Þá er komið fyrsta stóra leik tímabilsins og jafnframt fyrsta heimaleik. José Mourinho og dátar hans í Chelsea koma í heimsókn. Margir hafa spáð Chelsea titlinum í vor einfaldlega vegna þess að Mourinho sé kominn aftur. Liðið hefur ekki styrkt sig mikið nema að menn telji að Andrea Schürrle hafi verið týnda púslið sem þá vantaði í fyrra. Síðasta tímabil Mourinho á Englandi tapaði liðið titlinum til okkar manna, hann hætti svo næsta haust. Chelsea tilkynnti í dag um kaup á Willian sem ætlaði til Liverpool, svo til Spurs en endaði svo hjá Chelsea, ég tel það einstaklega ólíklegt að hann muni koma við sögu annað kvöld. Chelsea hafa ekki byrjað tímabilið sannfærandi þó svo að þeir hafi 6 stig, þeir kaffærðu ekki nýliða Hull og voru stálheppnir gegn Aston Villa þar sem dómgæslan hjálpaði talsvert.
Chelsea
Manchester United 0:1 Chelsea
Ég vona að þið fyrirgefið mér góðir lesendur það að þessi skýrsla verður í styttri kantinum. Ég man varla eftir leiðinlegri United leik en við fengum í dag. Það virðist henta þessu liði rosalega illa að hafa ekkert að keppa að. Þessi leikur var eiginlega þannig að það gerðist ekkert fyrr en á síðustu mínútunum. Chelsea skora eftir skot frá Juan Mata sem fer í Jones og stöngina inn, veit ekki hvort Chelsea þurfi Mourinho eða Falcao þegar own goal og Howard Webb eru þegar komnir. Ég ætla ekki að kenna dómaranum um úrslitin, læt stuðningsmenn litlu liðanna fyrir neðan okkur um það, en mér fannst Howard Webb leggja sig aðeins of mikið fram um að sanna að hann sé ekki hliðhollur Man Utd. Mikið er ég feginn að þessi leikur skipti ekki sköpum í titilbaráttunni.
Byrjunarliðið gegn Chelsea
Lindegaard
Rafael Evans Vidic Evra
Jones Anderson
Valencia Cleverley Giggs
van Persie
Bekkur: De Gea, Ferdinand, Buttner, Kagawa, Scholes, Rooney, Hernandez
[divider]
Chelsea:
Cech
Azpilicueta Ivanovic Luiz Cole
Ramires Lampard(F)
Oscar Mata Moses
Ba
Bekkur: Turnbull, Ferreira, Cahill, Terry, Ake, Benayoun, Torres
Chelsea kemur í heimsókn
Þá er komið að síðasta stórleik tímabilsins. Það er með ólíkindum að vorleikir gegn Arsenal og Chelsea skipti ekki nokkru máli fyrir okkar menn. Eina spennan sem var fyrir leikinn gegn Arsenal var hvort United myndi slá stigamet Chelsea frá 2006, en þar sem leikurinn fór 1-1 (við reyndar rústuðum þeim í gulum spjöldum) þá var það úti. Robin van Persie var valinn leikmaður mánaðarins fyrir frammistöðurnar undir lok mánaðarins. Danny Welbeck er frá vegna meiðsla en Vidic og Scholes eru farnir að æfa aftur og ekki er ólíklegt að sá síðarnefndi verði á bekknum.
Chelsea 1:0 Manchester United
Liðinu var aðeins öðruvísi stillt upp en í fyrstu fréttum,
De Gea
Valencia Smalling Ferdinand Evra
Nani Jones Carrick Cleverley
Hernandez
Welbeck
Leikurinn byrjaði nokkuð skemmtilega, liðin sóttu á víxl, án þess að skapa neitt mikið, aðallega af því að of mikið var af feilsendingum. Valencia kom vel fram úr bakverðinum en Nani var afskaplega mistækur. Welbeck vann út um allan völl og átti t.a.m. gott hlaup upp völlinn um miðjan hálfleikinn (reyndar hjálpaði að Cole tognaði við að elta hann) en Nani fékk síðan boltann og klúðraði sendingu.