Klukkan 15.45 í dag verður dregið í Meistaradeildinni.
Manchester United er að sjálfsögðu í efsta styrkleikaflokki en annars eru þeir sem hér segir.
1.flokkur:
Bayern München, Barcelona, Chelsea, Real Madrid, Manchester United, Arsenal, FC Porto, Benfica
2. flokkur:
Atlético Madrid, Shakhtar Donetsk, AC Milan, Schalke, Marseille, CSKA Moskva, Paris St-Germain, Juventus
3. flokkur:
Zenit St Pétursborg, Manchester City, Ajax, Borussia Dortmund, FC Basel, Olympiakos, Galatasaray, Bayer Leverkusen
4.flokkur:
FC Kaupmannahöfn, Napoli, Anderlecht, Celtic, Steaua Búkarest, Viktoria Plzen, Real Sociedad, Austria Vín
Eins og venjulega geta lið frá sama landi ekki dregist saman.
Hvað segið þið um að fá Atlético, Dortmund og Napoli? Eða Juventus, Dortmund og Sociedad?
Í gær var dregið í 3. umferð Capital One deildarbikarsins. Ég og fleiri höfum horft til deildarbikarsins spenntum augum í vetur og vonast eftir að Adnan Januzaj, Jesse Lingard, Larnell Cole og svo auðvitað Wilfried Zaha fái þar góð tækifæri. Frumraun þeirra er ekki af verri endanum, Liverpool kemur í heimsókn þann 24. eða 25. september. Svona til að krydda þetta aðeins verður þetta fyrsti leikur Luiz Suarez eftir bannið.
Í gær var tilkynnt um að Ángelo Henríquez hefði verið lánaður til annarar deildar liðs Real Zaragoza allt tímabilið. Vonum að það skili árangri. Einnig lítur út fyrir að Marnick Vermijl verði lánaður til NEC Nijmegen.