Góðan daginn kæru lesendur. Hér er á ferðinni mín fyrsta upphitun á síðunni svo hún gæti verið í lengri kantinum. Biðst fyrirfram afsökunar á því.
Á sunnudaginn kemur Roberto Martinez með Everton í heimsókn á Old Trafford Á síðasta tímabili gekk United vægast sagt illa gegn Everton, 0-1 tap á heimavelli og 2-0 tap á útivelli. Skelfing. Ef við gleymum leiknum í fyrra þá þurfum við að fara aftur til 1992 til að finna síðasta sigurleik Everton á Old Trafford. Þetta eru 20 leikir á milli sigurleikja og af þessum 20 leikjum vann United 17 þeirra. Eins og alþjóð veit þá endurtekur sagan sig alltaf, svo nú er komið að öðrum 20 leikjum í röð án taps gegn Everton.
Everton
Everton 2:0 Manchester United
Jæja, enn einn hörmungin af hálfu Manchester United þetta tímabilið, að þessu sinni gegn Everton á Goodison Park og nánast eindurtekning á leiknum á Old Trafford í desember þar sem Everton vann 1-0, þá með marki seint í leiknum, en sanngjarnt þó.
Þetta var uppstillingin í byrjun leiks:
Varamenn: Lindegaard, Giggs, Welbeck (75 mín), Hernandez (61 mín), Valencia (61 mín), Fellaini, Januzaj
Everton á Goodison Park
Á morgun gerir United sér ferð til Liverpool til að spila við Everton á Goodison Park. Þetta verður í 188 skipti sem þessi lið mætast en þau spiluðu sinn fyrsta leik gegn hvort öðru árið 1892. Everton er sem stendur í 5 sæti deildarinnar, 9 stigum á undan United, en okkar menn eiga leik til góða þannig að ef United vinnur á morgun þá gæti verið smááááááááááá vonarglæta á því að stela fimmta sætinu á síðustu stundu.
Manchester United 0:1 Everton
Enn og aftur fáum við á okkur mark á lokamínútunum. Hversu svekkjandi?
Byrjunarliðið var svona:
Moyes stillti upp svipuðu liði og gegn Tottenham nema Rafael kom inn í bakvörðinn og Smalling fór í miðvörðinn í stað Evans. Jafnframt kom Giggs inn fyrir Cleverley. Frábært að sjá Rafael á ný í bakverðinum enda gefur hann liðinu talsvert meira en Smalling í þeirri stöðu. Það kom mér verulega á óvart að sjá Welbeck halda áfram á kantinum. Það er svolítið skrýtið að sjá Moyes verðlauna Welbeck fyrir slaka frammistöðu gegn Tottenham á meðan Nani spilaði mjög vel í sömu stöðu gegn Leverkusen en er settur á bekkinn tvo leiki í röð. Hvað er það? Vonandi er þessi Welbeck-tilraun á kantinum fullreynd.
Everton heimsækir Old Trafford
Áður en ég byrja þessa upphitun fyrir Everton-leikinn á morgun vil ég minna alla á að taka þátt í kosningunni á Wayne Rooney sem leikmanni nóvembermánaðar. Auk þess vil ég ganga úr skugga um að allir hafi örugglega séð þetta:
og þetta:
If ever an image encapsulated a player, it is this.
Nemanja fucking Vidic, ladies and gents. pic.twitter.com/vq0siBofvo
— Nooruddean (@BeardedGenius) December 2, 2013