Síðast þegar United lék í deildinni unnum við 2:0 vinnusigur á sterku liði Everton. Í millitíðinni gerðum við 1:1 jafntefli á Bernabeu og unnum Reading 2:1 í bikarnum.
Síðast þegar við lékum gegn QPR unnum við 3:1 sigur í fyrsta leik Redknapp með liðið. Markalaust var í þeim leik þangað til á 52.mínútu þegar Jamie Mackie kom þeim yfir. Svo kom 8 mínútna kafli þar sem þeir Jonny Evans, Darren Fletcher og Chicharito skoruðu og kláruðu leikinn.
QPR voru duglegir í janúarglugganum og áttu tvo af dýrari leikmönnunum Loïc Remy og Christopher Samba sem kom á metfé eins og margir muna. Remy hefur verið meiddur undanfarið og verður það eitthvað áfram. QPR hafa verið við botninn allt tímabilið þrátt fyrir mikla eyðslu.
En að okkar mönnum. Wayne Rooney verður ekki með United á morgun vegna meiðsla en ætti að ná seinni leiknum gegn Real en önnur saga er með Phil Jones sem mun líklega missa af þeim leik.
Þar sem liðið náði 12 stiga forystu í síðustu umferð væri frábært að vinna þenna leik á morgun og ná 15 stigum á City sem spila við Chelsea á sunnudaginn. Vanmat má alls ekki eiga sér stað þrátt fyrir að liðin séu sitthvoru megin í deildinni. Sir Alex sagði meira að segja að hann muni taka þennan leik jafn alvarleg og einvígið gegn Real Madrid.
Ég ætla að heimta sterkt byrjunarlið á morgun og spái því nokkurn veginn svona:
De Gea
Rafael Evans Vidic Evra
Anderson Carrick
Nani Kagawa Giggs
van Persie
Leikurinn hefst klukkan 15 og við minnum alla twitterfæra lesendur að nota merkið #Djöflarnir á öll tíst um leikinn, einhver af þeim gætu endað í leikskýrslu. Svo eru allir síðuhöfundar staddir á twitter, nánari upplýsingar eru hér.