Á morgun er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Chelsea, gæti reynst einn mikilvægasti leikur liðsins fyrir jól. Chelsea hefur verið á góðri siglingu í haust, unnið 6 leiki af 7 og gert eitt jafntefli. Þeir sitja á toppi deildarinnar, 4 stigum á undan okkar mönnum sem eru í öðru sæti með 18 stig. Það er því óþarfi að benda á hversu sterkt það væri að næla sér í 3 stig úr þessum leik, það gæti þó reynst erfitt þar sem Manchester United hefur ekki unnið á Stamford Bridge síðan 2002. Einnig þarf liðið að halda dampi núna því Man City, sem einnig eru með 18 stig, ættu að eiga frekar auðveldan heimaleik gegn Swansea.
Enska úrvalsdeildin