Þá er æfingaleikjum fyrir 2013-14 tímabilið lokið. Lokaleikurinn var heiðursleikur Rio Ferdinand. Manchester United byrjaði leikinn svona:
De Gea
Fabio Smalling Ferdinand Büttner
Cleverley Anderson
Valencia Januzaj Kagawa
Henriquez
Mörk Sevilla skoruðu Victor Machin, Marko Marin og Bryan Rabello. Antonio Valencia af öllum mönnum skoraði mark okkar manna.
Held að það sé tilefni til að benda mönnum að slaka á svartsýninni. Undirbúningstímabil hefur yfirleitt ekki gefið rétta mynd af neinu.
Hver man ekki eftir mögnuðu undirbúningstímabila Framara um árið, unnu allt og alla en enduðu tímabilið í fallbaráttu.
Ég minni lesendur svo á upphitun fyrir fyrsta „mótsleik“ United sem ég birti á morgun.
Góðar stundir.