Í gærkvöldi bárust þær fréttir að Sir Alex Ferguson væri kominn af gjörgæslu. Gleðifregnir fyrir alla knattspyrnuunnendur en fjölskylda hans óskar þó enn eftir því að hann fái frið á meðan endurhæfingu stendur til að ná sér að fullu.
https://twitter.com/ManUtd/status/994285488923176960
En að leik dagsins sem var markalaus og frekar tíðindalítill. José Mourinho kom öllum á óvart þegar hann stillti upp í 3-5-2 leikkerfi með þá Alexis Sanchez og Jesse Lingard fremsta á meðan bæði Anthony Martial og Marcus Rashford sátu á varamannbekknum. Liðið var eftirfarandi: