Þá hefðjum við þáttöku okkur í aðalbikarkeppninni á Englandi. Frammistaða liðisins í þessari keppni hefur valdið vonbrigðum undanfarin ár. Sennilega hefur verið hægt að óska sér auðveldari andstæðings í þessari umferð til að geta spilað yngri mönnunum, reyndar kemur 8 daga pása þannig að ekki er ólíklegt að United stilli upp þokkalega sterku liði.
West Ham hefur gengið þokkalega í deildinni eftir að hafa komið upp úr Championship-deildinni í vor. Þeir eru sem stendur í 11.sæti deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og fer fram á Upton Park.
- Manchester United hefur unnið þessa keppni 11 sinnum, 1909,1948,1963,1977,1983,1985,1990,1994,1996,1999,2004. Ekkert lið hefur unnið oftar.
- Sir Alex Ferguson hefur stýrt Man Utd til sigurs 5 sinnum eða oftast allra stjóra félagsins.
- Sigurinn í keppninni 1990 er talinn hafa bjargað starfi Ferguson á sínum tíma.
- Einu núverandi leikmenn liðsins sem unnu FA bikarinn síðast eru Ryan Giggs, Paul Scholes og Rio Ferdinand.
- David de Gea, Rafael (og Fabio), Danny Welbeck voru á fermingaraldri síðast þegur United vann þennan bikar. Nick Powell var 10 ára.
Líklegt byrjunarlið:
Lindegaard
Jones Smalling Vidic Büttner
Welbeck Fletcher Scholes Young
Kagawa
Hernández