Ef einhver var ekki búinn að hoppa á #MoyesOut vagninn fyrir gærdaginn fer hver að verða síðastur til þess að ná sér í miða enda vagninn að verða pakkfullur eftir að David Moyes sat aðgerðarlaus þegar erkifjendurnir í Liverpool mættu á Old Trafford og rasskelltu Mancheser United. Á Old Trafford.
Það var athyglisvert að hlusta á Gary Neville lýsa leiknum á Sky. Það var ekki liðið korter af leiknum þegar hann fór að tala um að Moyes yrði að gera einhverjar breytingar á leikskipulaginu því að leikur liðsins væri ekki að virka. Hann endurtók þetta aftur og aftur og varð verulega hissa þegar engu var breytt í hálfleik. Undir lok leiksins var kominn algjör uppgjafatónn í Neville og maður sá hann bara fyrir sér hrista hausinn yfir aðgerðarleysi Moyes. Við treystum því að Neville hafi bjallað á Sir Alex eftir leikinn og gefið honum sitt álit á Moyes. Ég legg jafnframt til að næsti stjóri geri allt sem hann geti til þess að fá Gary Neville í þjálfarateymið.
Sir Alex Ferguson sagði í byrjun mánaðarins að Moyes þyrfti tíma og við höfum öll heyrt þessa skýringu áður, sérstaklega í ljósi gengi United á tímabilinu. Knattspyrnustjórar þurfa bara tíma og frið til þess að vinna sína vinnu. Ferguson fékk sinn tíma, Moyes á að fá sinn tíma. Rory Smith, blaðamaður á The Times, skrifaði ágætis grein fyrir skömmu þar sem hann fer yfir þessa goðsögn. Það sem gleymist oft er að Ferguson fékk tíma vegna þess að liðið sýndi skýr merki um framfarir. Wenger fékk tíma vegna þess að hann vann FA-bikarinn og deildina á sínu fyrsta heila tímabili. Menn þurfa nefnilega að vinna sér inn tíma. Knattspyrnustjórar þurfa ekki endilega að vinna bikar á sínu fyrsta tímabili en þeir þurfa að sýna einhver merki um að liðið muni taka framförum undir stjórn þeirra. Við sem höfum fylgst grannt með gangi mála hjá félaginu undanfarin ár vitum að Moyes tók ekki við liðinu í fullkomnu ástandi en það óraði engum fyrir því hversu mörg skref afturábak liðið mundi taka undir hans stjórn.
Þið afsakið að ég vitni í Liverpool-penna á þessari síðu en Paul Tomkins er bloggari sem hefur skrifaði ansi margt um fótbolta, sumt mjög gott, annað, tjahh ekki enda Liverpool-gleraugun oft á tíðum pikkföst á nefinu á honum. Gests augað á þó það til að vera glöggt og Tomkins skrifaði grein um knattspyrnustjóra í janúar. Á köflum er þetta ágætis grein og í henni segir hann m.a. eftirfarandi:
Like long-ball football, “crossing football” seems to have a glass ceiling, and Everton tended to hit it under Moyes. Passing football, with mobile forwards (/attacking midfielders) and exceptional movement between the lines, is how teams usually succeed higher up the table. Now that Everton pass the ball and move better, they’ve improved. Now that United look to cross all the time, they’ve regressed.
Mikið til í þessu?
Michael Cox á Zonal Marking leikgreindi leikinn í gær og miðað við þá lesningu er það frekar kaldhæðnislegt að United hefði ef til vill gengið betur með þá félaga Young og Valencia á köntunum.
101greatgoals birtir svo áhugaverð skjáskot úr nýjasta tölublaði Red Issue sem er tímarit haldið út af stuðningsmönnum United sem eru þekktir fyrir frekar litla hæfileika í Photoshop, gríðarlega óheflaðan húmor og að stunda það að pirra blaðamanninn Henry Winter. Ég veit ekki hversu áreiðanlegir þeir eru en ég veit að þeir hafa aldrei verið hræddir við að rugga bátnum.
Fergie already „considering“ a possible return to Utd management – full story in today’s new RI. Buy your copy here: https://t.co/LRHH1clPwO
— Red Issue (@RedIssue) March 16, 2014
Major dressing room bust-up post-match yesterday. Full details coming soon at http://t.co/9iFd45iQjN
— Red Issue (@RedIssue) March 17, 2014
Senior player ripped into Moyes ("clueless") and the coaching staff ("useless") before storming out. Full details at http://t.co/9iFd45iQjN
— Red Issue (@RedIssue) March 17, 2014
Jafnframt kemur fram að Ryan Giggs sé verulega ósáttur við David Moyes og æfingarnar sem hann setur upp fyrir leikmenn liðsins en það fer þó tvennum sögum af því.
Excl: Giggs fuming at #MUFC rift rumours: http://t.co/N2XM555UbW
— Mike Keegan (@mikekeeganmen) March 17, 2014
Í það minnsta blússandi hamingja á The AON Training Complex og það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála næstu daga.
Það er við þó hæfi að enda þetta á jákvæðum nótum. Jürgen Klopp fór í viðtal við Football Focus fyrir ári síðan. Þar sagði hann m.a.:
I’m sure i’m not Alex Ferguson of Borussia Dortmund. I don’t want to sit on the bench when i’m 69 here. I want to see something else.
Mjög skemmtilegt og stutt viðtal við þennan meistara sem er mjög sleipur í enskunni.