Eftir vonbrigðin í síðustu viku þá var einstaklega ánægjulegt að sjá hvernig liðið byrjaði þennan leik. Menn voru einbeittir og ákveðnir í öllum sínum aðgerðum og heimamenn voru áhorfendur fyrstu 20 mínúturnar í þessum leik.
Robin van Persie talaði um það í vikunni að hann væri ánægður með að hafa verið duglegur að skora en vildi vera að leggja meira upp fyrir liðsfélaga sína. Það tók hann ekki nema 8 mínútur þegar hann átti hornspyrnu sem Jonny Evans stangaði í markið.
Danny Welbeck hefði getað skorað auðvelt mark eftir að hann rændi boltanum af Steven Harper en setti hann framhjá markinu á meðan Robin van Persie var dauðafrír með honum í teignum.
Það var svo á 15 mínútu að við fengum annað horn, Wayne Rooney tók þá spyrnu sem Patrice Evra af öllum mönnum skallaði í markið eftir að hafa unnið skallaeinvígi gegn Cisse.
Eftir þessa mögnuðu byrjun hjá gestunum þá fór aðeins að lifna yfir heimamönnum, og þeir sóttu stíft án þess þó að skora.
0-2 í hálfleik.
Newcastle byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og virtust staðráðnir í að komast aftur inn í leikinn. Þeir áttu stórhættulega sókn og de Gea þurfti að skófla boltanum af línunni, heimamenn vildu meina að boltinn hafi verið fyrir innan en í endursýningum virðist aðstoðardómarinn hafa haft rétt fyrir sér, boltann var ekki allur fyrir innan.
Á 55. mínútu kom Antonio Valencia inná fyrir Shinji Kagawa sem var á gulu spjaldi.
Skömmu seinna áttum við loksins almennilega sókn í seinni hálfleik þar sem Welbeck renndi boltanum út á Tom Cleverley sem hitti boltann illa og hann fór langt yfir markið.
Wayne Rooney áttu nokkrum mínútum síðar ágæta tilraun með vinstri sem Steve Harper átti ekki í neinum erfiðleikum með.
Það var svo á 71. mínútu að eitt af mörkum tímabilsins var skorað af Tom Cleverley, hann átti glæsilegt skot af vinstri kantinum sem Harper átti aldrei séns í.
Staðan 0-3 og úrslitin virtust ráðin.
Paul Scholes kom inná fyrir Wayne Rooney á 80. mínútu.
Robin van Persie sem var á gulu spjaldi virðist hafa sloppið við seinna gula spjaldið eftir viðskipti við Yohan Cabaye.
Eftir það var hann tekinn útaf á 87. mínútu og inn kom í hans stað Ryan Giggs.
Ekkert fleira markvert gerðist í þessum frábæra sigri á velli sem við töpuðum á síðasta tímabili með sömu markatölu.
Erfitt er að velja mann leiksins að þessu vegna þess að margir voru að spila vel. Myndi segja að menn leiksins hafi verið Wayne Rooney og Tom Cleverley ásamt vörninni allri.