því dómarinn flautaði til leiksloka í 5-5 jafnteflinu gegn WBA í maí 2013 hefur Manchester United verið með eindæmum flatur klúbbur, allt frá stjórnarmönnum til leikmanna. Starfsmannamál og leikmannakaup voru í algjöru rugli allt sumarið, svo þegar tímabilið byrjaði sá maður að leikskipulag og spilamennska leikmanna reyndist síðan á sama leveli. Eftir slakan september fékk maður ágætis kafla í október og nóvember, en síðan eftir það var þetta bara endalaust “eitt skref áfram, tvö skref afturábak” fótbolti.
Eru þið sammála stjórn United að reka Moyes eftir einungis 10 mánuði?
Tryggvi
Já, það er ekki hægt annað en að vera sammála því. Auðvitað vill maður að stjórar fái tækifæri en það var bara svo augljóst að þetta var ekki að virka. Eftir áramót tók liðið svo mörg skref afturábak að þetta var óumflýjanlegt. Moyes náði aldrei að setja mark sitt á neitt og hann var alltof lítið númer til þess að fylla skarð Sir Alex Ferguson. Hvaða stjóri Manchester United segir að Liverpool sé sigurstranglegra liðið? Hvaða stjóri Manchester United segir að markmiðið sé að verða eins og Manchester City? Hvaða stjóri Manchester United lætur liðið eingöngu æfa varnarleik? Hann bara skildi þetta ekki og sem betur fer er hann farinn áður en að skaðinn varð meiri. Það hefði einfaldlega verið stórslys og stórhættulegt fyrir framtíð félagsins ef hann hefði fengið að kaupa leikmenn í sumar og halda áfram næsta tímabil.
Magnús
Það hefur mikið verið talað um að margt hafi verið að og David Moyes hafi bara verið hluti af því. Reynsluleysi Edward Woodward hafi einnig séð til þess að stjórinn fékk enga af þeim leikmönnum sem hann vildi (og vantaði) mest. Ég vil meina að Moyes beri mjög mikla ábyrgð og þá fyrst og fremst vegna glórulausra þjálfaraskipta og breytinga á þjáfunaraðferðum. Svo talaði hann alltaf eins og hann væri ennþá að stjórna Everton eða Preston North End. Manchester United var einfaldlega allaf of stór biti fyrir skotann. Þetta var algjörlega hárrétt ákvörðun sem líklega var búið að taka töluvert fyrr en líklega átti hann að fá sjensinn til að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu. Moyes náði aldrei til leikmanna sem botnuðu ekkert í stjóranum og fyrir mitt leyti er ég feginn að hann sé ekki maðurinn sem mun endurbyggja liðið og versla inn leikmenn fyrir 200 milljónir punda.
Bjössi
Ha?
Ellioman
Já. Ömurlegt að skrifa það, en já. Ég ætlaði svo að vera stuðningsmaður númer eitt hjá Moyes þegar hann var ráðinn en þessa síðustu mánuði var það orðið bersýnilega ljóst að hann var einfaldlega ekki að ráða við starfið. Þetta var áhætta hjá United og hún borgaði sig ekki. Onwards and upwards, eins og þeir segja á enskunni.
Sigurjón
Engin spurning. Ég persónulega gafst upp eftir 5 mánuði, en mér fannst það aðdáunarvert að United skyldi þó leyfa Moyes að hanga alveg þangað til ALLIR möguleikar voru úr sögunni. Ég þekki nokkra sem sáu þetta fyrir um leið og Moyes var ráðinn sem stjóri. Ég var duglegur að taka upp hanskann fyrir hann á þeim tíma en eftir að tímabilið byrjaði fóru að renna á mig tvær grímur. Ekki bara var liðið að spila hrikalega lélegan fótbolta, heldur virkaði Moyes líka rosalega bitlaus á hliðarlínunni, svo ekki sé talað um súrealísk sjónvarpviðtöl eftir leiki. Það var bara ekkert sem benti til þess að hann væri starfi sínu vaxinn, nákvæmlega ekki eitt atriði. Hefði hann sýnt smá geðveiki og “United sigurvilja”, þá kannski hefði maður gefið honum aðeins meiri séns.
Hvað þarf stjórnin að gera til að koma United aftur í toppbaráttuna?
Tryggvi
Stjórnin virðist vera að taka fyrsta skrefið í rétta átt sem er það að ráða stjóra sem er með nógu góða ferilskrá og nógu stórt egó til þess að ráða við verkefnið. Auðvitað hefði verið ótrúlega mikið ævintýri að láta Giggs fá starfið en viljum við að félagið taki þá áhættu á þessu stigi málsins? Nei. Næsta skref verður svo að láta síðasta sumar ekki endurtaka sig. Ég held að liðið þurfi ekkert endilega að kaupa 10 nýja leikmenn eða eyða 200 milljónum eins og sumir miðlar halda fram. Við verðum ekki í Evrópukeppni á næsta ári og því er ekkert endilega gott að vera með of stóran hóp. Ég vil sjá stjórnina tryggja liðinu 3-5 gæðaleikmenn og ég vil sjá það gerast sem fyrst svo að nýr stjóri geti hafið störf á undirbúningstímabilinu með þá leikmenn sem munu koma til með að spila með félaginu á næstu leiktíð.
Magnús
Louis van Gaal virðist vera svo gott sem búinn að taka við sjoppunni og þar erum við komin með heimsklassa stjóra sem mun ekki taka það í mál að leikmenn séu með einhverja stæla og það er vel. En betra er að það lítur út fyrir að Giggs verði hans aðstoðarmaður og er það einnig vel. Svo þarf að fjárfesta í lykilstöðum og þá meina ég svona 4-5 leikmenn sem geta labbað beint í byrjunarliðið. Svo hjálpar að vera ekki í Evrópudeildinni upp á að losna við ansi marga farþega og það er sjálfsagt betra að það sé ekki Giggs sum þurfi að standa í því.
Bjössi
Stjóri. Veski.
Louis van Gaal verður stjórinn og eftir að hafa verið mjög skeptískur fyrst þegar hann bar á góma er ég kominn á þá skoðun að hann sé langbesti kosturinn sem býðst. Þannig það virðist í lagi.
Við þurfum vinstri bakvörð, a.m.k einn haffsent, tvo miðjumenn og svo helst kantmann. Og það þarf að ganga frá þeim flestum fyrir HM.
Ellioman
Stjóra með pung og róttæka endurstokkun á mannskapnum. Það er bara svo einfalt. Ég er kominn á þá skoðun að Louis Van Gaal sé réttur stjóri á þessum tímapunkti (Ekki taka mikið mark á því þar sem ég náði að sannfæra sjálfan mig um að Moyes væri réttur stjóri fyrir United áður en tímabilið hófst) og með réttum leikmannakaupum (lesist, topp leikmenn!) verður liðið komið aftur í toppbaráttuna fljótt. Van Gaal mun ekki láta neinar stórstjörnur hafa áhrif á sig og gerir hlutina eins og honum sýnist sem hefur oftar en ekki skilað sínum liðum titlum og flottri spilamennsku.
Það þarf að kaupa leikmenn sem þurfa lítinn sem engan tíma til að stimpla sig inn í liðið og er vörnin og miðjan (eins og svo oft áður) lykilsvæðin sem þarf að styrkja. Mörg nöfn hafa verið nefnd undanfarið og hef ég verið sáttur við mörg þeirra. Verður fróðlegt að sjá hvort við fáum alvöru leikmannakaup í stað ruglsins sem átti sér stað síðasta sumar.
Einnig væri nú gott ef stjórnin myndi losa sig við Ed Woodward. Hans frammistaða hvað varðar leikmannakaup síðasta sumar, brottrekstur Moyes og svo núna Rio Ferdinand er ekki stórliði sæmandi. Langt því frá.
Sigurjón
Sama og allir United aðdáendur hafa talað um; stjóra sem leikmenn bera virðingu fyrir (aka hræðast!) og pening til að kaupa 3-5 HEIMSKLASSA leikmenn. Louis Van Gaal er næsti stjóri United og það héld ég að sé bara gott mál, hann virðist hafa geðveikina til að keyra þessa menn áfram og láta liðið spila skemmtilegan fótbolta. Núna er bara að sjá hvað gerist í leikmannamálunum í sumar.
Hvaða leikmenn eru líklegir til að yfirgefa United?
Tryggvi
Rio Ferdinand er farinn og Patrice Evra er líklegur. Væri þó til í að halda Evra í eitt tímabil með því skilyrði að liðið kaupi Luke Shaw. Nani og Ashley Young gætu líka farið. Javier Hernandez er líka líklegur til þess að fara, hann spilar frekar takmarkað hjá United og það kæmi mér ekki á óvart ef hann vildi fá tækifæri til þess að vera byrjunarliðsmaður einhverstaðar annarstaðar. Aðrir verða líklega áfram.
Magnús
Patrice Evra, Javier Hernandez, Nani og Ashley Young. Rio Ferdinand er farinn eftir að hafa runnið út á samning og leiðinlegt að það hafi gerst á þennan hátt upp á að kveðja stuðningsmenn og allt það. Svo eru hreinlega leikmenn sem ættu að fara. Alexander Büttner, Marouane Fellaini og Tom Cleverley fyrir utan Bébé og Macheda sem virðast hreinlega bara að klára samninginn sem lánsmenn hér og þar.
Bjössi
Evra og Rio. Nani virðist til sölu. Aðrir fara ekki nema við fáum sérlega góð boð. T.d. túkall fyrir Ashley Young. Og þó. Ætli Hernandez fái ekki að fara fyrir meðalpening.
Ellioman
Við vitum núna að Vidic og Ferdinand eru farnir frá liðinu. Satt að segja held ég að United muni í sumar losa sig við Anderson, Nani, Chicharito, Young, Macheda og hinn æðislega Bebe. Einnig gæti ég séð fyrir mér United losa sig við Zaha miðað við fregnir um lélegt attitúd og stjörnustæla (ala Ravel Morrison).
Á sama tíma finnst mér líklegt að það verði reynt að halda í Evra, í amk eitt ár í viðbót, svo Shaw (sem ég geri ráð fyrir að United kaupi) hafi hann mentor. Ég væri mjög sáttur við það, flott leið til að láta Shaw taka við keflinu.
Sigurjón
Rio og Vidic eru farnir og síðan virðist Evra vera á leiðinni út líka. Að nefna einhverja aðra á þessum tímapunkti væri í raun bara óskhyggja. Ég hef sagt að leikmenn eins og Young, Valencia, Büttner og Cleverley eru ekki á United leveli, ef þeir vilja hinsvegar hanga á bekknum og koma inn í deildarbikarnum, þá er það í lagi mín vegna. Menn tala um að Hernandez fari kannski, ég vona svo sannarlega ekki, persónulega væri ég frekar til í að halda honum en til dæmis Danny Welbeck (ég veit, er líklega réttdræpur núna af ritstjórnarmeðlimum fyrir að tala um möguleikann á að selja Welbeck) [Innskot ritstjórnar: Það er rétt hjá þér!] [Innskot ritstjórnar 2: Svona tala bara menn sem búa í útlöndum og eru ekkert að plana heimsóknir í sumar]
Besti leikurinn?
Tryggvi
Besti leikurinn var 0-5 sigurleikurinn gegn Leverkusen í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það var eini leikurinn undir stjórn Moyes þar sem liðið spilaði glimrandi góðan sóknarbolta. Frábær frammistaða hjá liðinu og ef Moyes hefði getað töfrað fram fleiri slíkar frammistöður væri hann ennþá knattspyrnustjóri Manchester United.
Magnús
Heimaleikurinn gegn Norwich. Það var svo mikil stemming fyrir leiknum og fólk hlakkaði til að sjá United spila í fyrsta sinn í langan tíma. Ryan Giggs virtist vita hvað vantaði og seinni hálfleikurinn í þessum leik minnti á United undir Ferguson. Ég veit að andstæðingurinn var engan veginn í sama klassa en það birtist þarna hungur og drápseðli sem hafði svo sárlega vantað í vetur.
Bjössi
Þessar 20 sekúndur eða hvað það nú var eftir að Evra skoraði í München.
Ellioman
Uhmmm….uhummm….uuuu….hmmm…. segjum bara United gegn Wigan í leiknum um Góðgerðarskjöldinn.
Sigurjón
1-0 sigurinn gegn Arsenal í nóvember. Það var EINA skiptið í vetur þar sem ég hélt að United ætlaði sér kannski að berjast um titilinn. Baráttuandinn í liðinu og stemningin á Old Trafford var á pari við bestu leikina undir stjórn Ferguson. Ég var virkilega spenntur í tvær vikur eftir þennan leik, eða þangað til United gerði jafntefli við Crystal Palace í næsta leik.
Helstu vonbrigði þessa tímabils?
Tryggvi
David Moyes. Ég hélt að hann myndi átta sig á því að hann væri að stjórna risastóru knattspyrnufélagi þar sem allt snýst um að vinna. Hann virðist aldrei hafa fattað að Manchester United er ekki Everton og aldrei hafa skilið það að aðferðir sem skila manni ágætum árangri virka hjá miðlungsliði skila ekki ágætum árangri hjá stórliði. Það er ekki til neitt sem heitir ágætur árangur hjá Manchester United. Það eru titlar eða dauði.
Magnús
Deildin, FA bikarinn, Deildarbikarinn. Michael Carrick. Hugmyndasnauð spilamennska. David F***in Moyes. Marouane Fellaini. Að missa Nemanja Vidic. Að Giggs hafi ekki skorað í deildinni. Sumarfélagaskiptaglugginn.
Bjössi
Að Ryan Giggs skyldi ekki skora mark í deildinni
Ellioman
Einfalt: Moyes og spilamennska liðsins. Ég bjóst ekki við titlum í ár en ég bjóst ekki við svona svakalegu hruni á þessum 10 mánuðum sem Moyes stjórnaði liðinu. Phooey, Indeed, Phooey!
Sigurjón
Haha, allt, frá A til Ö. Ætla þó að nefna tvö atriði; Að David Moyes réði ekki við starfið og að United skyldi oft á tíðum spila einn ömurlegasta fótbolta sem ég hef nokkurn tímann séð spilaðan.
Hvaða leikmaður sýndi mestu framfarir?
Tryggvi
Adnan Januzaj hlýtur að fá þessi verðlaun. Sprakk gjörsamlega út á sínu fyrsta tímabili í aðalliðinu og kom öllum verulega á óvart. Ef hann verður rétt meðhöndlaður gætum við verið að sjá næstu stjórstjörnu Old Trafford um ókomin ár.
Magnús
Adnan Januzaj og James Wilson virðist vera frábært efni. Svo var Nick Powell að gera frábæri hluti hjá Wigan framundan vetri.
Bjössi
James Wilson.
Ellioman
Það eru bara tveir sem koma til greina hérna að mínu mati, Januzaj og Wilson. Þar sem Januzaj hefur verið að blómstra í úrvalsdeildinni, ætla ég að velja hann. Pælið í því að drengurinn var einn af bestu leikmönnum liðsins á þessu tímabili og hann er bara nítján ára! Hann á eftir að vera súperstjarna. Tröst mí onn þiss!
Sigurjón
Adnan Januzaj, það er í raun ekki hægt að nefna neinn annan. Jújú, við getum talað um James Wilson en hann spilaði bara 1 leik þar sem ekkert var í húfi, Januzaj aftur á móti dróg vagninn á tímabili í haust og svo er hann að fara að spila á HM í sumar. Má ég minna ykkur á að drengurinn er 19 ára.
Hver var besti leikmaður United?
Tryggvi
David de Gea. Hann var einfaldlega sá leikmaður sem spilaði best yfir allt tímabilið. Bjargaði okkur oft á tíðum og hefur vaxið gríðarlega frá því sínu fyrsta tímabili. Hann á bara eftir að verða betri.
Magnús
David de Gea er klárlega eini maðurinn sem kemur frá þessu tímabili óskaddaður. Enginn annar leikmaður var nógu stabíll til að eiga sjens í þessa nafnbót.
Bjössi
David de Gea var eini maðurinn sem spilaði allt tímabilið af fullri og frábærri getu
Ellioman
Þrír leikmenn sem koma til greina hérna, De Gea, Rooney og Januzaj. Samt er þetta auðvelt val þar sem De Gea er búinn að vera einfaldlega langbesti leikmaður United allt tímabilið og skákar hinum nokkuð auðveldlega þrátt fyrir frábærar frammistöður frá Januzaj og þessum nítján mörkum og sautján stoðsendingum frá Rooney á þessu tímabili.
Til að fagna vali mínu þá er hér er vídeó sem sýnir snilli De Gea á þessu tímabili
Sigurjón
Einfalt svar: David de Gea
Draumasumarið?
Tryggvi
Shaw, Carvalho, Reus, Kroos og einhver solid miðvörður, allt klappað og klárt fyrir 15-20. júlí.
Magnús
Mats Hummels, Luke Shaw, Toni Kroos, Marco Reus, William Carvalho, selja Fellaini og Young. Síðan er vonandi að James Wilson og Tom Lawrence fái sjensinn.
Bjössi
Shaw, Carvalho, Kroos, Xavi, einhver solid miðvörður og Cameron Diaz býður mér á úrslitaleikinn í HM.
Ellioman
Kroos, KROos, KROOOOOOOOS! Carvalho, Shaw og amk einn góðan miðvörð. Reus ofan á það myndi flokkast sem Inception-draumasumar.
Sigurjón
Heimsklassa miðvörð, hægri og vinstri bakvörð, og svo Kroos og Reus. Ekkert mál haaa??
Markmið næsta tímabils?
Tryggvi
Fyrsta markmið er að komast aftur í Meistaradeildina, næsta markmið er að endurheimta titilinn. Einnig vil ég sjá liðið gera harða atlögu að deildarbikarnum og FA-bikarnum, sérstaklega þar sem liðið spilar í engri Evrópukeppni. Það er glæpsamlega langt síðan félagið vann FA-bikarinn.
Magnús
Líklega verður talað um meistaradeildarsæti en við vitum öll að stefnan verður tekinn á að vinna bikarinn okkar aftur frá háværu nágrönnunum. Svo væri það glimrandi snilld að vinna bikarinn aftur. Höfum ekki unnið hann frá árinu 2004. Þannig að tvennan og jafnvel Domestic Treble (deild og báðir bikarar.)
Bjössi
Markmið er tvennan. Klárlega.
Ásættanlegt: 2. sæti og bikarinn.
Ellioman
Spila aftur eins og Manchester United, vinna deildina og á sama tíma komast aftur í Meistaradeildina! Allt annað er bónus.
Sigurjón
Finna eldmóðinn og sigurviljan aftur, spila blússandi sóknarbolta og sjá til þess að Old Trafford verið aftur sú ljónagryfja sem hann hefur alltaf verið. Gangi það eftir þá kemst liðið klárlega aftur í Meistaradeildina á næsta ári, og hver veit, kannski skilar það líka einhverjum dollum.
Með morgunkaffinu
Ensku blöðin bjóða okkur nóg lesefni í dag og leikmenn United eru að komast að því hvort þeir fá að fara á HM
Ryan Giggs mun eiga fund með Edward Woodward og Louis van Gaal um framtíð sína hjá félaginu. Nú lítur út fyrir að búið sé að greina Chris Woods og Phil Neville hafi verið greint frá því að þeirra sé ekki lengur þörf hjá félaginu og ekki er búist við að Butt og Scholes haldi áfram. Giggs mun hins vegar líklega vera boðin staða í teymi Van Gaal
Roy Keane kom fram á HM kynningu ITV í gær og tjáði sig á gagnrýninn hátt um United, þó sérstaklega Edward Woodward, Chris Smalling og Phil Jones.
[Moyes] had one transfer window, and it’s not always down to the manager when players don’t come in.
I think Ed Woodward needs to look at himself. He’s got to get deals done. I think he should have been given more time. I was happy with David Moyes. I think Van Gaal is a good choice. Only time will tell. He’s managed big clubs.
…
We were told two or three years ago Jones was going to be the new Duncan Edwards, Smalling was this … I’ve watched United live nine, 10 times this year and they have been none of those things. If anything I think they have gone backwards
Telegraph er með fleiri tilvitanir í Keane, m.a. um Rio
He didn’t have a chance to say goodbye? You can say goodbye on Twitter, can’t you? If you look after the last few months and you’re at a club like United and it’s quiet on the contract talks then you’re going to be leaving.
Þetta er svo sem ekkert sem við vitum ekki en Guardian tekst samt að kalla þetta „scathing attack“… ojæja
Síðast en ekki síst er Nemanja Vidic í stóru viðtali við Daily Telegraph.
Hann gengur ekki langt í að gagnrýna Moyes, en það má lesa milli línanna að leikstíllinn hafi verið vandamál númer eitt, tvö og þrjú.
You get someone who sees football in a different way and he will want to put his stamp on the team and the way he wants to play.
I am not saying that the David Moyes way was bad, but these players feel more comfortable playing a certain way of football.
The best answer I can say is that he [Moyes] tried really hard, he was professional. He was really committed to the job and desperately wanted to do well. But unfortunately, it didn’t happen and we are all sad.
You need time to adapt to a certain style and we didn’t adapt quickly enough. After the results started to be a bit bad, everyone started to get more nervous, then we lost confidence. That is why it was going wrong, and it rolls up and you can’t stop it.
We argued amongst ourselves. This year more than any other, because when you have bad times, people show they care. We are still friends, but we were arguing to get better. We wanted to improve. We could say those things to each other because we have been together for so long, but it hurt. If you didn’t argue, it would not be right. We had some hard moments in the dressing room between ourselves.
HM hópar eru að detta inn og fátt sem kemur á óvart þar.
- Chris Smalling, Phil Jones, Wayne Rooney og Danny Welbeck eru allir á leiðinni til Brasilíu í sumar fyrir England. Carrick og Cleverley eru á biðlista.
- David de Gea og Juan Mata eru báðir í 30 manna hóp Spánverja fyrir HM í sumar.
- Adnan Januzaj er í hópnum hjá Belgíu
- Patrice Evra er í 23 manna hóp Frakka
- Nani er í 30 manna hóp Portúgal, en það er ekkert pláss fyrir The Bebémachine!!
- Antonio Valencia er í 30 manna hóp Ekvador
- Og öllum að óvörum er Robin van Persie í hóp hjá Hollandi… fyrirliðinn sjálfur.
Tilkynna þarf staðfesta 23 manna hópa fyrir 2. júní.