Jæja, ég held að það sé bara best að gleyma þessum skrattans leik gegn Real og vinda sér í það að kjósa besta leikmann United í febrúar. Sökum þess hversu snaggaralegur febrúar er spilaði United aðeins fimm leiki og unnu af þeim fjóra. Góðir sigrar þó svo lítið hafi verið um flugeldasýningar. Besti leikur United í febrúar var gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu þar sem gríðar góð barátta var í liðinu, en því miður fór það allt sman fyrir lítið, og þar með rifja ég upp leikinn sem ég ætlaði að gleyma.
Leikir United:
- 2. febrúar | Fulham 0:1 Manchester United | Enska deildin
- 10. febrúar | Manchester United 2:0 Everton | Enska deildin
- 13. febrúar | Real Madrid 1:1 Manchester United | Meistaradeildin
- 18. febrúar | Manchester United 2:1 Reading | FA bikarinn
- 23. febrúar | Queens Park Rangers 0:2 Manchester United | Enska deildin
Kosning:
[poll id="5"]