Hver hefði ekki þegið þessa niðurstöðu fyrirfram? Eins og var alveg vitað fyrir leikinn var stillt upp til svakalegrar baráttu í leiknum. Jones var ekki beinlinis settur til höfuðs Ronaldo en vissi þó alltaf… eða næstum því alltaf hvar hann var. Welbeck, Rooney og Kagawa voru síðan hlaupageiturnar.
Leikurinn var hasar frá upphafi og besti maður United í leiknum, David de Gea, kom strax á fimmtu mínútu með frábæra fingurgómavörslu frá Coentrão, í stöng og út. Gríðarlega mikilvæg varsla og hefði breytt miklu ef sá hefði farið inn. Sjá GIF mynd.
Real pressaði frá upphafi og United dró sig verulega aftarlega og reyndi að stíla á skyndisóknirnar, alveg eins og menn höfðu gert ráð fyrir. Reyndar var það svo að Kagawa datt oft fremst þegar Rooney og Van Persie voru frekar úti á köntum
Það var því frekar gegn gangi leiksins, en í stil við staðsetningar Kagawa þegar hann vann horn eftir baráttu við Sergio Ramos við vítateigslínuna, reyndar ranglega því boltinn fór af Shinji. Rooney tók hornið, Danny Welbeck hristi Ramos af sér, þó sá síðarnefndi héngi í honum, og Danny náði síðan glæsilegum skalla í hornið fjær. Reyndar stóði López sig ekkert sérlega vel þarna en markið engu að síður magnað.
Real setti þá pressuna enn frekar, United var enn aftar og markið lá í loftinu. Eini veiki kafli De Gea var um þetta leyti, hann átti tvær frekar máttlitlar kýlingar sem þó sköpuðu ekki vanda. Hann átti síðan ekki nokkurn möguleika í jöfnunarmark Real. Snarlega tekið innkast vinstra megin barst til Di María og Phil Jones þeim megin á vellinum frekar en að vera nær Ronaldo. Því var það þegar fyrirgjöf Di María kom þá var Evra eini maðurinn í Ronaldo. Ekki að það skipti máli því stökk Ronaldo var óheyrilega hátt og skallinn hamarfastur út við stöng, gersamlega óverjandi fyrir De Gea og eins og Fergie sagði eftir leik
What a header from Ronaldo, unbelievable. You can’t stop that. I said to Patrice at half-time „Patrice, did you not want to challenge for that?“ but then I saw the video and thought „what was I talking about?
Stuttu seinna spiluðu Kagawa og Van Persie vel saman vinstra megin við teiginn og Robin átti flotta fyrirgjöf sem Welbeck komst í en López varði skot hans.
Engu að síður var það pressa Real sem var aðalmálið. Í hvert sinn sem United náði boltanum í vörninni áttu þeir í mesta basli við að koma boltanum áfram, halda honum og sækja. Eftirtektarvert þó alltaf í leiknum að þegar Van Persie fékk boltann náði hann alltaf að gera eitthvað af viti. Vörnin hélt þó út hálfleikinn með góðri frammistöðu, nema Rafael virkaði óöruggur, fékk gult fyrir klaufalegt tuddabrot á Özil. De Gea var aftur kominn í stuð, varði t.d. vel frá Özil.
Rétt fyrir hálfleik var Phil Jones nokkuð heppinn að sleppa við víti þegar hann ýtti helst til hressilega á Di María en við sluppum með 1-1 inní hálfleik
Í seinni hálfleik var að miklu leyti sama upp á teningnum, en þó tók United mun betur á móti pressu Real. Rafael var t.d. traustari. Bæði lið áttu þó mjög góð færi. Flest færi Real voru þó skot af lengra færi og nær öll þeirra sá De Gea um, ýmist af öryggi eða með glæsilegum vörslum. Sú besta kom þegar Coentrão hljóp upp að fjærstöng og komst á endann fyrirgjöf Khedira. De Gea þurfti að beita fótunum með tilþrifum enda ekki í jafnvægi til að skutla sér. Sjá GIF mynd.
Dómari leiksins var annars frekar slakur án þess að hallaði á annað liðið. Hann hefði algerlega getað gefið rautt spjald á Raphaël Varane fyrir að sparka í og toga í Evra þegar sá síðarnefndi var allt í einu kominn inn fyrir vörn Real eftir frábæra stungusendingu. Hann sá þá ekki einu sinni ástæðu til að flauta.
Giggs kom inná fyrir Kagawa á 64. mínútu og stuðningsmenn Real sýndu honum þann heiður að klappa fyrir honum þá. Kagawa hafði verið frekar áhrifalaus mestan part leiksins og átti það sinn þátt í að Rooney þurfti að vinna enn meira og oftast þannig að lítinn árangur bar. Rooney fór reyndar útaf undir lokin fyrir Anderson.
En um miðjan hálfleikinn átti Van Persie færi í tvígang sem hefði mátt nýta. Fyrst fékk hann stungu frá Rooney en López varði í slá, Real hreinsaði og Carrick skallaði háan svifbolta inn á teiginn þar sem Van Persie lúrði órangstæður en hitti boltann illa, og Alonso náði boltanum áður en hann lak yfir línuna.
Það sem eftir lifði leiks var leikur United betri en hann hafði verið. De Gea sá um að verja skotin en sóknir United voru gríðarhættulegar. Boltinn lá eitt sinn fyrir Giggs í opnu færi í teignum en hann ákvað af óskiljanlegum ástæðum að taka snertingu og boltinn fór á endanum af honum útaf. Phil Jones átti mikilvæga blokkeringu á Ronaldo við markteig á 91. mínútu en United átti síðasta færið. Diego López varði þá mjög vel skot Van Persie, United fékk horn, en dómarinn flautaði af eftir 92 mínútur og 55 sekúndur, og leyfði ekki hornið. Hann hafði greinilega ekki áhuga á að reglan segi að spila eigi að lágmarki viðbótartímann.
‘Skemmtilegustu’ tilþrif dómarans voru annars gul spjöld sem hann gaf Van Persie og Valencia. Van Persie fyrir að þreifa á skeggi Ramosar, og Valencia fyrir að vera með hendi þar sem Ramos gat skallað í hana. Já, Sergio Ramos er ekki mesti heiðursmaður á velli, en gott að hann er heill heilsu, það leit út eftir bæði atvikin eins og hann hefði höfuðkúpu- eða kjálkabrotnað
Allt í allt mjög góð frammistaða. Það er ekki hægt að líta framhjá því að United spilaði mjög aftarlega og manni var fjarri því að vera rótt. En vörnin stóð sig og þegar hennar naut ekki við var maður leiksins til varnar, David de Gea. Ef einhver er enn að efast um hæfileika þessa pilts þá hlýtur þessi leikur endanlega að kveða þá vitleysu í kútinn.
Það er ekki síður gaman að því að næstbesti maður United var annar gríðarlega vanmetinn og stundum úthrópaður leikmaður, Danny Welbeck. Hann var hreinlega út um allt. Annað hvort að berjast um að hirða boltann af Real mönnum eða að halda uppi spili, skapa, nú eða skora eina markið okkar. Vonandi að þessi frammistaða hans þaggi sömuleiðis niður í gagnrýninni á hann.
Þriðji sem ég sé ástæðu til að hrósa er Robin van Persie. Hann hefði svo sem mátt skora, en engu að síður var það gríðarlega mikilvægt í þessum stressleik að ef boltinn kom á hann mátti stóla á að hann næði að taka hann til sín, halda honum og skila honum frá sér. Venjulega væri það á miðjunni og frammi, en pressan var svo mikil að hann var iðulega að þessu allt að eigin teig.
En aftur, þetta var mikið streð. Heppnaðar sendingar voru nær hending, Real náði 69% hlutfalli en United aðeins 62%. Til samanburðar var versta hlutfall okkar í Meistaradeildinni hingað til 85%. Ótrúlegar tölur, og ekki bara okkar.
Tístval kvöldsins:
Anderson has just scored one if the greatest goals I've ever seen in the warm up! Think zidane in champions league final!
— seoirse (@seoirsemac) February 13, 2013
Nei Capacent, ég ætla ekki að svara í símann þegar þrettán mínútur eru liðnar af þessum leik.
— Egill Óskarsson (@Egillo) February 13, 2013
The Manchester United fans making more noise than the whole of the Bernabeu. Madrid, as usual, struggles when they can't counterattack
— Guillem Balague (@GuillemBalague) February 13, 2013
United fans being attacked by police with batons on concourse under the stand , totally unprovoked , women in tears – uefa a disgrace !!
— Mark (@mancmark55) February 13, 2013
– Magnað: RT @SamWallaceIndy
Uefa stats put Carrick at top of distance covered of all outfield players (5.9km). He's had a good half.— Rauðu djöflarnir (@raududjoflarnir) February 13, 2013
Welbeck played a great game! He is sharp and showed some skills!
— Gerard Piqué (@3gerardpique) February 13, 2013
In fairness to Rooney, he sacrifices a lot of individual ambition for the team. Wasn't great tonight though.
— Ben Hibbs (@BenHibbs) February 13, 2013
https://twitter.com/Tr16ia/status/301807719466274816
I'm glad we don't have a big game next. Those players are going to be knackered. Worked so hard tonight. Lots of changes needed.
— Scott Patterson (@R_o_M) February 13, 2013
Ljúkum þessu með innilegu faðmlagi, komdu nú heim, vinur!