Annað kvöld fara okkar menn til London, nánar tiltekið á Craven Cottage. Þar mæta þeir Fulham sem sitja í fallsæti deildarinnar. Fínn leikur til að fá eftir mikla spennu og eftirvæntingu í marga daga sem var fyrir leikinn gegn Liverpool, sem stóð ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans frá einum einasta manni. Þrátt fyrir það mjög gott stig gegn lang besta liði deildarinnar á heimavelli, þótt víðar væri leitað. Okkar menn halda toppsætinu og ef við ætlum að halda okkur í því eða hið minsta við toppinn er þetta algjör skyldu sigur gegn léttleikandi enn lánlausu liði Fulham. Scott Parker þjálfari Fulham mun sennilega reyna peppa sína menn vel upp fyrir leikinn þar sem þeir eru að mæta toppliðinu og hafa verið grátlega nálægt því að vinna leiki í deild upp á síðkastið hvort sem liðin eru í efri eða neðri helming deildarinnar.
Fulham
Fulham 0:3 Manchester United
Manchester United er komið í Meistaradeildarsæti eftir þennan þægilega sigur á Fulham. Paul Pogba var enn og aftur frábær og Anthony Martial sýndi gamla takta. Heimamenn í Fulham byrjuðu leikinn reyndar betur og með smá heppni hefðu getað tekið forystu í leiknum. Það var samt Manchester United sem tók forystuna í þessum leik með laglegu marki frá Pogba sem setti boltann framhjá Rico við nærstöngina. Tæplega 10 mínútum seinna jók Martial muninn þegar hann spændi upp vörn heimamanna og lagði boltann örugglega framhjá Rico. Staðan í hálfleik var Fulham 0:2 Manchester United.
Heimsókn til Fulham
Manchester United heimsækir Fulham á Craven Cottage í hádegisleiknum á morgun. United er búið að vera á svakalegri siglingu undir stjórn Ole Gunnar Solskjaer á meðan heimamenn róa lífróður til að bjarga sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Antonio Valencia og Matteo Darmian eru frá vegna meiðsla á meðan Marcos Rojo er farinn að æfa aftur. Það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að Ole geti stillt upp sínu sterkasta liði en stóra spurningin er hver fær hitt sætið í hjarta varnarinnar með Lindelöf.
Manchester United 4:1 Fulham
Síðast þegar þessi tvö lið mættust á þessum velli vöru úrslitin ekki uppá marga fiska og undirritaður einnig á þeirri skýrslu. Þau úrslit voru kornið sem fyllti mælinn hjá stuðningsmönnum United sem vildu leyfa David Moyes að fá tíma til að gera eitthvað af viti. Þetta var einmitt alræmdi fyrirgjafaleikurinn.
Manchester United tekur á móti nýliðum Fulham
Nýr dagur, ný áskorun. Eftir líflegan leik gegn Arsenal sem endaði 2:2 er röðin komin að Fulham. Gestirnir frá Lundúnum hafa verið ákveðin vonbrigði í deildinni hingað til en félagið eyddi talsverðum fjármunum í nýja leikmenn en árangurinn hefur ekki verið eftir því. Slavisa Jokanovic sem kom liðinu upp í úrvalsdeildina var látinn fara fyrir nokkru og hefur Ítalinn geðþekki Claudio Ranieri tekið við liðinu.