Það hefur oft verið að sagt að fótbolti sé leikur tveggja hálfleika og leikurinn í dag var engin undantekning.
Byrjunarliðið leit svona út
De Gea
Rafael Vidic Evans Evra
Jones Cleverley
Valencia Rooney Januzaj
Van Persie
Bekkur: Lindegaard, Smalling, Fellaini, Kagawa, Nani, Young, Hernandez.
United byrjuðu leikinn mjög grimmt og ætluðu augljóslega að skora snemma og það tókst þegar Wayne Rooney lagði boltann óeigingjarnt á Antonio Valencia sem skoraði laglega
á 9.mínútu, dæmigert United mark. Það tók ekki nema 11 að bæta við öðru marki en það gerði Robin van Persie laglega á 20.mínútu eftir fína sendingu frá Adnan Januzaj sem virðist vera búinn að eigna sér vinstri kantstöðuna. Robin van Persie gerði sér svo lítið fyrir og lagði upp mark fyrir Wayne Rooney á 22.mínútu. Það stefndi allt í rótburst og leikurinn í raun búinn í hálfleik.
David Moyes gerði þrjár breytingar í hálfleik en Rafael, Evans og Cleverley fór útaf vegna meiðsla eftir háskafull brot frá grófu Fulham liði og Kagawa, Fellaini og Smalling komu inn í þeirra stað.
Það var greinilegt að það átti að eyða minna púðri í seinni hálfleikinn og var hann ekki mikið fyrir augað. Spurning hvort United hafi hreinlega verið að spara sig fyrir komandi átök. Fulham tókst loks að minnka muninn á 65.mínútu þegar Alex Kacaniklic og Wayne Rooney skoruðu í sameiningu og Fulham komnir með smá von og bættu svo Darren Bent inná til þess að freista þess að skora meira en það dugði ekki til.
Ljótt atvik átti sér stað þegar Sascha Reither traðkaði á Adnan Januzaj en dómarinn sá atvikið ekki og því ekkert dæmt. Það var hreinlega óþolandi í hvað Fulham menn fengu að sparka hann niður í þessum leik. En strákurinn lærir af þessu og verður bara enn betri næst.
Einhverjir voru mögulega að hissa yfir að sjá ekki Giggs í hópnum í dag en það þýðir bara eitt. Hann verður í eldlínunni á þriðjudagskvöld í seinni leiknum gegn Sociedad.
PS: Mikið þarf Shinji Kagawa að sýna meira heldur hann gerði í dag og í leiknum gegn Stoke, það verður ekki endalaus krafa um að hann verði í hóp ef hann nýtir ekki sjensana betur.
Menn leiksins: Adnan Januzaj fyrir að vera sparkaður endalaust áfram en hætta aldrei að reyna og Wayne Rooney fyrir að vera sá eini sem virtist pirraður yfir spilamennsku Rauðu djöflanna í seinni hálfleik.
Þrjú stig eru þrjú stig en eru sérstaklega sæt þar sem Chelsea tapaði sínum leik fyrr í dag.
Takk fyrir í dag og Glory Glory Man United!!!