Líkt og glöggir lesendur síðunnar tóku eftir þá kom engin sérstök leikskýrsla eftir síðasta leik Manchester United. Það hefur þó líklega ekki komið þeim sem sáu leikinn neitt sérstaklega mikið á óvart. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur og endaði með markalausu jafntefli. Bæði lið áttu marktilraun sem endaði í slá, Manchester United var betra liðið í fyrri hálfleik á meðan Earthquakes var sterkara liðið í seinni hálfleik, þegar þeirra aðallið var komið inn á völlinn. Hvorugt liðið var þó mjög sannfærandi.
Bandaríkin 2018
Sumarfrí klárast, undirbúningur hafinn fyrir nýtt tímabil
Þá erum við aftur komin að þessum tímapunkti þegar leikmenn Manchester United eru að tínast heim einn af öðrum, eftir gott sumarfrí, og æfingatúrinn kemst á gott skrið. Í kvöld spilar liðið svo sinn fyrsta æfingaleik í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Við í ritstjórn Rauðu djöflanna erum einnig farnir að huga að komandi tímabili og hvað við getum mögulega gert til að gera síðuna og podkastið okkar betra. Ábendingar frá ykkur, lesendum og hlustendum okkar, eru vel þegnar hvað það varðar.