Þá er það leikur tvö af fjórum þar sem snillingurinn Ryan Giggs fær að stjórna United, í bili amk. Í síðasta leik gekk okkar mönnum svona ljómandi vel er þeir gjörsigruðu Norwich á Old Trafford með fjórum mörkum gegn engu í leik þar sem leikmennirnir voru mun sprækari en við höfum séð á þessu tímabili.
Á morgun verður það Sunderland sem kemur í heimsókn. Áður en við hitum okkur upp fyrir þann stórmeistaraleik skulum við byrja á helstu fréttum tengdu United.
Samkvæmt David McDonnell, aka DiscoMirror, þá verður Van Gaal kynntur sem stjóri United næsta miðvikudag með samning til 2016. Að auki á hann að fá 150 milljónir punda til leikmannakaupa, sem skal koma United aftur í meistaradeildina og í titilbaráttuna. Vinsælustu nöfnin fyrir United á leikmannamarkaðinum þessa stundina ku vera Toni Kroos (Bayern), Kevin Strootman (Roma), William Carvalho (Sporting Portugal) og svo Luke Shaw (Southampton). Að auki eru orðrómar um að Patrick Kluivert muni fylgja Van Gaal og taki aðstoðarsætið. Scott hjá ROM kom svo með lista yfir tíu mikilvægar ákvarðanir sem nýr stjóri United þarf að taka.
Ítarlegri pælingar um næsta stjóra getið þið lesið hér ásamt fréttum um að United sé þessa stundina í viðræðum við Nike, Adidas, Puma og Warrior um nýjan treyjusamning sem gæti fært United í kringum 600 milljónum punda á samningstímabilinu, sem er ekkert annað en ótrúlegar upphæðir.
Svo fyrir leikinn á morgun skúbbaði Daily Mail því að Rooney hafi haltrað af æfingu í gær og að ólíklegt væri að hann myndi spila. Á fréttamannafundinum í dag sagði Giggs:
Giggs confirms @WayneRooney could miss #mufc vs @SAFCofficial. „He has a bug & a tight groin too. But Wayne being Wayne, he wants to play.“
— Manchester United (@ManUtd) May 2, 2014
Þó svo að þessi leikur skipti litlu máli þá er það samt skarð fyrir skyldi að missa hann því þrátt fyrir slappt gengi United á þessu tímabili er hann búinn að standa sig vel og hefur svo sannarlega verið einn af bestu leikmönnum United. Eins og sést ágætlega á þessari tölfræði:
Most Goals + Assists This Season Suarez 42 Rooney 27 Sturridge 27 Y.Toure 25 Gerrard 23 Aguero 22 Giroud 22 Hazard 21 Lambert 21 Lukaku 19
— EPL Stat Man (@EPLStatman) April 30, 2014
Upphitunin
Á morgun mæta leikmennirnir hans Gus Poyet í Sunderland á Old Trafford og þurfa þeir nauðsynlega á sigri að halda í botnbaráttunni. Sem stendur eru þeir óhultir í sautjánda sætinu með þrjátíu og tvö stig og leik til góða en næstu þrjú lið Norwich, Fulham og Cardiff eru rétt á eftir (markahlutfall, 1 stig og 2 stig). Botnbaráttan er því næstum jafn spennandi og sú á toppnum þetta árið (þó svo að þetta sé að sjálfsögðu ömurlegt í alla staði fyrir okkar lið).
Í síðustu sex leikjum hefur Sunderland unnið tvo, tapað þrem og gert eitt jafntefli. Í síðustu sex útileikjum hafa þeir unnið einn, tapað fjórum og gert eitt jafntefli og svo í síðustu sex leikjum á Old Trafford hafa þeir tapað fimm og gert eitt jafntefli. Leita þarf alla leið til 1968 til að finna sigurleik Sunderland á United á Old Trafford, þar sem George Best skoraði eina mark United í 1-2 tapleik. Þannig að er útlitið gott fyrir greyin í Sunderland en ansi mörg met hafa verið slegin á þessu tímabili en nú vonar maður að ástæðan hafi einungis verið okkar fyrrverandi stjóri.
Þrátt fyrir að vera í botnbaráttunni þá hafa Sunderland sigrað City (1-0, EPL), Chelsea (2-1, League Cup), Everton (0-1, EPL), United (2-1, League Cup), Chelsea (1-2, EPL) og núna nýlega gert jafntefli við City í deildinni. Að auki komust þeir í úrslit League Cup eftir að hafa t.d. slegið út okkar menn í vítaspyrnukeppni. Þannig að þeir leyna á sér drengirnir.
Helstu fréttir sem koma um United snúast um þjálfaramál og leikmannakaup, sem er vel skiljanlegt enda getum við ekkert unnið á þessu tímabili, þannig að ég ætla ekki að eyða mörgum orðum um okkar menn fyrir þennan leik. Rafael er enn meiddur og óvist hvenær hann kemur til baka. Van Persie á möguleika að spila á morgun, ef hann er orðinn tilbúinn er líklegt að hann byrji á bekknum. Ég geri ráð fyrir að Rooney fái hvíld á morgun að þetta verði byrjunarliðið á morgun:
De Gea
Smalling Vidic Jones Evra
Valencia Carrick Cleverley Kagawa
Mata
Welbeck
Tilvitnanir
Ryan Giggs on his role as #mufc‘s interim manager: „Nothing has changed – it’s until the end of the season. We’ll chat when that’s over.“
— Manchester United (@ManUtd) May 2, 2014
RG added at his press conference: „I’ve got a lot to think about, whether to carry on playing. But my concentration is just on now.“ #mufc
— Manchester United (@ManUtd) May 2, 2014
.@Persie_Official close to a return. RG: „Robin’s looked good in training. Whether tomorrow is too early, we’ll just see how he goes today.“
— Manchester United (@ManUtd) May 2, 2014
Ryan Giggs welcomes Bardsley, Brown & O’Shea’s return to OT with @SAFCofficial. „The service they gave [to #mufc] will never be forgotten.“
— Manchester United (@ManUtd) May 2, 2014