Þetta er það sem við vorum að bíða eftir!
Farið svo og hlustið á Djöflavarpið frá í gær
Jadon Sancho
103. þáttur – EM2020 uppgjör og væntanleg leikmannakaup
Maggi, Gunnar, Steini og Bjössi og fóru yfir Evrópumótið í knattspyrnu, fóru rækilega yfir væntanleg leikmannakaup og slúður.
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Jadon Malik Sancho er orðinn leikmaður Manchester United
Þá er það loksins komið á hreint, eltingaleiknum og orðrómunum er lokið. Jadon Malik Sancho er orðinn nýjasti meðlimur United fjölskyldunnar. Eftir látlausan orðróm og fréttaflutning svo mánuðum skiptir í einni lengstu og leiðinlegustu sögu liðsins þegar kemur að leikmannakaupum og misheppaða tilraun til að ná samkomulagi við Dortmund á síðasta ári er englendingurinn knái loksins búinn að skrifa undir saming til ársins 2026.
Djöflavarpið 78. þáttur – Tímabilið gert upp
Maggi,Friðrik, Bjössi og Halldór settust niður og gerðu tímabilið hjá United. Meðal þess sem var rætt voru mestu vonbrigði, bestu og efnilegustu leikmennirnir, stjóranum gefin einkunn ásamt smá slúður umræðu.
https://open.spotify.com/episode/3HMwi6carRHSCVTXXZMVqt
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Evrópusumardeildin hefst
Undir venjulegum kringumstæðum værum við þessa dagana helst í því að fylgjast með Manchester United taka þátt í einhverju æsispennandi æfingamóti í fjarlægum heimsálfum til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, sem væri rétt handan við hornið, inn á milli þess sem við þjösnuðumst á F5 takkanum í von um frekari tíðindi af leikmannamarkaðnum og tuðuðum yfir Ed Woodward.