Dregið hefur verið í jólaverðlaunagetrauninni.
Fyrstu verðlaun, bókina Sir Alex – hinn magnaði Ferguson-tími hjá Manchester United 1986-2013, hlaut Smári Kristján Magnússon.
Önnur verðlaun, bókina Manchester United – spurningabók: Hvað veistu um Rauðu djöflana hlaut Viðar Sigurðarson.
Óskum þeim hjartanlega til hamingju!
Rétt svör í getrauninnni voru.
1. Það er ólíklegt að Nemanja Vidic setji á markað FerEvaVid sígarettur þegar hann hættir að spila. En Ducrobel sígarettur voru sannarlega til og nefndar á svipaðan hátt. Hver gerði það og hvers vegna nafnið?
Charlie Roberts lét framleiða þessar sígarettur og nefndi eftir frægri miðvarðarlínu United á fyrsta áratug 20. aldar: Dick Duckworth, sjálfum sér, og Alex Bell.
2. “Give it to Joe” var herhvatning stuðningsmanna á árum áður. Hver var Joe og hvað lék hann marga deildarleiki (ekki leiki alls) fyrir United?
Joe Spence lék 481 deildarleik fyrir United
3. Hver er eini spilandi framkvæmdastjórinn (player-manager) í sögu Manchester United?
4. Hverjir voru þeir tveir leikmenn sem komust lífs af úr flugslysinu í München en léku ekki aftur vegna meiðslanna sem þeir urðu fyrir þar?
Johnny Berry og Jackie Blanchflower
5. Manchester United hefur eins og við vitum öll unnið 20 Englandsmeistaratitla, en einungis þrír stjórar eru á bakvið þessa tuttugu titla. Hverjir eru þessir þrír framkvæmdastjórar?
Ernest Mangnall, Sir Matt Busby og Sir Alex Ferguson
Við þökkum öllum fyrir þáttökuna!