Þegar drátturinn í Meistaradeildinni fór fram voru það tvenns konar viðbrögð sem kalla mátti ánægjuviðbrögð. Annars vegar ánægja með að David Moyes fengi mótherja sem neyddu hann og liðið til að sýna hvað í þeim bjó. Hins vegar þeirra stuðningsmanna sem sáu fram á að fá að heimsækja stórskemmtilega borg í útleiknum, bergja á eðal guðaveigum og almennt hafa engar áhyggjur af væntri rassskellingu.
En öllum á óvart kom United á óvart. Stífur varnarleikur með blöndu af nokkuð beittum sóknum skilaði 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og á morgun eru allt opið. Nema eitt.
United verður að skora mark.
Liðin höfðust ólíkt að um helgina. United hvíldi nokkra leikmenn og vann Newcastle United sannfærandi 4-0. Bayern München hvíldi nær allt liðið og tapaði 1-0 fyrir Augsburg, fyrsti tapleikur liðsins í 54 leikjum.
Það má alveg búast við að sigur United hafi ágæt áhrif á United, en að sama skapi er ólíklegt að tapið um helgina sitji um of í Bayern.
Þrennan sem stóð sig svo vel a móti Newcastle mun ekki spila á móti Bayern. Juan Mata er í Evrópuböndum, og ólíklegt er að Shinji Kagawa verði í byrjunarliðinu. Mögulegt er að Moyes treysti Adnan Januzaj en þeim mun líklegra er að Antonio Valencia verði fyrir valinu, ekki síst vegna varnarhæfileika.
Því að það er alveg á tæru að það verður lagt upp með sömu leikaðferð og í síðustu viku. Liðið verður mjög líkt
De Gea
Jones Ferdinand Vidic Evra
Valencia Carrick Fletcher Cleverley Welbeck
Rooney
Einu spurningarnar að ráði er hvort Evra taki aftur bakvörðinn þrátt fyrir ágæta frammistöðu Büttner í fyrri leiknum. Fellaini er meiddur og fór ekki með og ólíklegt er að Giggs fái aftur tækifæri og þá eru það Cleverley sem var ekki einu sinni á bekknum á móti Newcastle og Fletcher, sem lék allan þann leik, sem spila. Moyes er búinn að lýsa yfir að Rooney fái sprautu í meidda tána og spili.
Eitt enn: Þrátt fyrir að hafa slitið liðbönd í úlnlið um síðustu helgi þá er Ashley Young með liðinu í München. Það kemur á óvart. En hann er ekki að fara að byrja.
Það er auðveldara að stilla upp Bayern liðinu. Schweinsteiger og Javí Martínez eru í banni, Thiago meiddur sem fyrr og Shaqiri meiddist móti Augsburg. Dante er kominn til baka úr banni, og hann ásamt Lahm, Müller, Götze, Boateng, Robben, Ribery og Alaba var hvíldur. Þá er þetta svona:
Neuer
Rafinha Dante Boateng Alaba
Lahm
Robben Götze Kroos Ribéry
Mandžukić
Skýt á Mandžukić þarna frekar en Müller en annars kemur þetta í ljós.
Það er alveg ljóst að ef minnsti möguleiki á að vera á að komast áfram þarf þetta að spilast eins og á þriðjudaginn síðasta. Svakaleg barátta, hreyfanleiki á Rooney og Welbeck og rest í því að stoppa.
Við getum ekki skilið við upphitun fyrir leik í München án þess að leiða hugann að sjötta febrúar 1958. Gerum það með tísti Rio Ferdinand núna rétt áðan:
Bumped into some of our #ManchesterUnited fans at the Munich Memorial site. #Respect pic.twitter.com/IMvks3BP09
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) April 8, 2014