Uppfært 10:47: Ooooog Silly-Season er hafið af fullum krafti. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague heldur því fram að United sé að fylgjast með framvindu mála hjá Messi og liðið sé tilbúið að kaupa hann ef rétt er að hann sé óánægður hjá Barcelona. Einmitt það já.
Uppfært 10.09: Woodward og co virðast vera byrjaðir að leita í kringum sig varðandi það hver taki við af Moyes. The Telegraph greinir frá því að United muni heyra hljóðið í Guardiola og ítalskur blaðamaður greinir frá því að United hafi þegar haft samband við Jorge Mendes, umboðsmann Mourinho sem sé að íhuga málið. Er þetta ekki full keimlíkt eltingarleiknum við Thiago, Fabregas, Bale og Ronaldo frá síðasta sumri?
Exclusive: #MUFC set to approach #FCB coach Pep Guardiola. @Matt_Law_DT reports http://t.co/M5nNSmTQ7r pic.twitter.com/Btvbt9n5OI
— Telegraph Football (@TeleFootball) April 22, 2014
As reported by @DiMarzio : Mourinho is considering taking the Man United job. United already spoken to Mendes (his agent) about it.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) April 22, 2014
Uppfært 22.apríl 2014 kl 8.44:
Staðfest hefur verið að David Moyes hafi verið sagt upp starfi sem framkvæmdastjóri Manchester United ásamt Steve Round og Jimmy Lumsden. Giggs tekur við sem tímabundinn stjóri og verður Phil Neville honum til aðstoðar. Chris Woods verður áfram markmannsþjálfari liðsins út tímabilið. Moyes tók við starfi sem var honum einfaldlega ofviða. Hann á eftir að standa sig vel annars staðar. Óskum honum velfarnaðar þar.
* Klopp ætlar ekki að yfirgefa Dortmund fyrir United.
https://twitter.com/ManUtd/status/458508081039962112
https://twitter.com/ManUtd/status/458508276674879488
Uppfært 21.apríl kl. 14:50:
Staðan núna er sú að síðasta einn og hálfa klukkutímann hefur Twitter logað af „David Moyes verður rekinn“. Allir blaðamenn í Manchester eru með þetta og alveg kýrskýrt að þeir hafa þessar fréttir frá traustum heimildum. Ekkert hefur verið staðfest og nú er verið að gera því skóna að United sé að spila upp á að Moyes hætti af sjálfsdáðum til að spara uppsagnargreiðsluna. Shabbý ef satt er!!
Eins og staðan er núna virðist ekki svo sem neitt verði staðfest alveg á næstu mínútum og sagan gæti dregist fram á morgundaginn. En það virðist alveg 100% að David Moyes er „Dead Man Walking“
Heita slúðrið: Giggs tekur við út tímabilið, René Meulensteen kemur og hjálpar til. Van Gaal kemur í sumar. Nú eða Sörinn kemur og reddar tímabundið.
Hver vilt þú að taki við?? (merkja má við fleiri en einn!)
[poll id=12]
Þarna vantar alveg Joachim Löw!? Svo er Red Issue að ýja að því að Carlos Quieros sé möguleiki.
https://twitter.com/thossmeister/status/458254196538880000
https://twitter.com/dazjenno/status/458250956288061440
https://twitter.com/ManUtdMEN/status/458238445719408640
https://twitter.com/dazjenno/status/458241642714378242
https://twitter.com/TeleFootball/status/458238618134671360
https://twitter.com/DTguardian/status/458234262068936704