Þá er komið aftur að deildinni eftir frækna frammistöðu í meistaradeildinni. Þó svo að heimaleikur gegn Olympiakos eigi að teljast skyldusigur undir eðlilegum kringumstæðum þá er voða fátt eðlilegt við þetta tímabil. Ég ætla ekki að tala um þennan sigur sem vendipunkt því maður hefur brennt sig á ví nokkrum sinnum á tímabilinu. Ef vinnum West Ham í dag þá skulum við sjá til. Heimamenn hafi verið á góði „rönni“ í deildinni sem af er og unnið 5 leiki í röð og var Sam „einn af ríkustu stjórum heims“ Allardyce valinn knattspyrnustjóri mánaðarins.
Það er óendanlega svekkjandi að missa Robin van Persie í meiðsli í sama leiknum sem hann virtist vera farinn að líkjast sjálfum sér. En í stað þess að breytast í neikvæða gaurinn þá væri hægt að benda á þetta sé frábært tækifæri einn leikmann, Juan Mata. Ef að þetta er ekki fullkomið tækifæri fyrir hann til að spila í holunni þá veit ég ekki hvað. Nokkur meiðsli eru að plaga hópinn og verða þeir Nemanja Vidic, Jonny Evans, Nani, Chris Smalling og fyrrnefndur van Persie líklega allir fjarri góðu gamni. Það mun svo koma í ljós síðar hvort Antonio Valencia muni geta verið með en hann vann sig inn í huga og hjörtu stuðningsmanna eftir fína frammistöðu gegn Olympiakos í vikunni.
Liðið sem ég vil sjá byrja
De Gea
Rafael Ferdinand Jones Evra
Fellaini Carrick
Valencia Mata Welbeck
Rooney