Bekkur: V. Valdes, A. Di María, R.Falcao, A. Januzaj, A.Pereira, P. McNair.
Aston Villa
Aston Villa kemur í heimsókn
Rétt er að taka fram að búið er að breyta klukkunni á Bretlandi þannig að leikurinn hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.
Ótrúlegt hvað tveir góðir leikir geta breytt viðhorfi stuðningsmanna. Fyrir leikina gegn Tottenham og Liverpool voru margir byrjaðir að efast um möguleika United á að enda í topp 4. Eftir góðan sigur gegn Liverpool á Anfield voru menn aftur byrjaðir að líta aftur á annað sætið sem raunhæfan kost á meðan örfáir brjálæðingar byrjuðu að vonast eftir 95/96 dæmi og vinna titilinn.
Aston Villa 1:1 Manchester United
Jafntefli gegn Aston Villa staðreynd. Svekkjandi byrjun á jólatörninni en nokkrir jákvæðir punktar.
Liðið var svona:
Bekkur: Lindegaard, Blackett, McNair, Rafael, Di Maria, Januzaj, Wilson
Enn og aftur stillti Louis van Gaal upp í 3-5-2 á útivelli enda þetta leikkerfi búið að skila góðum sigrum undanfarið. Það er samt með þetta kerfi að það virðist stífla sköpunargáfuna og menn eiga í erfiðleikum með að skapa sér góð færi. Falcao fékk tækifæri í byrjunarliðinu, Carrick datt í vörnina og Fletcher og Rooney stilltu sér upp á miðjunni.
Aston Villa á Villa Park á laugardag
Nú er jólatörnin að hefjast. Það eru fjórir leikir á dagskránni á næstu dögum. Á nýársdag heimsækjum við Stoke, 28. kemur Tottenham í heimsókn og á annan í jólum skella Newcastle-menn sér á Old Trafford. Áður en þetta hefst þurfa þó okkar menn að ferðast til Birmingham þar sem heimsókn á Villa Park er á döfinni.
Villa Park er einn af mínum uppáhaldsvöllum og þaðan koma nokkrar af mínum bestu minningum sem stuðningsmaður Manchester United. Hver getur t.d. gleymt þessu marki:
Manchester United 4:1 Aston Villa
Í dag sáum við United spila gegn Aston Villa á Old Trafford. United vann leikinn með fjórum mörkum gegn einu með mörkum frá Rooney(2), Mata og Chicharito.
Fyrir leik var fólk smeykt fyrir því að leiknum yrði seinkað vegna umferðartafa nálægt Old Trafford. En sem betur kom ekki til þess og leikurinn hófst á eðlilegum tíma. Moyes ákvað að stilla liðinu upp á þennan máta: