Jæja, búið að tilkynna byrjunarliðin fyrir leikinn á eftir:
Lindegaard
Rafael Keane Wooton Büttner
Nani Fletcher Anderson Giggs
Welbeck Chicharito
Varamenn: Johnstone, Powell, Macheda, Lingard, Vermijl, Brady, Tunnicliffe
Segjum að þetta sé 4-4-2. Væri þó gaman ef þetta er tígullinn og Nani er fyrir aftan framherja. Hef verið spenntur fyrir því að sjá hann fá tækifæri þar í langan tíma. Sæmilega sterkt byrjunarlið en vörnin er tæp. Rafael okkar reynslumesti varnarmaður inná. Það er einnig ekki mikla reynslu að finna á bekknum. Macheda sá eini sem hefur spilað einhverja aðalliðsleiki að ráðu.
Lið Chelsea er eftirfarandi:
Cech
Azpilizueta Cahill Luiz Bertrand
Mikel Romeu
Moses Mata Sturridge
Piazon
Bekur: Hilario, Ramires, Oscar, Hazard, Ferreira, Marin, Saville.
Þetta eru áþekk byrjunarlið en vörnin hjá Chelsea er sterkari. Þetta verður spennandi. Leikurinn hefst 19.45