Ég ætla ekki að nefna niðurlæginguna sem við upplifðum í vikunni. Ég ætla ekki að nefna hluti eins og að byrjunarlið United kostaði £184m á móti £161m hjá City. Ætla ekki að nefna það að United hefur núna tapað tíu leikjum á þessu tímabili og stefnir í lægsta stigafjölda í meira en 22 ár. Ég ætla ekki að nefna það að Fellaini gæti farið í bann fyrir að hrækja á Zabaleta.
Aston Villa
Aston Villa 0:3 Manchester United
Það hlaut að koma að því. Ekki bara sannfærandi sigur heldur mörk frá þeim Danny Welbeck og Tom Cleverley sem hafa mikið verið gagnrýndir fyrir slakar frammistöður og þá sérstaklega Welbeck. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá Darren Fletcher koma inná og fá 20 mínútur.
United stóð frammi fyrir því að mögulega tapa 3 leikjum í röð en það hefur bara tvisvar gerst í sögu úrvalsdeildarinnar (Bjössi við vitum að fótboltinn var ekki fundinn upp þá). United var nánast að spila 4-3-3 með Rooney sem framliggjandi miðjumann fyrir framan Cleverley og Giggs. Það var mjög mikill léttir að sjá Jones þar sem hann á heima á kostnað Ferdinand sem hefur alls ekki verið að gera góð mót hingað til. Hinn unga Januzaj er alltaf gaman að sjá í byrjunarliði og hann lýsti því yfir á dögunum að vilja að vera allt sitt líf hjá United. Einhverjir voru eflaust efins með þá ákvörðun að láta Welbeck byrja en það borgaði sig í dag, heldur betur.
Manchester United mætir Aston Villa á Villa Park.
Okkar menn tryggðu sér 1. sætið í A-riðli Meistaradeildarinnar með ágætum sigri á Shakhtar í vikunni. Aldrei þessu vant skiptast liðin í 1. og 2. sæti í riðlum Meistaradeildarinnar nokkurn veginn eftir getu og eigum við ekki möguleika á að lenda á móti hinum af bestu liðum álfunnar i 16-liða úrslitum. Það er jákvætt.
Moyes glímir við talsverð meiðslavandræði. Carrick er ennþá meiddur ásamt Smalling og í gær bættist Robin van Perse í meiðslahópinn en hann verður frá í heilan mánuð. Það er neikvætt. Vidic, Evra og Fellaini eru einnig tæpir og óvíst með þáttöku þeirra í þessum leik. Eins og lesendur hafa bent á lýsti Nani því svo yfir að hann og heitkona hans hefðu eignast lítinn strák og hann hefði fengið frí til þess að eyða tíma með fjölskyldunni. Hann verður því ekkert viðriðinn leikinn en óskum við honum auðvitað til hamingju með föðurhlutverkið. Hann dettur því út byrjunarliðinu eins og ég hafði spáð að það yrði. Set þá Valencia á hægri kantinn og Januzaj færir sig yfir á þann vinstri.
Manchester United Englandsmeistarar 2013
Í kvöld tryggði Manchester United sér Englandsmeistaratitilinn í tuttugasta sinn!!
Leikurinn í kvöld kláraðist í raun á fyrsta hálftímanum þegar United tryggði sér sigur með geysifínum leik, tveim góðum mörkum og einu stórfenglegu.
Það voru ekki þrjár mínútur liðnar þegar Robin van Persie var búinn að skora eitt mark og skjóta yfir af sex metra færi. Markið kom eftir eina og hálfa minútu, Sókn upp hægra megin, Valencia náði ekki að koma boltanum á hægri, gaf frekar til baka á Rafael sem gaf yfir á fjær, þar sendi Giggs viðstöðulaust fyrir og Van Persie setti hann alveg óvaldaður. Mínútu síðar kom sókn United og Van Persie setti góða fyrirgjöf Valencia yfir.
Tryggjum við titilinn í kvöld?
Liðið sem á að reyna að tryggja okkur Englandsmeistaratitilinn lítur svona út
De Gea
Rafael Jones Evans Evra
Valencia Giggs Carrick Kagawa
Rooney
Van Persie
Bekkurinn: Lindegaard, Ferdinand, Hernandez, Nani, Welbeck, Cleverley, Büttner
Giggs treyst inná miðjunni enn einu sinni, vonum að hann sýni það sem hann getur þar. Rooney með þannig við getum róað aðeins seljaselja raddirnar.