Eftir svekkjandi jafntefli gegn Chelsea og andlaust tap gegn Juventus er komið að heimsókn frá Everton. Fyrir þennan leik situr United í 10.sæti deildarinnar stigi á eftir Everton sem er í 9.sætinu. Bæði liðin hafa skorað 15 mörk en til gamans má geta að markatalan hjá Manchester United er í mínus. Það að fylgjast með þessu liði okkar í vetur hefur verið svona kynningarnámskeið fyrir kvíða og þunglyndi. Kvíði fyrir hverjum einasta leik og nánast undantekningarlaust þunglyndiskast bara við það að horfa á liðið spila knattspyrnu svo eru úrslitin ekki að hjálpa neitt sérstaklega mikið. Everton er á ágætu róli eftir slaka byrjun á tímabilinu. Gylfi Þór hefur verið að spila virkilega vel og skorað og lagt upp eins og hann fái borgað fyrir það, reyndar skilst mér að sé nákvæmlega það sem hann fær borgað fyrir.
Everton
Everton og Wayne Rooney á morgun
Eftir jafnteflið gegn Stoke á laugardaginn kemur fyrsti heimaleikurinn sem má á pappír telja erfiðan. Everton bætti rækilega við sig í sumar og keypti leikmenn fyrir 140 milljónir punda og þar á meðal auðvitað dýrastan Gylfa Sigurðsson á 45 milljónir. Að auki keyptu þeir Michael Keane, Jordan Pickford, Davy Klaasen frá Ajax og kantmanninn Nicola Vlasic. En síðast en ekki síst gekk Wayne Rooney til liðs við uppáhaldsliðið sitt aftur eftir að hafa verið 13 ár í útlegð hjá Manchester United og þurft að fela það að allan tímann svaf hann í Everton náttfötunum sínum. Everton styrkti þannig lið sitt verulega í marki, vörn og miðju en með því að þeir seldu auðvitað sinn besta sóknarmann, Romelu Lukaku til United þá verður að segja að sóknin var veikari fyrir vikið.
Manchester United 1:1 Everton
Enn eitt jafnteflið. Enn ein vonbrigðin. Enn eitt jafnteflið gegn liðum sem eru í efstu 6 sætunum í úrvalsdeildinni. 1-1 lokatölur kvöldsins þar sem Zlatan Ibrahimovic bjargaði stigi eftir enn einn leikinn þar sem United virtist ómögulega geta brotið niður andstæðinginn.
Leikurinn var í raun endurtekning á svo mörgum leikjum sem við höfum séð undanfarin ár og var maður í raun viss um að liðið myndi tapa 1-0 því lengur sem leið á leikinn enda Ronald Koeman búinn að vinna 1-0 tvö ár í röð á Old Trafford.
Everton kemur í heimsókn á Old Trafford
Flestir íþróttamenn vilja keppa strax eftir slaka frammistöðu og reyna þannig að bæta upp fyrir téða frammistöðu með sigri og góðum leik. Leikmenn Manchester United fá það tækifæri annað kvöld eftir jafnteflið gegn WBA á laugardaginn. Everton kemur inn í leikinn með sama hugarfari en þeir töpuðu enn og aftur fyrir Liverpool um helgina.
Old Trafford í vetur
Þegar José Mourinho tók við United þá bjóst maður við því að liðið yrði nær ósigrandi á heimavelli enda Mourinho ekki þekktur fyrir að tapa mörgum heimaleikjum. Fyrir utan mjög súrt tap í grannaslag gegn Manchester City í byrjun tímabils þá hefur það gengið eftir og er liðið taplaust í 19 leikjum í deild að ég held.
Everton á morgun
Það hefur ekki gengið vel hjá United á Goodison Park síðustu árin, sigur vannst 2011 og síðan ekki aftur fyrr en prýðilegur 3-0 sigur vannst síðasta vetur. Að auki vann United Everton á heimavelli og síðan á Wembley í vor í undanúrslitum bikarsins þannig að síðasta ár var ágætt.
Það er meira en hægt er að segja um gengi United í deildinni í síðustu leikjum. Í síðustu sjö leikjum hefur liðið gert fimm jafntefli, unnið einn leik og tapað einum. Af liðunum í efri helmingnum hefur aðeins einu liði gengið ver: Everton. Þeir hafa aðeins unnið einn af síðustu átta, og tapað fjórum og það er farið að fara um Ronald Koeman stjóra liðsins.