Ole kom á óvart með að tefla ekki fram Pogba, nýkjörnum leikmanni mánaðarins hjá Manchester United í janúar mánuði. Í stað hans kom Greenwod inn í liðið, annars var þetta sömu leikmenn og byrjuðu gegn Arsenal. Hasenhüttl stilti fram þeim leikmönnum sem eru heilir í hans liði, sem eru ekki margir. Einungis tveir leikmenn af þeim níu sem sátu á bekknum hjá Southampton eru með einhverja reynslu í fullorðins fótbolta. Hins vegar eru nánast allir heilir hjá Southampton sem hafa átt byrjunarliðssæti á tímabilinu. Það voru hins vegar tveir leikmenn í byrjunarliði Southampton að byrja sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Gott byrjunarlið með reynslu lítinn bekk. Southampton krækti sér í Minamino á láni frá Liverpool seint í gærkvöldi og því ekki leyfilegur í leiknum í kvöld.
Anthony Martial
92. þáttur – Sigur og tap á Old Trafford – Lingard kvaddur (í bili)
Maggi og Daníel settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Liverpool og Sheffield United. Einnig var talað um rasísk skilaboð til Axel Tuanzebe og Anthony Martial, áhrif Darren Fletcher á frammistöðu Paul Pogba ásamt því að kveðja þá Jesse Lingard og Odion Ighalo og margt fleira.
https://open.spotify.com/episode/0ckFebARtPBxxqUqnLUHaH?si=bDpumVlfS3C8ZPgQhMnwoQ
Djöflavarpið er í boði:
89. þáttur – Á United að kaupa Jack Grealish?
Maggi, Björn og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Aston Villa og Manchester City. Einnig ræddum við fráfall fyrrverandi stjórans litríka Tommy Docherty, ráðningu Darren Fletcher, kaupin á Amad Diallo og veltum því fyrir okkur hvort United eigi að festa kaup á Jack Grealish.
https://open.spotify.com/episode/2Uxb9jaEtWmEOmdHNng9ec?si=aU5ZyMtQTlSiDW07e9pr5g
Manchester United 2:1 Aston Villa
Þegar byrjunarliðið var gefið upp fyrir leik var óvíst hvaða leik uppstilling yrði fyrir valinu. Það kom eiginlega þrennt til greina: 4-4-2 með Pogba og Bruno á köntunum, 4-2-3-1 með Pogba út á vinstri kanti eða tígulmiðja með Martial og Rashford frammi. Það sem varð fyrir valinu hjá Ole á endanum var það kerfi sem hann kann best við sem er 4-2-3-1. Hjá Aston Villa kom fátt á óvart. Ross Barkley var ekki klár í leikinn og hélt því Traoré sæti sínu í liðinu. Einnig datt Hause úr liðinu eftir að hafa byrjað síðustu fjóra leiki í hjarta varnarinnar og Mings kom inn í liðið eftir leikbann.
Sheffield United 2:3 Manchester United
Það eru nokkrir hlutir í þessu lífi sem eru eins öruggir og sólarupprásin sem boðar nýjan dag. Skattaskýrslan á hverju ári, dauðinn, Sjálfstæðisflokkurinn er spilltur, jólin mæta til leiks seint í desember og jú, Manchester United lendir undir á útivelli í deildinni en snýr því í sigur. Þannig fóru leikar einmitt í kvöld, United lenti undir, komst 1-3 yfir eftir þrjú algjörlega frábær mörk en gerði leikinn svo óþarflega spennandi í restina eftir klaufalegan varnarleik í hornspyrnu. Hvað annað er nýtt að frétta?