Á morgun mætum við Walesverjunum í Swansea á útivelli. Þeir hafa átt nokkuð góðu gengi að fagna í deildinni í ár undir stjórn Michael Laudrup. Margir bjuggust við erfiðu gengi eftir brottför Brendan Rodgers en liðið spilaði í fyrra virkilega góðan fótbolta á spænska mátann. Michael Laudrup spilaði á sínum tíma fyrir bæði Barcelona og Real Madrid og hefur þjálfað Bröndby, Getafe, Spartak Moskvu og Mallorca. Swansea gerði sennilega bestu kaup tímabilsins þegar þeir fengu spænska snillingin Miguel Pérez Cuesta eða Michu eins og hann er betur þekktur en hann markahæstur í deildinni ásamt Robin van Persie sem hafa skorað 12 mörk hvor. Hann er ekki eini spánverjinn sem Laudrup hefur fengið til liðsins því einnig voru Chico Flores og Pablo Hernández verslaðir. Búast má við því að hraðir vængmenn heimamann geti valdið okkur vandræðum þá helst hinn eldsnöggi Nathan Dyer.
Einhverja hluta vegna erum við efstir í deildinni með 6 stiga forskot á City. Erum búnir að spila útileiki gegn Liverpool, Chelsea, City og erum með fullt hús þar í sennilega jafnerfiðustu leikjum tímabilsins. Varnarleikurinn er búinn að vera bölvaður höfuðverkur í vetur og skrifast það á hluta á mikið rót í varnarlínunni og það er fyrst núna sem að varnarmennirnir eru flestir fullir heilsu fyrir utan Jonny Evans. Michael Carrick hljóta að vera fyrsta val á miðjuna þessa dagana og jafnvel Anderson þegar hann er heill. Svo er sjálfvalið í framlínuna með þá van Persie og Rooney.
Leikurinn gæti orðið mjög erfiður ef við erum ekki vakandi í vörninni. Sókndjarft spil Swansea gæti hentað okkur vel ef við náum að beita skyndisóknum á þá. Nú þegar hópurinn er nánast allur heill er erfiðara að spá fyrir um uppstillingu en hér er mín spá:
De Gea
Jones Ferdinand Smalling Evra
Valencia Carrick Cleverley Young
Rooney
van Persie