Við erum komnir í úrslit í FA bikarnum! Vá, þetta var frábær leikur í dag og fyllilega verðskuldaður sigur hjá okkur mönnum. Þurftu reyndar að hafa fullmikið fyrir honum að mínu mati, svona miðað við yfirburðina í fyrri hálfleik, en það er það bara allt í lagi því svona sigrar eru hvort sem er alltaf sætari en einhver öruggur 3-0 sigur, erum við ekki bara sammála um það?
Everton
Wembley á morgun!
Á morgun klukkan 16:15 er Manchester United er að fara að spila undanúrslitaleik í FA bikarnum á Wembley Stadium. Í gegnum árin hefur United verið tíður gestur á Wembley, hvort sem það var í Samfélagsskildinum, deildarbikar nú eða jafnvel í úrslitaleik Meistaradeildar. Hlutirnir hafa hinsvegar ekki alltaf gengið upp hjá okkur í FA bikarnum síðan liðið vann bikarinn árið 2004. United hefur tapað í úrslitum gegn bæði Arsenal (2005) og Chelsea (2007) og svo tapað undanúrslitum gegn einmitt Everton (2009) og Man City (2011). Þrátt fyrir að þessi bikar hafi vafist fyrir okkur þá hafði liðið alltaf í nógu að snúast á öðrum vígstöðvum og verið í bullandi séns að vinna aðra titla. Þar af leiðandi hefur la-la árangur í FA bikarnum kannski ekki truflað okkur svo mikið.
Manchester United 1:0 Everton
Anthony Martial skoraði þúsundasta deildarmark Manchester United á Old Trafford í dag og dugði það fyrir þremur stigum. Lokatölur 1-0.
Varamannabekkurinn; Romero, Fosu-Mensah (’46), Valencia (’82), Young, Fellaini, Herrera (’58), Memphis.
Fyrir leik var nokkuð ljóst að okkar menn yrðu að vinna til að halda Meistaradeildar draumi næsta tímabils á lífi.
Leikurinn var í rauninni eins og svo rosalega margir leikir á Old Trafford í vetur. Það var 0-0 í hálfleik en United samt betra liðið, í stað þess að fá sig mark þegar leikurinn opnaðist þá skoraði United mark og vann leikinn 1-0 þökk sé franska töframanninum, Anthony Martial.
Everton heimsækir Old Trafford
Þá er þessu blessaða landsleikja hléi loksins lokið og alvaran tekur við.
Á morgun kemur Romelu Lukaku í general prufu fyrir næsta tímabil en hann er einn af þeim þúsund leikmönnum sem eru orðaðir við Manchester United þessa dagana. Fyrir mína parta hefði ég ekkert á móti því að hann kæmi í sumar, vonandi verður hann samt ekki heitur fyrir framan markið á morgun.
Ef við förum eftir síðustu fimm heimsóknum Everton á Old Trafford þá má ætla að þeir fari með stig (í eintölu eða fleirtölu) frá Manchester borg en síðustu viðureignir telja þrjá sigra hjá United (2-1, 2-0,1-0), einn sigur hjá Everton (0-1) og eitt jafntefli (4-4).
Everton 0:3 Manchester United
Fyrir leikinn í dag hafði United ekki sigrað né náð stigi á Goodison Park í fjögur ár. 29. október 2011 nánar tiltekið. Af byrjunarliði United í þeim leik eru bara 3 eftir. Það eru þeir Phil Jones, David de Gea og Wayne Rooney. Frá þeim leik hefur United ekki skorað á Goodison Park þangað til í dag.
Byrjunarliðin í dag
Bekkur: Johnstone, Blind, Carrick, Lingard, Pereira, Fellaini, Memphis.
Lið Everton