Jæja, enn einn leikurinn þar sem United lendir undir og kemur tilbaka. Þessir leikir ættu að koma með viðvörun til hjartveikra.
Fyrri hálfleikur leiksins var ekki dæmi um góðan knattspyrnuleik. Hrafnistubolti á við leikinn gegn Norwich. Líkt og Felipe Melo í Champions League þá komst Scholes upp með nokkrar vel hressar tæklingar. Rooney áttu nokkur ágætis skot og van Persie átti skot í hliðarnetið sem einhverjum sýndist þó hafa farið í markið. Engin mörk voru skoruð í hálfleiknum, eða ætti ég að segja engin lögleg mörk.
Seinni hálfleikurinn hófst með óbreytt lið nema Welbeck og Young skiptu um kanta. Leikurinn spilaðist álíka og fyrri hálfleikurinn þangað til að Jamie Mackie af öllum mönnum skoraði og QPR voru allt í einu líklegir til að hirða 3 stig. Scholes ólíkt Melo fékk loks gult spjald eftir ansi slæma tæklingu rétt fyrir utan teig. Fergie brást vil ég meina hárrétt við og átti frábærar innáskiptingar. Anderson kom inná fyrir Scholes og Hernandez fyrir Young sem var að spila eins og Nani í dulargervi. Eins og svo oft áður kveikti þetta mark í okkar mönnum sem dúndruðu inn 3 mörkum á 8 mínútum. Jonny Evans skoraði sitt 3. mark á leiktíðinni þrátt fyrir að United væri að spila með fjóra framherja. Svo leið ekki á löngu þangað til að Darren Fletcher skoraði gott mark. Javier Hernandez gerði sér lítið fyrir og skoraði svo þriðja mark liðsins og eftir það voru QPR hættir og United spilaði restina af leiknum í fyrsta gír. Hefðu reyndar getað skorað meira en miðað við hvernig leikurinn var að spilast framan af er ég bara sáttur við 3 stig.
Ég ætla að velja Anderson sem mann leiksins. Hann kom inná með hraða og kraft inná miðjuna og gjörbreytti flæðinu í liðinu. Ef hann byrjar ekki gegn West Ham þá ætti það verða rannsóknarefni.
Ekki menn leiksins: Ashley Young, Danny Welbeck og Paul Scholes.
Nokkur vel valin tíst:
18 – Manchester United have recouped more points from losing positions than any other team in the 2012-13 Premier League. Recovery.
— OptaJoe (@OptaJoe) November 24, 2012
Það er eins og United sé með einhvern domination fetish, geta ekki náð honum upp án þess að láta refsa sér fyrst #fotbolti #Djöflarnir
— Sveppi (@Sveppi) November 24, 2012
– ARE YOU NOT ENTERTAINED?! #Djöflarnir
— Elvar Örn Unnþórsson (@ellioman) November 24, 2012
Ég man þá tíð þegar við skoruðum aldrei úr hornum. #djöflarnir
— Ég heiti Trausti (@Traustisig) November 24, 2012
Drauma skiptingar! Fergie klárlega með þetta #djöflarnir #fotbolti
— Ásbjörn Þorsteinsson (@asbjornth) November 24, 2012
Anderson í byrjunarliðið alltaf! #Djöflarnir
— Tryggvi Páll (@tryggvipall) November 24, 2012
– Skemmtileg staðreynd: Evans er búinn að skora fleiri mörk en Balotelli. #Djöflarnir
— Elvar Örn Unnþórsson (@ellioman) November 24, 2012