Wayne Rooney verður ekki seldur og hefur verið að æfa vel að sögn Moyes.
Moyes segir að Manchester United muni alltaf hafa áhuga á bestu leikmönnunum, hann muni kaupa unga og efnilega leikmenn og vilji jafnframt nota uppalda leikmenn.
Nemanja Vidic segir Wayne Rooney vera í besta forminu í 5 ár og hlakkar til að spila með honum.
Ashley Young, Chris Smalling og Nani eru tæpir vegna meiðsla fyrir æfingartúrinn, Kagawa mun væntanlega hitta liðið í Japan. Javier Hernandez mun ekki fara í túrinn en mun æfa í Carrington AON Training Center.
Ekkert kom fram um væntanleg kaup eða brottfarir.