Það tók ekki langan tíma fyrir Chelsea að slá tóninn fyrir þessi harmkvæli sem við þurftum að þola í dag, þeir skoruðu eftir aðeins þrjátíu sekúndur. Marcos Alonso gaf langa sendingu utan af kanti, framhjá Smalling og Pedro hristi Blind af sér og stakk hann af, renndi sér framhjá úthlaupi De Gea og skoraði auðveldlega. Hrikalega slæmur varnarleikur þarna bæði hjá Smalling sem hefði átt að geta komist inn í sendinguna og hjá Blind sem var alltof hægur.
Chelsea
Chelsea á Stamford Bridge á morgun
Leikjahrinan spennandi heldur áfram á morgun klukkan 3, þegar United fer til London og mætir Chelsea á Stamford Bridge.
Eftir jafnteflið á Anfield á mánudaginn búast mörg við því að United mæti til að spila stífan varnarleik. Sú skoðun lítur framhjá því að mestan hluta fyrri hálfleiks gegn Liverpool átti United leikinn og spilið fór að mestu fram á vallarhelmingi Liverpool. Það ásamt frískum leik á fimmtudaginn ætti að sýna að það er engin ástæða til að gefa sér það fyrirfram að leikurinn á morgun verði eins og síðari hluti Liverpoolleiksins. Það er engu að síður alveg á hreinu að það verður lagt upp með að þegar United þarf að verjast þá verði varnarleikurinn eins öruggur og hægt er
Chelsea 1:1 Manchester United
Fyrrum stórmeistara jafntefli varð niðurstaða dagsins á Stamford Bridge í Lundúnum.
Liðið sem byrjaði leikinn fyrir United í dag var eftirfarandi;
Bekkur; Romero, Varela, McNair, Schneiderlin (’78), Memphis (’85), Herrera (’92), Pereira.
Chelsea stillti svona upp; Courtois, Azpilicueta-Zouma (Cahill ’56)-Terry-Ivanovic. Matic (Pedro ’66)-Mikel. Oscar (Hazard ’54)-Fabregas-Willian. Costa.
Heimsókn á Brúna
Ég veit hvað þið eruð að hugsa, ég er að hugsa það sama; Af hverju er Elli (Spaki Maðurinn) ekki að hita upp fyrir þennan stórleik. Elli hefur hitað upp fyrir síðustu tvo leiki og í þeim hefur liðið skorað sex mörk. Því miður er Elli upptekinn í barnauppeldi og tölvustússi sem enginn eðlilegur maður skilur, svo þið sitjið uppi með mig.
Mótherjinn
Mótherja sunnudagsins þekkjum við nokkuð vel en okkar mönnum hefur ekki beint gengið vel á Brúnni undanfarin ár. Í fyrra töpuðum við 1-0 þökk sé marki frá leikmanni ársins, Eden Hazard. Ef ég man rétt var United samt ekki lakara liðið í þeim leik. Undir stjórn David Moyes tapaði liðið 3-1 og á síðasta tímabilinu hans Sir Alex Ferguson unnu United 3-2 sigur þar sem Chelsea menn enduðu 9 inn á vellinum eftir brottrekstra Ivanovic og Torres. Leikirnir á undan því fóru annarsvegar 3-3 í leik sem er hvað þekktastur fyrir rosalega markvörslu David De Gea eftir aukaspyrnu núverandi Manchester United leikmannsins Juan Mata. Svo tapaði liðið 2-1 á Brúnni fyrir fimm árum síðan. Það má því reikna með erfiðum leik á morgun en United hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum á Brúnni, ekki nóg með það heldur eru Chelsea ósigraðir í síðustu níu viðureignum gegn United.
Manchester United 0:0 Chelsea
Liðið sem átti að reyna að bjarga Louis van Gaal frá því að vera rekinn og, ekki síður, halda okkur í baráttunni um Meistaradeildarsæti leit svona út
Varamenn: Romero, Borthwick-Jackson, Jones, Carrick, Fellaini, Pereira, Memphis.
Lið Chelsea:
Fàbregas var með hita og fór ekki norður með Chelsea, sömuleiðis voru Rémy og Cahill meiddir.
Fyrsta hálftímann í leiknum sást United lið sem við höfum ekki séð í langan langan tíma.