Á morgun fer fram síðasti leikurinn í þessari gríðarlega erfiðu leikjahrinu í upphafi tímabilsins. Hún var nú alveg nógu erfið fyrir áður en við drógumst gegn Liverpool í deildarbikarnum en við spilum við þá annað kvöld á Old Trafford. Þó maður kjósi helst að fá veikari andstæðinga í þessum mjólkurbikar verður að segjast að það er bara fínt að fá Liverpool í heimsókn eftir afhroðið á sunnudaginn.
Maður sá nýja hlið á Moyes eftir leikinn gegn City. Þangað til núna hafði hann talað um hvað allir væru frábærir og duglegir og svona en eftir leikinn á sunnudaginn gagnrýndi hann í fyrsta skipti leikmennina opinberlega og hann á víst að hafa látið leikmennina heyra það í klefanum eftir leik. Hveitibrauðsdagarnir eru búnir og nú þarf Moyes að láta til sín taka áður en pressan á honum verður óbærileg. Lítum aðeins á þá deildarleiki sem fylgja í kjölfarið á þessum Liverpool leik:
-
28. sept: WBA – Heima
-
5.okt: Sunderland – Úti
-
19.okt: Southampton – Heima
-
26. okt: Stoke – Heima
-
2. nóv: Fulham – Úti
Það er ekki óraunhæft að gera kröfu um 15 stig af 15 mögulegum í þessum leikjum. Jafnvel þó að liðið misstígi sig í einhverjum af þessum leikjum ættum við í það minnsta að standa uppi með 12-15 stig. Ef það gerist verðum við á góðu róli í deildinnni og allir löngu búnir að gleyma þessum hræðilega leik gegn City. Í þessum fimm leikjum ætti Moyes að geta létt af sér pressunni og komið á góðu skriði inn í næsta stórleik sem er 10. nóvember gegn Arsenal á Old Trafford. Þessvegnar er leikurinn á morgun nokkuð mikilvægur. Sigur á okkur erkifjendum og við getum farið inn í helgina á jákvæðum nótum og byrjað að komast á skriðið sem við þurfum til að ná í 15 stig af 15 mögulegum í næstu fimm deildarleikjum
Ég tel að Moyes ætti því að stilla upp sterku liði gegn Liverpool á morgun og gleyma því að leikurinn fari fram í Deildarbikarnum. Það er ekkert sem fær aðdáendurnar til þess að gleyma annarri eins hörmung og á sunnudaginn eins og sigur gegn Liverpool. Þetta er líka fullkomið tækifæri fyrir Moyes að nota þá leikmenn sem hann segist ekki hafa séð mikið af en ættu (að margra mati) að vera byrjunarliðsmenn í þessu liði. Ég vil sjá Kagawa, Nani, Hernandez fá tækifæri í þessum leik. Ég tel að Moyes ætti að stilla liðinu síni einhvernveginn á þessa leið: