United sigrar Sunderland með einu marki gegn engu á Stadium of Light, aftur. United liðið var að spila rosalega í svona 70+ mínútur og voru á tímabili í seinni hálfleik 80% með boltann. Leikurinn var í raun aldrei jafn spennandi og staðan gefur til kynna. Sunderland voru aldrei líklegir til að jafna leikinn.
Sir Alex kom kannski einhverjum á óvart með sterku byrjunarliði í dag, margir höfðu búist við hálfgerðu varaliði í dag en sú var sko ekki raunin. Á 27. mínútu fékk van Persie boltann á vinstri kantinum og eftir smá leikfimiæfingar átti hann skot sem átti viðkomu í hinn alæmda Titus Bramble og þaðan í netið, óverjandi fyrir Mignolet í markinu. Staðan 1-0 og maður vonaði alltaf eftir fleiri mörkum en átti svo sem alveg lúmskan grun um að þetta yrðu úrslitin. Þrátt fyrir gífurlega yfirburði í fyrri hálfleiknum þá náði United ekki að bæta við marki.
Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og hinum lauk. United lék sér með boltann en voru samt ekki að skapa færi í samræmi við yfirburði. Sunderland hefðu átt að rukka aðgangseyri fyrir liðið sitt því lengi vel voru þeir bara áhorfendur inni á vellinum. Þeir hresstust þó aðeins við undir restina en sigurinn var þó aldrei í hættu.
Það góða
Með sigrinum erum við með 18 stiga forystu á nágranna okkar og erkifjendur
Carrick var frábær í dag
Kagawa einnig, sérstaklega fyrstu 60 mínútur leiksins
David de Gea er núna ekki búinn að fá mark á sig í deildinni síðan snemma í leiknum gegn Southampton eða 628 mínútur
Robin van Persie „skoraði“
Alexander Büttner var mjög sprækur og hefði með smá heppni jafnvel skorað í dag
Það slæma
Rafael fór útaf meiddur í fyrri hálfleik
Ashley Young og Antonio Valencia voru alls ekki sannfærandi í dag
Slökuðum helst til of mikið á í seinni hálfleik í staðinn fyrir að drepa leikinn
Maður leiksins
Nokkur tíst
25 – Manchester United are the first team in English top-flight history to win 25 of their first 30 league games of a season. Special.
— OptaJoe (@OptaJoe) March 30, 2013
Clean sheets wins you titles as we know at #Manutd! Didn't see the game but 18 points clear and our neighbours next week at home!#titleback
— Edwin van der Sar (@vdsar1970) March 30, 2013
Buttner was nice today but Carrick was standout for me. Nice 3points that now roll on monday!
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) March 30, 2013
Can you imagine last May being told we would be 18 points clear at the top the next we came to the Stadium of Light?
— Scott Patterson (@R_o_M) March 30, 2013
These mediocre 2nd halfs've happened so many times now I'm convinced the players've been told to do this and thus actually playing very well
— Chris Cooper (@chrislovescass) March 30, 2013
UPPFÆRT KL.21:44 – Martin O’Neill hefur verið rekinn frá Sunderland