Það lítur út fyrir að sumarið verði spennandi á leikmannamarkaðnum! Skv Manchester Evening News (MEN) þá er United á eftir fjórum lykilleikmönnum: Miðverði, miðjumanni, kantmanni sem getur spilað hvoru megin sem er og framherja.
—síðast uppfært 15. júní 2017—
Antoine Griezmann
Kemur ekki í sumar Nýr samningur hjá Atlético með hærri launum en sömu klásúlu. Heyrumst með þetta næsta sumar.
Victor Lindelöf er nýr leikmaður Manchester United
Michael Keane
Á að hafa sagt vinum að líklegt sé hann sé á leið aftur til United. Eftir að Lindelöf var staðfestur er þó ólíklegt að Keane komi líka.
Nemanja Matic
Sagt hann sé einn af þessum fjórum. Mourinho þekkir hann út og inn og skv MEN í dag 31. maí vill hann koma og þá er bara spurning um verð.
Ivan Perisic
Háværar raddir, aðallega frá Króatíu og Ítalíu. Er hann fjórði maður? Sagt að United hafi gert tilboð sem sé nálægt 55m evrum sem Inter vill fá. Fréttir 10. júní segja að Spaletti, nýr þjálfari Inter sé búinn að gefa grænt ljós á að Perisic fari, en hann hafði víst sett tímabundið stopp á það. 15. júní koma fréttir um að Woodward hafi hækkað boðið úr €40m í 42. en Inter vilji 50 milljónir. Inter þarf að selja fyrir 30 milljónir fyrir 1. júlí til að halda sér innan Financial Fair Play reglna. Ivan Perisic á WhoScored
Álvaro Morata
Lítur út fyrir að vera helsta framherjatakmarkið en Real vill mikið. Daily Telegraph segir 9. júní að Morata og United hafi komist að samkomulagi um kaup og kjör og 10. júní segir Marca, málpípa Real Madrid að kaupverðið sé komi, 70 milljónir evra, eða 61,5 milljón punda. Nú er bara að bíða. Fréttir 15. júní um að Real sé alveg tilbúið að bíða til ágúst loka til að fá 90 milljónir evra. Álvaro Morata á WhoScored
Andrea Belotti
Með €85 milljóna klásúlu. líklega helst til dýr. Blaðamaðurinn Miguel Delaney sem er oft naskur, segir að Mourinho vilji BÆÐI Morata og Belotti Andrea Belotti á WhoScored
Romelu Lukaku
Of dýr. Er á leiðinni til Chelsea
Fabinho
Slúður 31. maí segir að hann vilji fara eftir að sjá á bak öðrum leikmönnum, United hafði áhuga í fyrra. Slúðið síðustu viku mjög misvísandi. Sumir segja United ekki hafa áhuga aðrir að United sé i viðræðum við umba Fabinho. WhoScored.
Jan Oblak
Ef de Gea fer þá er Oblak efstur á lista
Tiemoue Bakayoko
Nei, hann er að fara til Chelsea.
Á útleið?
Wayne Rooney
Var tekinn af Facebook forsíðumynd United 13. júní. Er að fara er það ekki?
David de Gea
United er sagt visst um að hann vilji ekki fara. Marca slær því upp 7. júni að hann sé ekki að koma til Real Madrid
Chris Smalling
Er til sölu. Talað um 10 milljónir til West Ham 15. júni.
Zlatan Ibrahimovic
Staðfest að hann fær ekki nýjan samning en hann mun vera í endurhæfingu á Carrington. Frábært, hann verður eins og aukaþjálfari og fær eflaust samning ef hann verður heill.