Búinn að vera velta fyrir mér hvernig það væri best að byrja þessa skýrslu. Kannski bara með einni spurningu. Er þetta versta byrjun á fótboltaleik hjá United allra tíma? Örugglega ekki en það er amk erfitt að muna eftir jafn skelfilegri byrjun á fótboltaleik fyrir okkar menn.
Moyes stillti liðinu svona upp:
De Gea
Rafael Evans Smalling Evra
Valencie Fletcher Cleverley Young
Rooney Welbeck
Á þriðju mínútu fékk Hull ranglega dæmda hornspyrnu og eftir afspyrnu slæma vörn United lenti boltinn hjá fyrrerandi varnarmanni United, James Chester, sem var galopinn fyrir framan markið og hamraði honum í netið. (GIF).
Skelfileg byrjun en núna sá maður ekkert annað en leikmenn United spýta í lófana og sækja. Það varð ekki raunin. Á þrettándu mínútu komast Hull menn í sókn og eftir mikinn darraðadans í teignum ná Hull menn skoti sem Evans potar löppinni í og kemst framhjá De Gea og inn í netið. Skelfileg vörn hjá okkar mönnum, tvö núll undir og það gegn liði sem aðeins hefur fengið þrjú mörk á sig á KC Stadium á þessum tímabili.
Svo til að gera hlutina enn verri þá meiðist Rafael stuttu eftir þetta sem þýddi að Januzaj var skipt inn á fyrir hann og fékk Valencia það hlutverk að vera hægri bakvörður liðsins.
Semsagt, skeeeelfileg byrjun en hlutirnir fóru sem betur fer upp á við eftir þetta.
Á 19′ mín vinnur Januzaj aukaspyrnu hægra megin rétt fyrir utan vítateig Hull. Rooney tekur aukaspyrnuna og lendir boltinn á höfði Smalling sem kemur honum inn (GIF). 1-2 fyrir Hull eftir 19 mínútur. The fighback is on! United var svo með nokkrar stórsóknir eftir þetta en McGregor í marki Hull varði glæsilega oft á tíðum.
26′ mín kemur Welbeck boltanum til Rooney fyrir utan teig. Hann tekur á móti boltanum og á þessa stórglæsilegu spyrnu sem fær boltann til að enda í marki Hull. (GIF, VINE 1, Vine 2).
Það er ekkert grín að Moyes var að tala um að Rooney væri maðurinn til að drífa liðið áfram. Eftir 26 mínútur er hann búinn að gefa eina stoðsendingu (sú níunda í deildinni á þessu tímabili) og skora sitt níunda mark í deildinni (Númer 150 fyrir United). Fyrri hálfleikur endaði svo 2-2.
Það var ekki alveg sami kraftur í fyrri hluta seinni hálfleiks. Steve Bruce gerði tvær skiptingar strax í byrjun er hann tók út markmanninn McGregor og Meyler. Það verður svo ekki sagt að Moyes hafi gert varnarsinnaðar skiptingar í þessum leik. Fyrst að setja Januzaj inn fyrir Rafael og svo á 60′ mín er Fletcher skipt út (fínar 60 mínútur hjá honum) og inn kemur Javier Hernandez.
Sex mínútum síðar skorar Jimmy Chester stórglæsilegt sjálfsmark. Young með sendingu inn í teig sem stefndi beint á kollinn hans Rooney en Chester bjargaði svona frábærlega er hann skallaði boltann beint í sitt eigið net. 2-3 fyrir United (GIF)
Síðasta skipting Moyes kom á 78′ mín er Carrick (Jeij, hann er kominn aftur) kemur inn fyrir Young. Young með fínan leik í dag sem er frábært fyrir okkur. Klárlega einn af óvinsælli leikmönnum United en þegar Young er í góðu formi þá er hann stórhættulegur sóknarmaður sem við þurfum vel á halda.
Leikmenn liðsins vægat sagt virkilega pirraðir út í dómara leiksins. Rooney fékk gult fyrir munnbrúk og á 91′ mínútu lætur Valencia skapið taka yfir og fær sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum í burtu í reiði. Sem þýddi það að United voru manni færri síðustu 2-3 mínútur leiksins. Leikmenn Hull voru í stórsókn síðustu mínúturnar. De Gea gerði skelfileg mistök er hann reyndi að kýla boltann í burtu en endaði með að gefa þeim hættulegt færi. Hann hinsvegar bætti upp fyrir þau mistök er Hull komumst í sannkallað dauðafæri, einn á móti markmanni en De Gea varði meistaralega í horn. Og þar við sat, United sigraði Hull með þremur mörkum gegn tveimur.
Maður leiksins?
Auðvelt, herra Wayne Rooney. Ekki fullkominn leikur hjá honum í dag en stoðsending, mark og að taka stjórnina á miðjunni í seinni hálfleik er svo sannarlega nóg. Hann er búinn að vera hreint útsagt stórkostlegur fyrir United á þessum tímabili. Hvar værum við án Rooney á þessu tímabili?
Það jákvæða
- Baráttusigur eftir hræðilega byrjun
- Rooney að spila frábærlega
- Sextíu mínútur fyrir Fletcher
- Fimmti sigurleikur United í röð í öllum keppnum
- Tíundi sigurleikur United í röð á ‘Boxing day’
- United komið upp í sjötta sæti með 31 stig, jafnir Spurs og Newcastle sem eiga leik til góða
Það neikvæða
- Jones hnémeiðsli, frá í 2 vikur
- Rafael meiddur
- Varnarvinna dagsins
Tilvitnanir
Rooney
We didn’t start well today and when it got to 2-0 [dpwn] we knew that we were going to have to dig deep and show our fighting spirit, We had to come back quick and thankfully we got the two goals before half-time.[Hvort markið sem hann skoraði hafi verið eitt það besta á ferlinum] Probably, but I haven’t seen it back properly yet, it bounced nicely for me and I had a go. It was a big goal for us at an important time in the game. Once we got the third goal we tried to kill the game off [with another]. That didn’t happen. But it’s a great result for us today. We are starting to show some real quality now, We’re having a go and we’re fighting for each other. We’re ready for the challenge and hopefully we can surprise a few people.”