Þá er komið að annarri útgáfu af „Mótherjinn mælir“. Á laugardaginn fær United Tottenham Hotspurs í heimsókn á Old Trafford og því við hæfi að fá einhvern dyggan Spurs stuðningsmann í viðtal til okkar. Við höfðum samband við íslenska Tottenham klúbbinn og var formaðurinn, Birgir Ólafsson, tilbúinn til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur og gefa okkur smá innsýn inn í hugarheim Tottenham stuðningsmanna og því sem við megum eiga von á.
Nú eru búnir fimm deildarleikir þar sem Tottenham hefur unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og tapað einum. Hvert er þitt álit á Andre Villa Boas? Er hann rétti maðurinn í starfið?
Það er erfitt að dæma manninn eftir einungis 5 leiki í starfi. Hann er svo allt öðruvísi stjóri en Redknapp var og held ég að þetta tímabil eigi ekkert eftir að vera dans á rósum hjá Tottenham. Kannski skref aftur á bak miðað við hvað Redknapp var að gera – en stundum þarf að taka skref aftur á bak til að fara áfram. Hann þarf að fá meiri tíma áður en hægt er að dæma hann. Ég persónulega var með aðra stjóra framar í röðinni en AVB þegar hann var ráðinn, en nú er búið að ráða hann svo maður verður bara að styðja hann í því sem hann er að gera. Það hefði alla vega verið hægt að gera margt verra en að ráða AVB.
En svo spyr maður á móti, hvernig er að vera Utd maður eftir sigur eins og um helgina, sem var ekkert annað en þjófnaður um hábjartan dag með gaurinn í svarta búningnum sem tólfta mann :o)
Það er fátt sem kætir mig meira en að sjá United sigra á Anfield og að horfa upp á stuðningsmenn þeirra froðufella af reiði í lok leiks gerir sigurinn bara enn sætari í mínum huga :) En aftur að Tottenham, hvaða stjóra varst þú með í huga þegar Redknapp ákvað að fara? Ertu svo ánægður með leikmannakaup liðsins í sumar?
Mér fannst Roberto Martinez hjá Wigan spennandi kostur, ætli hann hafi ekki verið sá sem ég hafði mestan áhuga á. Svo voru þarna einhver nöfn sem maður var alveg til í, þar á meðal AVB. Leikmannakaupin í sumar voru bara nokkuð góð. Við auðvitað misstum Modric, okkar leikstjórnanda og er hægara en gert að fylla upp í skarðið sem hann skilur eftir sig en kaupin á Gylfa, Vertonghen, Adebayor, Dembele, Dempsey og Lloris voru nokkuð góð. Þó það hefði verið að gaman að landa einnig Moutinho á lokadegi gluggans sem og Llorente var spennandi leikmaður sem Tottenham var á eftir. En heilt yfir, þá var ég sáttur við leikmannakaupin í sumar.
Talandi um Gylfa, nú eru Íslendingar auðvitað spenntir að sjá drenginn spila með betri liðum ensku deildarinnar. Hvernig er hann búinn að standa sig með liðinu hingað til? Hefuru trú á að hann verði fastur byrjunarliðsmaður fyrir liðið?
Gylfi hefur alla burði til að verða afburða leikmaður í enska boltanum. Hann hefur staðið sig ágætlega síðan hann kom til liðsins. Spilaði mikið á undirbúningstímabilinu og skoraði þar tvö mörk ásamt því að leggja upp önnur tvö. Það sem af er deildinni hefur hann verið inn og út úr liðinu, staðið sig ágætlega. Hann er að keppa við marga frábæra leikmenn um stöðu í liðinu, en ef hann er að standa sig á æfingum og leikjum ætti hann alveg að geta náð sér í fast sæti í liðinu. En hann er bara nýorðinn 23. ára gamall, hann á eftir að læra margt (sjáið bara Scholes í dag) :o). En þó það verði ekki á þessu tímabili eða því næsta, þá hef ég trú á því að hann eigi eftir að verða stjarna í enska boltanum.
Ég er persónulega sammála þér þar, að mínu mati mjög góð kaup og held ég að Gylfi verði orðinn virkilega öflugur leikmaður eftir svona 2-3 ár. En hvað þarf Tottenham að gera til þess að þú yrðir ánægður með þetta tímabil? Í hvaða sæti heldur þú að liðið endi í deildinni?
Auðvitað er stefnan sett á topp 4, Tottenham hefur verið að berjast um topp 4 síðustu ár. Þó að það hafi ekki dugað síðasta vor þegar Chelsea tókst að vinna Meistaradeildina á einhvern ótrúlegan hátt og þ.a.l. missti Tottenham sæti sitt í meistaradeildinni eftir að hafa endað í fjórða sætinu í deildinni. Ég er samt varkár í bjartsýnisspám fyrir veturinn, miklar breytingar í nýjum þjálfara, margir nýjir leikmenn, þetta á allt eftir að taka tíma. Þannig að ég myndi spá liðinu 5-8 sæti í deildinni, og ef það yrði svo fjórða sætið, væri það framan mínum væntingum og stór bónus. Deildarbikar, FA bikar eða Europa League bikar eða bara einhver bikar væri svo bara aukabónus :o)
Nú eru okkar lið að fara eigast við um helgina og þá er vert að spyrja, hver er þinn uppáhalds leikur í viðureignum Tottenham og United?
Tottenham hefur nú ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Man. Utd í gegnum árin, ef ég man rétt unnum við síðast Man Utd árið 2001!
Sá leikur sem er eftirminnilegastur er líklega leikur sem var spilaður á nýjársdag 1996 á heimavelli Tottenham, leikur sem maður horfði á í sjónvarpinu ekki sá hressasti eftir skemmtanahöld á gamlárskvöld. Tottenham vann þennan leik 4-1 :o)
Það er rétt munað hjá þér að Tottenham sigraði United síðast árið 2001 þegar liðin mættust í deildinni á White Hart Lane en til að bæta gráu ofan á svart þá verður þessi leikur spilaður á Old Trafford þar sem United hefur sigrað Tottenham átján sinnum í síðustu 20 leikjum og gert 2 jafntefli. Það þarf að fara aftur í tímann um 23 ár eða 1989 til að finna sigur hjá þínum mönnum í leikhúsi draumanna, þar sem Gary Lineker skoraði sigurmarkið í 0-1 sigri. Ertu bjartýnn á hlutirnir breytist núna? Hver er þín spá fyrir leikinn?
Það eru auðvitað nokkuð margir mjög svo vafasamir dómar sem hafa verið Tottenham í óhag í leikjum liðanna á Old Trafford síðustu ár. Allt síðan „markið“ sem Mendes skoraði á 89 mínútu á Old Trafford í stöðunni 0-0, janúar 2005 þegar Carroll missti boltann ca. 1 1/2 m yfir línuna, en ekkert mark dæmt! Það hefði stytt bíðina í sigur niður í 7 ára bið! Svo hafa verið nokkrir æði skrautlegir vítaspyrnudómar á Old Trafford eins og vítaspyrnu dellan 2009 í stöðunni 0-2 fyrir Tottenham og alveg að koma hálfleikur. Mark sem kveikti í Man Utd. Þannig að það er mjög mikilvægt að hvorki Webb né Halsey dæmi leikinn um næstu helgi :o)
En að öllu gamni slepptu þá held ég að Man Utd eigi eftir að vinna leikinn um næstu helgi, 2-0 eða 3-1. Tottenham eru bara ekki alveg ready um þessar mundir, liðið þarf meiri tíma undir stjórn AVB. Ég vona samt að ég hafi rangt fyrir mér og Tottenham eigi eftir að ná í stig á Old Trafford.
Við leggjum auðvitað minni vinnu í að muna eftir einstökum vafasömum dómum þar sem við vinnum ykkur alltaf. En burtséð frá öllum umdeildum dómum þá komið þið á góðum tíma þar sem United virðist ekki enn vera dottið í gírinn þrátt fyrir að vera komið með fjóra sigra í deildinni. Hverjir verða ykkar mikilvægustu leikmenn og helstu styrkleikar í leiknum og hverju eiga United menn helst að taka eftir í leik Tottenham?
Bale er klárlega okkar mikilvægasti maður og er því mikilvægt að hann verði í gírnum um næstu helgi. Þar sem Tottenham mun án efa liggja tilbaka þá þarf United að passa sig á baneitruðum skyndisóknum hjá Tottenham, með þá Bale og Lennon á köntunum. Svo hefur Defoe verið mjög heitur í upphafi tímabils og er næst markahæstur í deildinni á eftir Persie.
Og þá að sama skapi, hverjir eru helstu veikleikar Tottenham-liðsins?
Gallas er líklega mesti veikleikinn, ef hann á ekki góðan dag gæti þetta farið illa. Ef Naughton verður ekki orðinn heill um næstu helgi er við því að búast að Vertonghen spili í vinstri bak sem hann leysti frábærlega á sunnudaginn gegn QPR í seinni hálfleik. Það myndi þá þýða að Caulker myndi koma inn í byrjunarliðið, ungur og óreyndur jaxl þar á ferð sem vonandi lætur ekki Old Trafford slá sig útaf laginu.
Caulker gegn Van Persie hljómar alls ekki illa! Ef við snúum athyglinni aðeins að United liðinu, hvað þurfa leikmenn Tottenham að hafa mest í huga er þegar þeir mæta United? Hvar finnst þér United vera hættulegast?
United liðið er bara hættulegt „all the time“, ég myndi ekki segja að það væri einhver einn / tveir sem þyrfti að hafa mestar áhyggjur af. United er bara með sterka liðsheild. Tottenham þarf að hafa í huga að passa sig vel í sínum vítateig að bjóða ekki hættunni heim að gefa United tækifæri á að fá víti, sem þeir fá samt örugglega í leiknum. Reyndar er gott að því leytinu til að Ashley Young spilar ekki þar sem hann er upptekinn með dýfingarliði Englands :o)
Persie er auðvitað match winner leikmaður eins og hann sannaði á móti Southampton en ég hef fulla trú á því að við náum að halda honum í skefjum í þessum leik.
Ég skynja smá biturleika í þínum skrifum. Framlínan er svo sannarlega ekki vandamál hjá United og er möguleiki á að Rooney spili einhverjar mínútur um helgina sem myndi alls ekki auðvelda róðurinn hjá ykkar mönnum. Hvaða veikleika telur þú hinsvegar United hafa sem Tottenham gæti nýtt sér?
Enginn biturleiki í gangi, bara facts!
United er ekki með bestu vörn í Evrópu, það er alveg á hreinu. Tottenham þarf að nýta sér það. Vidic er frá í einhverjar 2 mánuði og Ferdinand er kominn af léttasta skeiðinu, Evans getur verið öflugur en hann getur líka verið nokkuð áttavilltur í sínum aðgerðum sbr. rauða spjaldið sem hann hefði átt að fá um síðustu helgi fyrir tvífótatæklinu en einhvern veginn fékk dómarinn þá flugu í hausinn að reka L´pool leikmanninn útaf. Evra er einnig kominn af léttasta skeiðinu og vonandi á Lennon eftir að láta hann hafa fyrir því í leiknum og svo er það Rafael hægri bak sem kemur til með að eiga í höggi við Bale og þar er Rafael ekkert með mikla reynslu en það gæti orðið athyglisverð barátta milli Rafael og Bale enda báðir flinkir leikmenn.
Ef þú gætir fengið einn leikmann frá United til Tottenham, hvern myndir þú velja?
Rooney, mjög góður leikmaður og á nóg eftir. Annars er það bara einhvern veginn þannig að það væru ekki margir leikmenn United sem myndu ganga inn í Tottenham liðið en liðsheildin er gríðarlega sterk hjá United, liðið þarf ekki að spila vel til að vinna.
Að lokum, hvernig myndir þú stilla Tottenham-liðinu upp fyrir leikinn?
Miðað við að sömu leikmenn séu klárir og voru um síðustu helgi:
Friedel
Walker Caulker Dawson Vertonghen
Dempsey Sandro Dembele
Lennon Defoe Bale
Dempsey væri í free-role hlutverki á miðjunni og myndi jafnvel spila svoldið undir Defoe þannig að þetta gæti líka litið út sem 4-4-1-1. Ég set Dawson þarna inn, því ég vel frekar hann en Gallas en mig grunar samt að Gallas verði fyrir valinu um næstu helgi. Svo hefur Friedel verið að standa sig mjög vel og þarf landsliðsmarkvörður Frakka, Lloris, að bíða enn um sinn eftir að fá að starta í deildinni.
Við þökkum Birgi kærlega fyrir að koma í heimsókn til okkar og hlökkum til leiksins um helgina.