Á morgun kl 14:00 tekur United á móti Southampton á Old Trafford í leik sem Mike Jones dæmir. Verður nú ekki sagt annað en að Southampton menn hafi átt alveg frábæra byrjun á þessu tímabili. Fyrir þessa umferð eru þeir staddir í fjórða sæti með fjórtán stig, tveimur stigum frá toppsætinu, í sjö leikjum eftir að hafa unnið fjóra, gert tvö jafntefli og tapað gegn Norwich.
Eins og svo oft áður, þegar ég skrifa þessar upphitanir, þá mætir spaki maðurinn á svæðið og heimtar að fá að vera með. Hann fékk neitun í síðustu upphitun en núna mætti hann með Stroh í kakó handa mér og byrjaði að sannfæra mig um gefa sér nokkrar málsgreinar í þessum upphitunun. Þar sem ég er mikill áfengis- og kakóunnandi þá veitti ég honum þessa ósk sína. Hér kemur það, verði ykkur að góðu.
Pistill spaka mannsins
Kæru lesendur, ritstjórar og stuðningsmenn, Hvað er málið með alla þessa neikvæðni? Það er spurningin sem ég vil velta fyrir mér í mínum fyrsta pistli og langar mig að veita öllum smá „wake up call“ eins og maður skrifar á enskunni. Rétt áður en tímabilið hófst las ég greinina þar sem spekingar þessarar síðu spáðu í þetta tímabil og man ég sérstaklega hversu sammála ég var félaga mínum hérna þegar hann ræddi ótta sinn varðandi allar bull fréttirnar og umræðurnar sem fylgja því að liðið hiksti í einhverjum leikjum með nýja stjórann. Því fyrr sem fólk sættir sig við það, að liðið muni lenda í einhverjum erfiðleikum á þessu tímabili, því betra.
Ég er enginn engill. Var nett brjálaður eftir fyrri hálfleikinn í síðasta deildarleik en blessunarlega mætti herra Januzaj á svæðið og bjargaði deginum fyrir okkar. Þótti mér afskaplega gaman að fá fyrirspurnir frá félögum mínum, sem styðja helstu mótherja United, síðar um kvöldið „Hver í fjáranum er þessi Januzaj eiginlega?“. En þrátt fyrir að vera brjálaður yfir frammistöðu hér og þar þá geri ég mér fulla grein fyrir því væntingum þessa tímabils. Herra Moyes var einfaldlega að taka við stærstu stjórastöðu fótboltans og hann þarf meira en eitt tímabil til að eigna & móta liðið eftir sínu höfði. Er það eitthvað óeðlilegt? Þið eruð eflaust að velta núna fyrir ykkur, „Af hverju er hann að röfla yfir þessu? Döhhh….við vitum þetta alveg“. Staðreyndin er einfaldlega sú að það vita þetta ekkert allir. Ef eitthvað er að marka umræður á Twitter og Facebook þá er ansi stór hópur manna og kvenna sem hefur nákvæmlega enga þolinmæði og sættir sig við lítið annað en 6-0 sigur í hverjum leik.
Ég er gæji sem höndla ekki dönsku þættina Klovn, sum atriðin einfaldlega gefa mér allt of mikinn kjánahroll þannig að ég oftast snöggur að flýja inn í herbergi til að halda geðheilsunni. Svipaða tilfinningu fæ ég þegar helstu samskiptamiðlar eru skoðaðir og fólk skrifar í fullustu alvöru „Moyes out“. Ég er ekki að grínast, fólk er í alvörunni að skrifa þetta án þess að vera spauga. Þar sem tíma mínum er betur eytt í eitthvað annað en að rökræða við einhverja kjána út í bæ þá, sleppi ég að ræða við þetta fólk en mig langaði að skoða í þessum pistli, hvað er svona hræðilegt í gangi hjá United að fólk telur United betur sett með að henda Moyes út (úr sínum sex ára samningi) og fara í þá bilun að leita að öðrum stjóra í október eftir sjö deildarleiki? *kjánahrollur*
Sjáum nú til, svona lítur þetta út: Það er búið að spila sjö deildarleiki. United er í níunda sæti með 10 stig og liðið í efsta sæti er með 16 stig. Heil sex stig skilur á milli United og efsta sætisins. Sex stig, það eru tveir sigurleikir gott fólk og þrjátíu og einn leikir eru enn óspilaðir! Í þessum sjö leikjum er United búið að mæta Liverpool á útivelli, City á útivelli og Chelsea á heimavelli. Semsagt 42% af fyrstu sjö leikjum United eru í topp 21% af erfiðustu leikjum United á hverju tímabili eða með öðrum orðum, United er búið með þrjá af átta erfiðustu leikjum deildarinnar eftir einungis sjö leiki! Þar að auki deilir United með Shakhtar Donetsk efsta sætið meistaradeildariðlinum og er enn í FA og Capital One bikarkeppnunum. Skelfilegt, ekki satt? Hvaða lið myndi ekki reka þjálfara sinn eftir svona frammistöðu?
Mín orð til ykkar eru einfaldlega, andið aðeins með nefinu, njótið fótboltans og sjáum svo til. Spörum gífuryrðin þar til þeirra er þörf. Moyes er ekki búinn að vinna fyrir þeim, ekki enn að minnsta kosti. Ég veit að frammistaða liðsins gegn City var skammarlega léleg en látum ekki eins og það hafi aldrei gerst þegar besti stjóri allra tíma var við stjórnvölinn.
Upphitunin
Southampton eru í fínu formi þessa dagana, þrír sigrar í röð gegn Liverpool, Crystal Palace og Swansea. Það eru ekki góðar fréttir því nógu erfiðir voru þeir fyrir okkar menn á síðasta tímabili.
Í fyrri leik liðanna á síðasta tímabili lenti United tvisvar sinnum undir en bjargvættur dagsins var herra Van Persie sem skoraði þrennur en brenndi af einu víti. Eins og Bjössi lýsti þessu:
Það þarf ekkert að fara fögrum orðum um þetta. Þetta var hreinn og klár þjófnaður framkvæmdur af stórfenglegum striker.
Svo í seinni leik liðanna sem var spilaður á Old Trafford þá náði United að sigra með tveimur mörkum gegn einu þar sem Carrick gerði sig sekan um skelfileg mistök í byrjun leiks sem gáfu Southampton mönnum mark og Rooney skoraði bæði mörk okkar manna. Ferguson játaði eftir leikinn að United hefðu verið heppnir að næla í öll þrjú stigin þann daginn:
In the second half, Southampton have been the best team to play here this season,we were fortunate to win the game. They pushed on top of us and didn’t give us any time on the ball.
United eru í fínum málum eftir þetta landsleikjahlé. Engin meiðsli hafa verið tilkynnt, Van Persie, Rooney og Nani duglegir við markaskorun og Persie varð markahæsti leikmaður Hollenska landsliðsin og allir voða kátir á æfingu. Smakvæmt Physioroom eru þeir Cleverley, Rafael, Ferdinand og (surprise surprise) Fletcher meiddir en góðar líkur eru á að Rafael og Ferdinand nái leiknum á morgun.
Hér er liðið sem ég vil sjá spila á morgun:
Staðreyndir
- Í síðustu 19 viðureignum þessara liða á Old Trafford hefur Southampton aðeins unnið einu sinni. Það gerðist árið 1988 þegar þeir unnu United með tveimur mörkum gegn engu
- United hefur ekki tapað tveimur heimaleikjum í röð síðan 2002
- Southampton hefur ekki unnið tvo heimaleiki í röð síðan 2001
- Það eru komnar 7 klukkustundir og 52 mínútur síðan Southampton hefur fengið á sig mark
- Í síðustu 20 heimaleikjum hefur United hefur unnið 15, gert 1 jafntefli og tapað 4
- Í síðustu 20 heimaleikjum hefur United 8 sinnum haldið hreinu
- Í síðustu 20 heimaleikjum hefur United skorað í 18 þeirra
- Í síðustu 20 útileikjum hefur Southampton unnið 5, gert 7 jafntefli og tapað 8
- Í síðustu 20 útileikjum hefur Southampton 6 sinnum haldið hreinu
Tilvitnanir
Moyes um Zaha
Wilf has not appeared. We have not felt we have had the opportunity, I want Wilf to get used to what happens here. The competition is hard. It is just impossible to get all these players a game at the one time. You can only ever play 11. It is important Wilf gets to see the level of the training here, the level of the players and the quality they have got. He is getting better which we are pleased about.
Moyes um Rooney
I saw him like this on the first day of pre-season yet I had to keep telling everyone that was the case because the media thought it was different, I saw him in great form. He was in great fettle. His training was fantastic from day one. But people kept saying different things and I found it difficult to prove it different. You can see by his form and the goals he is scoring that what I was saying was right. He is certainly a main player for Manchester United and he is one of the main players for England; that is what we expected. He takes the responsibility, scores the goals when it is required. He has done that from a young age. But the age he is at now he has that maturity which shows in how he plays, the condition he is in and the way he is playing for both club and country.
Giggs
I am enjoying my coaching role at Manchester United – it has been great, it hasn’t yet got to the point when I go into the dressing room and everything falls quiet. But education is the next step in my career and I’m enjoying it. I am enjoying working with the new manager. Personally, I would prefer better results but we are only seven or eight games into the season.
Chicharito
I strive for that [to start more games], I am working towards that – earning a spot as a starter. I know that my performance on the pitch will allow me to achieve that goal someday either here [in Manchester] or elsewhere for any other club. I am going on four years here [at Manchester United] and really, like I have always said, I am happy to be able to play for one of the best clubs in the world, doing my best every single day to earn more minutes on the pitch. I just need to be given more opportunities to showcase what I can do, because all of us want to be able to contribute our part so this team can win championships.What better way to compete anywhere in the world than to compete with them? The competition inside the team has always been really healthy and I think that helps the team a lot, because there are so many quality players that every one of them wants to earn a starting spot. The practices and matches coming up will force us to step up and help the team grow both at an individual and collective level.
Januzaj
I am happy at Manchester United and I want to commit myself 100 per cent in every game to do my best, I want to help Manchester United win the Premier League and become the best player in the world.