Fyrsti stórleikur vetrarins er á morgun. Nú lýkur endanlega „auðvelda“ leikjaprógramminu sem talað hefur verið um og hefur fært okkur heil 12 stig í átta leikjum. Það þarf ekkert að kalla það afsakanir þó að hægt sé að færa fram ýmsar ástæður fyrir að gengið hefur ekki verið með besta móti, en það fer að verða nauðsynlegt að leikmenn, og þjálfari, fari að sýna hvað í þeim býr.
Chelsea
Fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar
Tímabilið er ekki alveg búið hjá okkar mönnum eftir þennan glæsilega sigur í 16-liða úrslitum gegn Olympiakos. Það verður dregið í 8-liða úrslitin á morgun og því er ekki úr vegi að kynna sér aðeins hverjir séu mögulegir andstæðingar okkar þar. Það er oft talað um mikilvægi þess að sigra riðilinn sinn í Meistaradeildinni, það sannaði sig í ár því að öll liðin sem eru komin áfram í 8-liða úrslit stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum riðlum. Hér er örlítið yfirlit yfir þau lið sem verða í pottinum á morgun og geta dregist á móti Manchester United.
Chelsea 3:1 Manchester United
Fyrir þennan leik bjuggust flestir við sigri Chelsea. Meira að segja stuðningsmenn okkar megin. Ég man hreinlega ekki eftir því að fara í leiki og ‘vonast’ eftir sigri. Ekki bara gegn stóru liðunum heldur gegn öllum liðunum.
United byrjaði leikinn mjög vel og léku í raun töluvert vel í fyrri hálfleiknum en eins og oft áður í vetur voru þeir sviknir af 5.flokks varnarleik. Samt sem áður gaf 2-0 forysta Chelsea í hálfleik engan veginn rétta mynd af leiknum.
Vængbrotnir Rauðir djöflar heimsækja Stamford Bridge
Á morgun leika Manchester Utd við Chelsea á útivelli. Robin van Persie verður ekki með og ekki heldur Wayne Rooney. Ashley Young er líka meiddur sem veikir liðið líklega ekki neitt og sem fyrr eru Fellainio og Nani frá ásamt Phil Jones og Patrice Evra. Jonny Evans og Rio Ferdinand eru líklega leikfærir.
Ég held að ég hafi aldrei verið jafn svartsýnn fyrir stórleik hjá United í þau rúmu 20 ár sem ég hef stutt liðið. Það er ekki eins og liðið hafi aldrei lent í meiðslakrísum fyrr en liðið hafði alltaf magnaðan baráttuanda sem Alex Ferguson barði í það. Það er helsti munurinn á liðinu núna og undanfarin ár að liðið virðist ekki vilja leggja sig 110% fram fyrir David Moyes eða að þeir eru einfaldlega ekki jafn hræddir við að spila illa fyrir hann og fyrir Ferguson.
Manchester United 0:0 Chelsea
Þennan leik var búið að byggja rosalega upp. Fyrsti heimaleikurinn hjá Moyes og jafnframt fyrsti virkilega stóri leikurinn, reyndar er næsti leikur gegn Liverpool alltaf stærri en það er önnur saga. Margir hafa verið spá okkar liði 3.sæti og kannski neðar á meðan flestir eru á því að Chelsea vinni titilinn þar sem Mourinho er kominn aftur.
Frammistaða Chelsea hingað til í deildinni er ekki sannfærandi þó svo að þeir séu með 7 stig úr 3 leikjum. Voru stálheppnir í síðasta leik að missa ekki Ivanovic útaf og fá dæmt á sig víti og Villa menn voru skiljanlega fúlir eftir þann leik.