De Gea
Jones Smalling Wootton Büttner
Cleverley Powell
Welbeck Rooney Giggs
Chicharito
Bekkur:
Anders Lindegaard
Rafael da Silva
Ashley Young
Paul Scholes
Darren Fletcher
Marnick Vermejl
Kiko Macheda
Magnús Þór skrifaði þann | 8 ummæli
De Gea
Jones Smalling Wootton Büttner
Cleverley Powell
Welbeck Rooney Giggs
Chicharito
Bekkur:
Anders Lindegaard
Rafael da Silva
Ashley Young
Paul Scholes
Darren Fletcher
Marnick Vermejl
Kiko Macheda
Björn Friðgeir skrifaði þann | 16 ummæli
Síðasti leikur okkar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu verður á morgun þegar Rúmenarnir frá Cluj koma í heimsókn. Fyrri leiknum lauk með naumum sigri United í einum af streðleikjum þessa hausts. Fjórir sigrar í fyrstu fjórum leikjum riðilsins hafa þó tryggt okkur áfram og við getum tekið á móti Cluj með hálfgerðu varaliði, enda erfiðasti leikur tímabilsins framundan um næstu helgi, heimsóknin á Etihad.
Eftir martröðina um síðustu helgi eru köllin eftir David de Gea orðin skerandi hávær, ekki síst þegar horfti er til næstu helgar og ég ætla sannarlega að vona að Sir Alex láti það eftir okkur. Að öðru leyti verður þetta létt. Rooney verður með sagði Fergie það í dag, enda spilar hann betur þegar hann fær leiki. Af öðrum aðalmönnum ætla ég að spá því að Rafael byrji til að gefa honum sjálfstraust eftir að hafa verið kippt útaf um helgina, en annars verður þetta svona bland í poka. Young má alveg við að spila gegn veikara liði, hann lék betur á laugardaginn en hann hefur gert í vetur. Jones og Smalling þurfa leikæfinguna ef annar hvor eða báðir eiga að spila á móti City, og Fletcher þarf hvíld ef hann á að spila á móti City. Svo verða þarna uppáhalds kantmenn okkar allra, Young og Welbeck.
De Gea
Rafael Wootton Smalling Büttner
Cleverley Jones
Welbeck Rooney Young
Chicharito
Bekkurinn verður svo kjúklingasafn hið mesta. Enginn Vidic. Macheda spilað í varaliðsleik í gær annars væri ég jafnvel til í að spá honum inn í byrjunarliðið
Cluj eygir möguleika á sæti í næstu umferð ef úrslit þeirra eru betri en úrslit Galatasaray gegn Braga þannig það má búast við þeim í hörkustuði.
Segjum að við sleppum með jafnteflið, 1-1 í leik sem skiptir okkur litlu máli.
Þá er komið að því að kjósa besta leikmann Manchester United í nóvembermánuði en þetta er nýr liður hér á síðunni sem við ætlum að vera með í hverjum mánuði héðan í frá. Við höfum tekið saman lista yfir þá leikmenn sem er vert að gefa séns í þessari könnun, ef þið eruð okkur ósammála þá endilega kjósið aðra leikmenn í athugasemdakerfinu.
Leikir United í nóvember voru eftirfarandi:
Kosning:
[poll id="2"]
Björn Friðgeir skrifaði þann | 11 ummæli
Liðið aðeins öðruvísi en ég setti það upp áðan.
Lindegaard
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Anderson Fletcher
Rooney Van Persie Young
Skemmst frá því að segja eftir þokkalega byrjun United kom sending inn á teig okkar á 8. mínútu, Jonny Evans skallaði úti teiginn og Robson-Kanu afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Fjórtánda skiptið í vetur sem United lendir undir. En United var óvenju snöggt að svara þessu og tvö mörk á þrem mínútum komu United yfir, Fyrst skoraði Anderson með þrumuskoti úr teignum eftir góða sendingu Young, og síðan Rooney úr víti eftir óhemju klaufalegt brot á Evans.
En United var ekki lengi í þeirri paradís, Reading fékk horn og Adam Le Fondre var gjörsamlega óvaldaður í teignum og skallaði inn. Skelfilega slök dekkning þarna og aðeins þrem mínútum eftir það skoraði Morrison eftir annað horn Nicky Shorey. Annar skalli í þetta skiptið tók Morrison hreinlega Evans í nefið í loftinu. Spurning hvor Lindegaard hefði getað gert betur þarna eða hvort hann á sök á að vörnin er ekki nógu skipulögð.
En United kom enn til baka, Young átti snilldarsendingu upp kantinn á Evra, fyrirgjöfin fann Rooney frían í miðjum teignum og hann skoraði auðveldlega.
Þá tók Sir Alex Rafael útaf og setti Smalling inn. Rafael hafði ekki átt góðan leik, hleypt sínum mann of oft upp kantinn og var þegar kominn með gult spjald. Sjaldan sem maður sér svona snemmbúna skiptingu hjá United. Þarna var Fergie líka klárlega að reyna að setja hæð í vörnina. Verst er ef þetta fer með sjálfstraustið hjá Rafael, hann var gráti nær þegar hann kom útaf.
Firringin hélt áfram og Robin van Persie kom United yfir. Stungan kom inná hann dauðafrían, Nicky Shorey úti á vinstri kantinum sá til þess að Van Persie var ekki rangstæður og afgreiðslan var flott. Einhverjum mínútum síðar hreinsaði varnarmaður síðan skot Van Persie sem var komið meter yfir línuna.
Anderson meiddist undir lok hálfleiksins og Phil Jones kom inn á í staðinn. Alveg væri það klassískur Anderson ef hann verður nú frá í nokkra mánuði svona rétt þegar hann er að spila frábærlega.
Seinnni hálfleikurinn var nær tíðindalaus í samanburði, helst að minnast á að Lindegaard var ekki mjög traustur þó að ekki leiddi til marks. Van Persie var nálægt að skora þegar hann hirti boltann af Federici, markmanni Reading, en var kominn aðeins of langt til hliðar þegar hann náði loks skotinu og að fór hátt yfir og framhjá. Van Persie var síðan tekinn útaf og Welbeck kom inn á.
Það verður ekki að United tekið að skora fjögur mörk, en það er alveg skelfilegt hvað vörnin var óörugg. Ég skelli skuldinni á Lindegaard, sýnist alveg augljóst að nú þurfi de Gea að fá stöðuna aftur. Rafael hlýtur að koma til baka þó hann hafi verið slakur þennan hálftíma sem hann spilaði.
Rooney var maður leiksins hjá okkur, tvö mörk og stoðsending og er fínt ef hann er að spila sig í toppform svona rétt fyrir City leikinn. Young var frískari en hann hefur verið, en skot hans voru ansi slök. Vonum að Anderson sé ekki illa meiddur, nauðsynlegt að hafa hann með gegn City
En núna getum við byrjað að stressa okkur fyrir næstu helgi, erum 3 stigum á undan og því algerlega sex stiga leikur.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 7 ummæli
Byrjunarliðið komið
Lindegaard
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Fletcher
Young Anderson Rooney
Van Persie
Varamenn: De Gea, Jones, Giggs, Smalling, Chicharito, Welbeck, Cleverley
Er að skjóta á liðsuppstillinguna svona, litur út fyrir að Rooney fái að vera úti á kanti.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!