Þá er komið að síðasta stórleik tímabilsins. Það er með ólíkindum að vorleikir gegn Arsenal og Chelsea skipti ekki nokkru máli fyrir okkar menn. Eina spennan sem var fyrir leikinn gegn Arsenal var hvort United myndi slá stigamet Chelsea frá 2006, en þar sem leikurinn fór 1-1 (við reyndar rústuðum þeim í gulum spjöldum) þá var það úti. Robin van Persie var valinn leikmaður mánaðarins fyrir frammistöðurnar undir lok mánaðarins. Danny Welbeck er frá vegna meiðsla en Vidic og Scholes eru farnir að æfa aftur og ekki er ólíklegt að sá síðarnefndi verði á bekknum.
Ef að meira væri undir í þessum leik en stoltið þá væri þessi upphitun mun ítarlegri, það er ekki frá því að það komið sé svolítið spennufall í mann.Chelsea eru búnir að vera á ágætis róli, Benítez var valinn þjálfari aprílmánaðar og í gærkvöldi komust þeir í úrslit Evrópudeildarinnar.
Þar sem margumtalaða stigametið er ekki möguleiki þá væri ég til að sjá eitthvað af yngri strákunum fá tækifæri í komandi leikjum. Samt vil ég sjá sterkt lið á sunnudaginn til að reyna að trufla meistaradeildarbaráttu Chelsea manna og þetta er liðið sem ég vil sjá.
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Jones
Valencia Anderson Nani
Rooney van Persie
Ef að liðið sem spilaði seinni hálfleikinn gegn Arsenal mætir til leiks frá byrjun þá verður þetta flottur leikur.
Leikurinn fer fram á Old Trafford á sunnudaginn og hefst klukkan 15:00