Þvílík frammistaða í kvöld. Þetta var fyrsti United leikurinn í langan tíma sem ég hef hlakkað til að horfa á. Ég var mjög forvitinn að sjá liðsvalið sem var nokkurn veginn það sama og í síðustu leikjum en munurinn er sá að Paul Pogba sneri aftur í byrjunarliðið. Það sem kom kannski mest á óvart var að Nemanja Matic hélt sæti sínu í liðinu. Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United minntist á það á blaðamannafundinum fyrir leikinn að liðsvalið í þessum fyrsta leik yrði að miklu leyti undir þeim Michael Carrick og Kieran McKenna komið en þeir stjórnuðu æfingum eftir brottrekstur José Mourinho. Phil Jones var líka óvænt í byrjunarliðinu á kostnað Eric Bailly sem fór á bekkinn.
Cardiff City
Nýtt upphaf í Cardiff?
Eftir síðasta deildarleik þá fékk mjög margt stuðningsfólk Manchester United nóg. Nóg af endalausri neikvæðni, varkárum liðsuppstillingum, leiðinlegu leikskipulagi, nóg af José Mourinho. Undirritaður fór hressilega á út með Mourinho vagninn eftir tapið gegn Liverpool. Vissulega var stjórinn ekki eina vandamálið en hann var samt vandamál. Miðað við yfirbragð og tilsvör frá Portúgalanum frá því í sumar var það nánast skrifað í skýin að þetta myndi gerast. Nokkrir leikmenn þurfa líka að taka töluverða ábyrgð en þeir geta ekki falið sig bakvið José Mourinho lengur. Svo má ekki gleyma stjórninni og Ed Woodward. Ég er ekki mikill aðdáandi hans sem yfirmanns knattspyrnumála enda er það ekki hans sterkasta hlið. Ég vil samt gefa honum smá „credit“ fyrir að taka þessa ákvörðun og bíða ekki þangað til í lok mars þegar meistaradeildarsæti var úr sögunni. En þetta credit verður tekið tilbaka ef að verður ekki ráðinn ekki yfirmaður knattspyrnumála á leiðinni og farið í meiriháttar uppbyggingu bakvið tjöldin.
Manchester United 2:0 Cardiff City
Manchester United tók á móti Cardiff City í leik sem var áttahundruðasti byrjunarleikur Ryan Giggs fyrir liðið og fyrsti leikur Juan Mata í uppstillingu sem leit svona út
De Gea Rafael Evans Smalling Evra Valencia Jones Giggs Young Mata Van Persie
Eftir að fyrstu gleðiviðbrögðin við að sjá Mata og Van Persie í liðinu voru liðin hjá er ekki ólíklegt að flestir stuðningmenn United hafi hugsað svipað
Cardiff á Old Trafford annað kvöld
Eftir atburði síðustu daga er frekar erfitt að átta sig á því að það er alvöru fótboltaleikur á morgun. En það er svona, lífið er ekki eintómt slúður og leikmannakaup.
Það er samt lítill vafi á hvað er frétt fréttanna á morgun: Ef allt fer eins og fara á, fyrsti leikur Juan Manuel Mata García fyrir Manchester United. Mata var formlega og endanlega kynntur til sögunnar í dag á blaðamannafundi með Moyes. Fundurinn var nokkuð staðlaður ‘nýr leikmaður kynntur’ fundur en Mata kom gríðarvel fyrir, er fullfær í enskunni og hann hlakkar til að takast á við verkefnið
Cardiff 2:2 Manchester United
Liðið gegn Cardiff var svona, nær eins og ég spáði í gær.:
De Gea
Smalling Evans Ferdinand Evra
Valencia Cleverley Fellaini Januzaj
Rooney
Chicharito
Varamenn: Anderson, Giggs, Nani, Young, Welbeck, Büttner, Lindegaard
Leikurinn var átta mínútna gamall þegar Rooney fékk gult eftir átta mínútur fyrir pirringsbrot úti á kanti, sparkaði í mótherja sem hafði unnið af honum boltann og hefði að mínu mati átt að vera rautt. Mjög lélegt hjá Rooney en eins gott að hann var inn á því hann skoraði fyrsta markið. Valencia komst inn í sendingu, gaf inn á Hernandez sem framlengdi snyrtilega. Rooney þurfti að taka hringsnúning til að hrista af sér varnarmann og skotið fór síðan af varnarmanni og inn. Cardiff hafði byrjað aðeins betur en eftir brotið hjá Rooney tók United öll völd þangað til markið kom.