Eftir atburði síðustu daga er frekar erfitt að átta sig á því að það er alvöru fótboltaleikur á morgun. En það er svona, lífið er ekki eintómt slúður og leikmannakaup.
Það er samt lítill vafi á hvað er frétt fréttanna á morgun: Ef allt fer eins og fara á, fyrsti leikur Juan Manuel Mata García fyrir Manchester United. Mata var formlega og endanlega kynntur til sögunnar í dag á blaðamannafundi með Moyes. Fundurinn var nokkuð staðlaður ‘nýr leikmaður kynntur’ fundur en Mata kom gríðarvel fyrir, er fullfær í enskunni og hann hlakkar til að takast á við verkefnið
Aðspurður að því hvar hann vildi helst spila:
Ha, I think that is a question for him [Moyes]. I would like to play anywhere! I would like to try my best, to try to assist and score, that’s what I like to do and I will try my best to improve as a player, to grow, to help the team as much as I can.
Um United í vetur:
I think if another club they would be in this position in the league it would be very, very difficult for them to come back and to take to the first position but I think this club can do it, always can do it because this club is used to fighting to the end, it’s used to getting the results that they want until the end, with character and fight on the pitch and I think this is the real feeling I have from Manchester United, always trying to win titles, always fighting for every title and always coming back from difficult moments.
Um Rooney
Well I can’t wait to play alongside him. For me he’s one of the best players in the history of this country, he’s unbelievable, he’s a striker that he score, he can assist, he can come to the midfield to take the ball and to try to move so I think I will enjoy a lot alongside him, for me he is an unbelievable player and I will try and connect with him as much as I can, I will try to find the gaps between the rival defences because I was used to do this in the last season so I think that’s my best kind of playing, to try and be in the position that I have to be to try to assist the strikers.
Tilvitnanir fengnar af Red News
Annars til að reka endahnútinn á þessa kaupsögu þarf að benda á ítarlega grein í Guardian í dag þar sem rakið er hvernig United fór algerlega bakdyramegin að því að kaupa Mata. United vissi að Mata vildi fara en það voru fulltrúar Mata sem sáu um að fá samning við Chelsea þar sem Mata fengi sig lausan ef lið væri tilbúið að greiða 45m evra fyrir hann. Edward Woodward talaði aldrei við Chelsea í ferlinu til að komast hjá því að fá spurninguna um Rooney upp á borðið. Svona gerast kaupin á eyrinni árið 2014.
Að öðrum: Í dag var staðfest að Fellaini, Van Persie og Rooney væru allir byrjaðir að æfa aftur eftir mjög mislanga meiðslafjarveru. Af þessum má síst búast við Van Persie verði tilbúinn á morgun, en Rooney líklegastur. Þetta eru næstum jafngóðar fréttir og kaupin á Mata, enda er ekki til það lið sem myndi ekki sakna leikmenna á borð við Rooney og Van Persie. Og þrátt fyrir skoðanir ýmissa þá er það líka gleðiefni að fá Fellaini til baka, góðan af öllum meiðslum, þ.m.t. handarmeiðslunum sem án efa höfðu sitt að segja í slakri frammistöðu hans fyrir jól. Þessi leikmaður á að geta svo miklu meira en hann hefur sýnt hingað til.
Það verður því vonandi ferskur bragur á liðinu á morgun, þó ég spái ekki nema einum af þessum fjórum umræddu leikmönnum verði í byrjunarliði á morgun
De Gea
Rafael Evans Vidic Evra
Cleverley Fletcher
Valencia Januzaj Welbeck
Rooney
Með Mata, Fellaini og vonandi Van Persie á bekknum þá er þetta lið sem á að vinna Cardiff City. Einfalt.
En já. Cardiff City. Það eru víst mótherjar í leiknum á morgun!
Og ef þessi leikur á Old Trafford hefði verið tveim vikum síðar þá hefði ekki Juan Mata verið fyrsta mál á dagskrá.
Onei.
Manstu hvar þú varst? Man einhver ekki hvar hann eða hún var, sem á annað borð var kominn til vits og ára?
Á morgun snýr Ole Gunnar Solskjær aftur á Old Trafford, nú sem framkvæmdastjóri andstæðinganna. Og listinn yfir framkvæmdastjóra andstæðinga sem fá óstjórnlega frábærar viðtökur frá Old Trafford fyrir leik er afskaplega stuttur. Á honum er sem stendur eitt nafn: Ole Gunnar Solskjær.
Frá því að hann gengur inn á völlinn og þangað til dómarinn flautar leikinn á býst ég við að Old Trafford taki á móti einum ástsælasta syni sínum eins og hann á skilið. Ef ekki til annars en að sýna Juan Mata hvers til er að vinna til að verða goðsögn á Old Trafford.
Ole er þegar búinn að vera að nýta sér tengsl sín við United. Sem stjóri hjá Molde tók hann til sín fyrrum United unglingana Magnus Wolff Eikrem og Mats Møller Dæhli og þeir hafa nú fylgt honum til Cardiff. Möller Dæhlie er þeirra hærra skrifaður og var kosinn maður leiksins í bikarsigrinum á Bolton á laugardaginn þegar hann kom inn á í 10 mínútur.
Síðan hefur hann sótt beint til United og það lítur út fyrir að á morgun verði tilkynnt um sölu Fabio da Silva til Cardiff og lán Wilfried Zaha. Síðan kemur Kenwyne Jones frá Stoke, en enginn þessara verður með annað kvöld.
Þessi kaup Ole Gunnars miða að því að styrkja lið Cardiff í þeirri svakalegu fallbaráttu sem þeir eru í. Cardiff situr á botni deildarinnar og sama hvað okkur þykir vænt um pilt, er vonandi að þeir sitji þar áfram. Staðan þarna niðri er samt allt svakalega þétt, og aðeins þrjú stig skilja Cardiff og granna þeirra í Swansea í 15. sæti. Sjálfur er Solskjær borubrattur fyrir leikinn:
What will it mean to win at Manchester United? Just the three points. Of course, it is a great place to go and the best place to play football, but we will be going there to give it a go.
The most important thing is that we go there and come back with no regrets. As long as we give it our all, we can come away with the points.
Fyrirgefðu, Ole, en í þetta skiptið vona ég þér takist ekki það sem þú ætlar þér!
Leikurinn byrjar 19:45 á morgun