Bruno Fernandes (2), Marcel Sabitzer – Aleksandar Mitrović
Rauð spjöld: Willian 72′, Mitrovic 72′, Marco Silva (stjóri Fulham).
Bruno Fernandes (2), Marcel Sabitzer – Aleksandar Mitrović
Rauð spjöld: Willian 72′, Mitrovic 72′, Marco Silva (stjóri Fulham). Lesa meira
Magnús Þór skrifaði þann | 1 ummæli
Manchester United tók á móti fallliði Fulham á Old Trafford í gærkvöldi. Leikurinn var sá fyrsti með áhorfendum í ca. 14 mánuði. Leikurinn sem slíkur skipti hvorugt liðið máli en Fulham var þegar búið að falla og United búið að tryggja sér Meistaradeilarsætið fyrir nokkru síðan. Þar sem Manchester City var búið að vinna titilinn var eina spurningin hvort United myndi enda í 2. eða 3. sætinu. Þar sem þessi leikur endaði í jafntefli þurfti að treysta á sigur Chelsea eða stig í lokaumferðinni. Þar sem Chelsea sigraði Leicester varð 2. sætið tryggt. Lesa meira
Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann | 7 ummæli
Næst síðasta umferð Ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun kl. 17:00 með leik okkar manna gegn föllnu liði Fulham á Old Trafford. Mjög óspennandi leikur líkt og flestir þeir leikir sem eftir eru í deildinni. Það er þá ekki nema fyrir þau þrjú lið sem eru fyrir aftann okkur í töflunni. Liverpool, Chelsea og Leicester sem berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Lesa meira
Magnús Þór skrifaði þann | Engin ummæli
Maggi, Þorsteinn, Bjössi og Halldór settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Liverpool og Fulham. Einnig var talað um Wayne Rooney í kjölfar þess að hann lagði skóna á hilluna, af hverju línuverðir séu nánast hættir að flagga rangstöðu, frammistaða Paul Pogba, hitað upp fyrir bikarleikinn gegn Liverpool og ýmislegt fleira.
https://open.spotify.com/episode/7wrUJJuaHqAEXqNqa12Kfm?si=0M-wZjFfTJC_XGvolVxI-Q Lesa meira
Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann | 11 ummæli
Eftir leiki gærkvöldsins og leikinn sem var ný lokið fyrir leikinn í kvöld var United komið niður í þriðja sæti. Leicester og Manchester City unnu sína leiki og sátu í efstu tveim sætunum fyrir leikinn. Ole gat komið liðinu aftur á toppinn með sigri í kvöld.
Þvert á það sem ég skrifaði í gær í upphitun fyrir leikinn þá byrjaði Ole með þríeykið inn á. Þegar ég tala um þríeykið þá er það Shaw, Bruno og Maguire sem allir áttu þá hættu á að fara í leikbann ef þeir myndu krækja sér í gult spjald, sem á endanum skipti engu máli. Ole setti Rashford á bekkinn, annars var þetta byrjunarlið sennilega það sterkasta sem völ var á. Með því að stilla upp nánast sterkasta liði sínu er Ole að gefa það skírt út að hann ætli í þessa titilbaráttu og vera í henni eins langt fram eftir vori og hægt er. Ekkert rými til að misstíga sig. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!