Það var aldrei nein hætta á ferðum. David Moyes stillti upp eftirfarandi liði:
De Gea Smalling Evans Jones Evra Carrick Cleverley Nani Rooney Kagawa RvP
Bekkur: Lindegaard, Rafael, Hernandez, Young, Valencia, Fellaini, Januzaj.
Það blés ekkert byrlega fyrir okkar mönnum í fyrri hálfleik. Liðið var að spila tiltölulega hægan bolta og skapaði sér lítil sem engin færi. Stokeverjum fannst það bara fínt, sátu til baka og beittu skyndisóknum og gerðu það vel. David De Gea átti minnsta kosti þrjár stórkostlegar vörslur eftir skyndisóknir Stoke, hann bókstaflega hélt okkur inní leiknum. Strax á fjórðu mínútu leiksins skoraði Peter Crouch fyrsta mark leiksins eftir að Marko Arnautovic labbaði framhjá varnarmönnum United. Svona gekk þetta út hálfleikinn. United tókst að jafna með marki frá Robin van Persie á markamínútunni 43. og hélt maður þá að núna myndu menn sigla þessu heim. Arnautovic var þó á öðru máli og klíndi boltanum sláinn inn úr aukaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Seinni hálfleikur spilaðist nákvæmlega eins. United dólaði sér hægt og rólega fyrir framan teiginn og Stoke varðist fimlega. Það var ekki fyrr en að Moyes fór að nýta skiptingarnar að eitthvað fór að gerast. Januzaj kom inná fyrir Nani sem átti hrikalega dapran leik. Chicharito kom inn fyrir Cleverley og Rooney fór á miðjuna og að lokum kom Valencia inn fyrir Smalling. Hraðinn jókst örlítið hjá okkar mönnum og á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins sigldum við sigrinum heim. Rooney tókst að jafna leikinn með glæsilegan skalla eftir hornspyrnu. Chicharito tryggði svo sigurinn með laglegu marki eftir fyrirgjöf.
3-2 sigur staðreynd.
Þetta var nú samt ekkert endalaus flugeldasýning frá okkar mönnum. Það er hægt að lýsa sóknarleik okkar mönnum allan leikinn svona:
- Koma boltanum á kantinn
- Gefa fyrir
- Vona það besta
Aftur og aftur. Rinse and repeat.
Frekar einhæft og fyrirsjáanlegt enda tókst Stoke-liðinu að skalla 97% af þessum boltum í burtu. Huth og Shawcross eru örugglega hæsta miðvarðarpar deildarinnar og skölluðu megnið af fyrirgjöfunum í burtu. Það tókst hinsvegar tvisvar að koma boltanum í netið eftir þetta og það tryggði okkur sigurinn á endanum. Við þurfum samt að finna einhverjar fleiri leiðir til þess að sækja ef einhver árangur á að nást í vetur. Þetta Stoke-lið hafði ekki skorað í þremur leikjum í röð en auðvitað brustu allar flóðgáttir á Old Trafford. Í fyrri hálfleik hefði Stoke getað komist í 3-0 ef það hefði ekki verið fyrir Big Dave í markinu.
Afhverju mæta samt lið á Old Trafford og halda bara að það sé í lagi að þau taki 3 stig heim með sér? Það var talað um að þegar Sir Alex var stjóri væru andstæðingarnir oftar en ekki búnir að tapa þegar þeir mættu í búningsklefana. Þeir höfðu enga trú á því að þeir gætu gert eitthvað. Nú virðist andstæðan við þetta vera að gerast. Lið hafa fulla trú á því að þau geti unnið United og virðast því leggja sig aukalega fram í leikjunum á Old Trafford því þeir finna lyktina af særðu dýri. Þetta sá maður hjá Stoke í dag, Southampton um síðustu helgi og WBA þar á undan.
Sem betur fer sá Moyes við þessu fyrir rest og það á að hrósa Moyes fyrir þessar skiptingar sem skiptu sköpum og færðu okkur þessi þrjú stig. Þetta var klassískt United comeback sem var eitt af einkennum stjóratíðar United. Er þetta vendipunkturinn fyrir Moyes?
Maður leiksins: Wayne Rooney. Berst eins og ljón og keyrir liðið áfram. Þvílíkt meistaraverk hjá Moyes að halda honum hjá United eftir sumarið.